Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 4
6 6. apríl 2018fréttir Hálfvitarnir sem kunna ekki að eiga pening Lélegt fjármálalæsi er ástæðan fyrir því að fólk lendir í fjárhags- legum erfiðleikum segir fjármála- ráðuneytið í greinargerðinni sem fylgir fjögurra ára áætlun ríkis- stjórnarinnar. Það er langt síðan Bjarni Benediktsson hefur náð að hitta naglann jafn vel á höfuðið. Hverjir eru það sem kvarta und- an launum og bótum? Jú, það eru hálfvitarnir sem kunna ekki að eiga pening! Þannig blasir það að minnsta kosti við Svarthöfða. Lélegt fjármálalæsi vill oft loða við börn ekki-fjárfesta. Þetta þekk- ir Bjarni vel á eigin skinni enda kann pabbi hans, Benedikt Sveins- son fjárfestir, öll helstu trixin í bis- ness. Það er þjóðráð að sameina þetta við eina áherslu Sjálfstæðis- manna, að nýta eldri borgara sem leikskólakennara, með því að fá Benedikt til að kenna fjárhagsleg- um ómögum „the art of the deal“. Við skulum bara vona, ef það verð- ur raunin, að hann haldi vinum sínum víðs fjarri. Látum það liggja á milli hluta að enginn í ríkisstjórninni eða ráðuneytunum kann að lifa á vesalingalaunum, því flestir sem eru á vesalingalaunum völdu það sjálfir. Íslenskt samfélag er ekki stórt, það vita allir hvernig á að verða ríkur. Það er eitthvað mein í heilabúi þess sem sleppir því að ganga í stjórn- málaflokk og fara í lögfræði, fer þess í stað í kennara- eða hjúkrunarnám, og ætlast svo til þess að geta eignast húsnæði og bíl. Það mun að sjálf- sögðu ekkert breytast, sjáðu bara kommúnistann sem var gerður að forsætisráðherra. „Ef við rifjum upp staðreynd- irnar þá er það svo að, að undan- skildum dýralæknum, engin há- skólastétt uppfyllir jafn miklar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt, sex ára háskólanám … Til að fá nám- ið metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðal- grunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25% og það er einung- is leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára, misrétti sem aðrar fag- stéttir hafa viðurkennt,“ sagði nú- verandi forsætisráðherra fyrir 10 árum og uppskar mikið lófaklapp frá ljósmæðrum á þingpöllum. Án gríns. Svarthöfði grínast ekki með svona, það er í alvörunni til upp- taka af þessu. Það er of seint fyrir þessa sem eru þegar komnir á ellilífeyri, en allir aðrir geta bjargað sér. Skráið ykkur í Sjálfstæðisflokkinn, Fram- sókn, Samfylkinguna, Vinstri græn eða Viðreisn, í versta falli kemstu að í einhverju sveitarfélagi. Og skráið ykkur síðan í lögfræði, eða hagfræði, eða viðskiptafræði. Annars verður þú bara hálfviti sem kannt ekki að eiga pening og átt ekki að eiga pening. n S endill var rekinn frá pít- sastaðnum Domino's eft- ir að hafa starfað á stað í Spönginni í tvær vikur. Ástæða brottrekstrarins var sú að hann olli tjóni á bílaleigubíl sem staðurinn var með á leigu á háannatíma á föstudagskvöldi. Sendillinn er ekki með bílpróf og kann að eigin sögn ekki að keyra beinskiptan bíl. Sendillinn fyrrverandi, sem vildi ekki láta nafns síns getið, seg- ir farir sínar ekki sléttar af sam- skiptum við pítsurisann. Eftir að hann lét af störfum þá segist hann hafa verið boðaður á fund með stjórnendum Domino's sem hafi rukkað hann um tjónið á bílnum, tjón sem nemur allt að hálfri millj- ón króna. Hann er ekki sáttur við það. „Það var ekki ég sem bað um vinnu sem sendill, ég sótti bara um og átti von á að fara að vinna við að baka. Ég var aldrei spurð- ur um ökuskírteini eða hvort ég kynni að keyra. Ég fór inn á kló- sett til að læra hvernig á að keyra beinskiptan bíl, svo fékk ég líka hjálp frá hinum sendlunum,“ seg- ir sendillinn fyrrverandi í samtali við DV. „Eftir að ég var rekinn þá hitti ég mannauðsstjórann sem sagði að ég ætti að borga allt tjónið. Ég var boðaður á annan fund sem ég mætti ekki á, þá fékk ég skilaboð sem minntu á eitthvað frá hand- rukkara. Sagt að ég hefði svikið þá um fund og ég þyrfti að borga 400 til 500 þúsund. Hvernig á ég að borga ef ég er ekki með vinnu?