Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2018, Blaðsíða 32
32 umræða Sandkorn 16. mars 2018 Spurning vikunnar DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Hrósið fær Sigríður Andersen E kkert skipti var samt jafn slæmt og kvöldið sem hann reyndi að kyrkja mig. Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Hvernig ég barðist á móti, sá brjálæðisglampann í aug- unum á honum, hélt að þetta væri mitt síðasta. Ég hugsaði til ykkar, að þið yrðuð móðurlausar. Ætli það hafi ekki gefið mér þann fít- onskraft sem ég fékk til að losa hann ofan af mér.“ Þetta skrifaði Hildur Þor- steinsdóttir meðal annars í löngu, átakan legu bréfi til barna sinna eftir að hún hafði flúið Magnús Jónsson, sambýlismann sinn til sautján ára. Hildur kveðst hafa mátt þola skelfilegt, andlegt, lík- amlegt og kynferðislegt ofbeldi af hálfu Magnúsar. Hildur opn- aði sig um sambandið í viðtali við DV og vakti saga hennar gríðar- lega athygli. Var ánægjulegt að sjá hvernig fjölskylda, vinir og svo lesendur DV, ókunnugt fólk veitti Hildi stuðning sem hefur bætt þó aðeins að litlum hluta upp það of- beldi sem Hildur hefur orðið fyr- ir af hálfu kerfisins. Og saga Hildar er ekkert einsdæmi. Í sögu Hildar kom fram að þrátt fyrir að hafa slitið sambandinu fyrir þremur árum er ekki enn búið að skipta eignum og tókst að tefja málið með aðstoð lög- fræðinga. Konur lenda í raun í mannréttindabrotum í svifaseinu kerfi. Á fimmtudag hitti Þorsteinn Vilhelmsson, faðir Hildar, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Það er ljóst að Sigríður þarf að láta til sín taka á þessu sviði. Hún fór yfir mál Hildar með Þorsteini og kveðst fjölskyldan treysta því að breytingar verði á kerfinu öllum konum og fjölskyldum til góða. Um lífsspursmál er að ræða, því ekki lifa allar konur ofbeldissam- bönd af. Og lifi þær af er skaðinn oft gríðarlegur og sálræn lækn- ing tekur sinn tíma. Þá verða börn oft vitni að því þegar pabbi lemur mömmu. Kerfið hefur brotið á Hildi. Það liggur ljóst fyrir. Það verður aldrei bætt að fullu en Sigríður And- ersen fær nú tækifæri til að láta gott af sér leiða og bæta kerfi sem á að lyfta konum en ekki berja þær niður. Sigríður Andersen fær hrós dagsins fyrir að hlusta á sögu fjöl- skyldunnar. Það verður fróðlegt að sjá hver hennar næstu skref verða. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að tekin verði rétt ákvörðun og kerfið skoðað, okkur öllum til heilla. n Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Að skjóta sig í fótinn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna, tókst að skjóta sig allrækilega í fótinn með því að segja að sporslurnar sín- ar dygðu ekki til að borga af húsnæðisláninu sínu. Bjarkey dró svo í land og sagði að sporslurnar dygðu ekki til að greiða af láninu af húsinu sem hún keypti í Reykjavík og það sem hún væri að kvarta und- an væri aðstöðumunur. Ekki tók hún þó fram að með því að kaupa sér íbúð gæti hún selt téða íbúð og hagnast. Smá ráð til Bjarkeyjar, ef þú ert með 1,5 milljónir á mánuði, sporslur sem þú sem þingmaður neyð- ir sjálfa þig til að taka við, ekki kvarta undan því á almanna- færi að sporslurnar séu ekki nógu háar. Það kallast að skjóta sig í fótinn. Hlegið að Viðreisn Dræm þátttaka á landsfundi Viðreisnar vakti kátínu hjá þeim 