Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 52
52 lífsstíll - bleikt 16. mars 2018 „Ég gat lítið sem ekkert gengið og var skökk o g skæld vegna verkja,“ segir Jóhanna Þorvalds dóttir Þ egar Jóhanna Þorvalds- dóttir gekk með börnin sín varð hún virkilega slæm af grindargliðnun. Það slæm að hún lá rúmliggjandi á seinni hluta meðgöngunnar. Eftir með- gönguna var Jóhanna lengi mjög slæm í líkamanum og taldi lækn- irinn upphaflega að grindar- gliðnun væri um að kenna. „Seinna kom í ljós að um var að ræða mjög slæmt tilfelli af vefja- gigt. Ég gat lítið sem ekkert geng- ið og var skökk og skæld vegna verkja. Við þetta bættist svo slæm slitgigt og í kjölfarið fann ég fyrir töluverðu þunglyndi og kvíða. Ég fór að þyngjast mikið og leið virki- lega illa,“ segir Jóhanna í viðtali við DV. Einangraðist vegna verkja Jóhanna einangraði sig mikið og gat lítið tekið þátt í hinu daglega amstri vegna verkja, stirðleika og þreytu. „Ég komst svo inn í endurhæf- ingu hjá Virk og í kjölfarið fór ég á Reykjalund í nokkrar vikur. Það má eiginlega segja að það hafi orðið vendipunktur hjá mér. Ég lærði mikið, komst út á meðal fólks og ákvað að taka þessum veikindum sem tækifæri til þess að taka til í kollinum á mér og forgangsraða öllu upp á nýtt í lífi mínu,“ segir Jó- hanna og nefnir að á þessum tíma- punkti hafi hreyfing orðið mikil- vægur hluti af lífi hennar. „Ég fann töluverðar breytingar á mér og leið betur, þótt þreyt- an hafi verið mér erfið. Ég fann hvernig ég léttist og í kjölfarið jó- kst keppnisskapið.“ Flutti til Noregs og gafst upp Jóhanna og fjölskylda tóku þá ákvörðun að flytja til Noregs en þegar þangað var komið fann Jó- hanna sér ekki hreyfingu sem hentaði henni og gafst því fljótlega upp. „Ég þyngdist aftur og fór að líða illa aftur, verkirnir mættu aftur og mér fannst ég algjörlega vera búin að missa tökin. Eftir að hafa búið í tvö ár í Noregi, fluttum við aftur til Íslands árið 2017. Þá byrjaði ég strax í léttri hreyfingu, fór í sund- leikfimi og rope yoga. Ég fann strax hvernig líkami minn fór að taka við sér og fljótlega gat ég farið í erfiðari tíma. Um það leyti sem við fluttum heim tók ég einnig allt sælgæti og gos út úr mataræði mínu og hef ég ekki snert það enn þann dag í dag. Í ágúst verða komin tvö ár síðan og ég sakna þess ekkert.“ Í dag fer Jóhanna í ræktina sex sinnum í viku með vandlega útbúið æfingaplan frá þjálfara. „Ég hef misst samtals tæplega 30 kíló á þessum fjórum árum, ég á enn þá nokkur kíló eftir en ég tek þessu rólega og legg mikla áherslu á að styrkja mig líkamlega og and- lega. Hreyfingin er núna mín vinna enda er ég óvinnufær vegna veik- indanna. Ég lít svo á að mitt verk- efni á meðan aðrir eru í vinnunni sé að halda mér í eins góðu formi og ég mögulega get, mín vegna, barnanna minna vegna og lífsins.“ Ekki óyfirstíganlegt að greinast með ólæknandi sjúkdóm Jóhanna segir að hennar helsta hvatning sé líðanin hennar. „Þegar ég finn hvernig líkam- inn tekur við sér og ég verð sterk- ari og orkan meiri þá vil ég gera meira. Ég hlakka til að mæta á æf- ingu og tími alls ekki að sleppa úr. Ég er nú búin að fara úr því að vera mjög veik, með mjög hamlandi stoðkerfisvandamál og ansi skerta hreyfigetu í að geta mætt á æfingu allt að sex sinnum í viku. Ég gat al- mennt ekki tekið þátt í lífinu en get í dag verið þátttakandi í lífinu. Ég á enn langt í land í að geta tekið þátt á vinnumarkaðnum en með stöð- ugri þjálfun og með því að passa að ofkeyra mig ekki þá hafa lífs- gæði mín stórlega batnað.“ Jóhanna segir að það að grein- ast með ólæknandi og langvar- andi sjúkdóm þurfi ekki endilega að vera óyfirstíganlegt. „Það er áríðandi að læra á sjúk- dóminn og gera allt sem hægt er til þess að ná einhvers konar tökum á honum. Mín aðferð er slökun, þjálfun, mataræði og jákvætt hugarfar.“ n Hreyfing getur gert kraftaverk – 30 kílóum léttari og líður betur x Jóhanna Þorvaldsdóttir Jóhanna fyrir lífsstílsbreytinguna. Jóhanna Þor- valdsdóttir Jóhanna eftir lífs- stílsbreytinguna, 30 kílóum léttari. Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.