“ Hann segir að hann hafi ver- ið ráðinn af vaktstjóra staðarins í Spönginni en ekki stjórnend- um fyrirtækisins. Hann segir jafn- framt að hann viti um aðra sendla hjá fyrirtækinu sem séu ekki með bílpróf og í þokkabót sé algengt að sendlar séu undir áhrifum kanna- bisefna undir stýri. Snorri Jónsson, mannauðs- stjóri Domino's, sagðist ekki kannast við málið þegar DV leit- aði eftir viðbrögðum. Aðspurður hvort sendlar bæru ábyrgð ef þeir yllu tjóni á bílum fyrirtækisins þegar þeir væru að keyra út píts- ur sagði starfsmannastjórinn: „No comment á það“. DV hefur hins vegar undir höndum samskipti Snorra við sendilinn fyrrverandi. Í tölvupósti með yfirskriftinni Bílatjón sem sendur var á sendil- inn fyrrverandi fyrr sama dag sagði Snorri að það væri ekki ann- að í stöðunni en að senda tjónið í löginnheimtu. „Þar með er það úr okkar höndum. Þú vonandi átt- ar þig á því hvað gerist í því ferli ef greiðslur falla niður,“ segir í póst- inum frá Snorra. n BuBBi falinn „Vantrú er öfgatrú. Kristin trú er seld á svarta markaði í himnaríki,“ sagði Bubbi Morthens, af sinni alkunnu visku, á Twitter-síðu sinni í kjölfar páskahátíðarinnar. Eins og áður var andlit Bubba falið á síðum páskablaðs DV og er lesendum þakkað kærlega fyrir góða þátttöku. Í þetta skiptið var Bubbi falinn í sólblómi á blaðsíðu 71. Sá lesandi sem hreppti hnossið að þessu sinni var Gunnvör Björnsdóttir og hlýtur hún gjafabréf á veitingastað að launum. Ásjóna Bubba er síðan að sjálfsögðu falin í þessu tölublaði. Lesendur sem hafa uppi á goðinu geta sent lausnir í netfangið bubbi@ dv.is. Einn heppinn lesandi fær óvænt og skemmtileg verðlaun frá DV. Finndu Bubba í blaðinu „Hvernig á ég að borga ef ég er ekki með vinnu?“ Teikning DV af sendlinum inni á klósetti að æfa sig að keyra beinskiptan bíl. Tölvupósturinn sem Snorri sendi á sendilinn fyrrverandi. Bílprófslaus sendill frá Domino's rekinn eftir árekstur: Ari Brynjólfsson ari@dv.is Te ik n in g : g u ð fi n n A B er g Svarthöfði Lof & Last – kara kristel, kynlífsbloggari og þúsundþjalasmiður: Lof vikunnar fær Selena Gomes, fyrir það að brjóta hjartað í Abel, úr hljómsveitinni The Weeknd. Flestir aðdáendur eru sammála um að við getum þakkað henni fyrir hversu æðisleg platan My Dear Melancholy, sem sveitin gaf út í vikunni, er. Um tíma var sveitin orðin smá slök en þessi plata er hreint út sagt meistaraverk sem minnir mjög á fyrstu tónlistina sem Weeknd gaf út, sem er jú klassík. Bestu plöturnar fæðast oft í ástarsorg. Takk Selena, og takk Abel fyrir plötuna. Last vikunnar fá stjórnvöld. Ég á kannski ekkert erindi í að tjá mig um stjórnmál enda veit ég lítið um þau. Eitt veit ég þó og það er að ljósmæður sinna ótrúlega mikilvægu og fallegu starfi og er vinna þeirra eflaust ekki metin rétt til fjár. Án ljósmæðra væru flestar fæðingar mun hættu- legri. Ég þekki það sjálf. Á minni meðgöngu voru nokkrar ljósmæð- ur algjörlega með mig í fanginu. Þetta voru persónuleg samskipti og ég verð þeim ævinlega þakklát. Kommon, hvernig væri að koma til móts við þær? Ef það er til nóg fé fyrir öllum þessum bílum og bónusum þá er alveg til peningur fyrir manneskjurnar sem passa að við komum örugg í heiminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.