93% þjóðarinnar sem ekki styðja flokkinn, þá sérstak- lega Sjálfstæðismanna sem er ekki hlýtt til þeirra sem voga sér að skilja við flokkinn. Sjálf- stæðismenn, sem sjálfir halda landsfund um helgina, hafa hlegið dátt að þeirri staðreynd að nærri helmingi fleiri hafa boðist til að taka þátt í mál- efnanefndum flokksins en kusu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Sjálfstæð- ismennirnir hlægja kannski ekki jafn hátt þegar þeir átta sig á því að nærri helmingi færri styðja flokkinn í dag en þegar Þorgerður Katrín var varafor- maður. Þ etta er umræða sem skýtur upp kollinum öðru hverju. Það er ókeypis í strætó á Akureyri en eftir því sem ég best veit er hann ekki mikið not- aður. Ég las áhugaverðar fréttir í þýskum blöðum um að ríkisstjórn Þýskalands henti út þeirri hug- mynd að hafa tilraunaverkefni í nokkrum þýskum borgum að hafa ókeypis almenningssamgöng- ur til að minnka koltvíoxíðlosun í landinu. Það var svo þýskt blað sem gerði könnun á því með- al nokkur hund- ruð manns sem fara alltaf á bíl og þeir spurðir „ef það er ókeypis í strætó, muntu þá hætta að keyra alltaf á milli á bíl og taka strætó?“, þeir sögðu nánast allir nei. Vegna þess að það er ekki verðið sem veldur því að við kjós- um að fara á bíl heldur að bíllinn er fljótari og þægilegri. Ef við gerum almenningssam- göngurnar þannig að þær verði bæði þægilegri og fljótlegri en að fara á bíl þá munum við nota strætó. Við væntum þess að verðið verði hóflegt, en verðið skiptir mjög litlu máli. Þannig að hug- myndin, að allir muni fara í strætó ef það er ókeypis, hún stenst ekki. Þ að sem við í Framsóknar- flokknum í Reykjavík bendum á er að þetta hef- ur reynst vel á Akureyri. Akureyringar þrefölduðu farþega- fjölda í strætó á árunum 2007– 2010 eftir að frítt varð í strætó. Það þurfa að fylgja auka 1,9 milljarð- ar með í rekstur Strætó á höfuð- borgarsvæðinu til þess að þetta gangi upp, sem yrði þá fjár- magnað af sveitarfé- lögunum og jafnvel með aðkomu ríkisins. Það sem sparast á móti eru dýr umferðar- mannvirki ef tilraunin gengur upp. Ef tilraunin sparar ferðatíma fólks um 10 mínútur á dag fyrir 60.000 manns þá sparar það 10.000 vinnustundir á dag. 10.000 vinnu- stundir sinnum 2.000 krónur á tímann (sem er hóflegt tímakaup) gerir 20 milljónir króna í sparnað á dag. Margfaldað með 240 vinnu- dögum gerir það 4,8 milljarða króna í tímasparnað á ári. Þessi tilraun upp á 1,9 milljarða sem við leggj- um til er mun ódýrari en Borg- arlínan. Borgarlínan mun kosta a.m.k. 70 milljarða sem verða teknir að láni. Vaxtakostnaður- inn af 70 milljörðum er 3,5 millj- arðar á ári ef miðað er við 5% vexti. Svo er þetta umhverfis- mál einnig þar sem bílaumferð og mengun munu væntanlega minnka ef frítt er í strætó. Þetta er tilraunarinnar virði segjum við. Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur Með og á Móti Frítt í Strætó með á móti Erum við ein í heiminum? „Ég trúi því ekki. Okkar himneski faðir er lifandi og hann elskar okkur.“ Öldungur Clegg „Nei, við erum ekki ein. Ég trúi á aðrar sálir.“ Laufey Þórðardóttir „Nei, ég held að við séum ekki ein. Ég held að það sé líf á öðrum hnöttum.“ Stefán óskarsson „Nei. Ég trúi því algerlega að það sé líf annars staðar.“ ingunn Magnea Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.