Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Side 12
14 fólk - viðtal 6. apríl 2018 Enginn fer óvopnaður út fyrir bæjarmörkin I ttoqqortoormiit er einn af- skekktasti bær á norðurhveli jarðar. Íbúar í þessum ísbjarn- ar- og skákbæ eru aðeins um 450. Þar kunna flestir að veiða sér til matar, enda oft erfitt að fylla hill- ur einu verslunarinnar í þorpinu. Það er því nauðsynlegt að kunna að fara með vopn, ef ekki til að veiða sér til matar, þá til að fella ís- birni en það hefur aukist að soltnir birnir leiti fæðu í námunda við eða í bænum. Tugir bjarna hafa herjað á íbúa síðustu vikur og mánuði. Ís- inn við Austur-Grænland er ekki svipur hjá sjón, vegna mikillar hlýnunar á norðurslóðum, og þar með snarminnka veiðilendur ís- bjarna. Ittoqqortoormiit er vegalaus bær ef svo má að orði komast en þangað er aðeins fært með þyrlum, snjósleða eða upp á gamla mát- ann, með hundasleða. Það eru um þúsund kílómetrar í næsta byggða ból og bærinn er sá afskekktasti á Grænlandi. Sólin kveður íbúa í nóvember og heilsar þorpsbúum ekki á ný fyrr en í janúar. Síðustu daga hafa liðsmenn Hróksins dvalið í þorpinu en yfir páska var árleg hátíð skákfélagsins haldin en Hrókurinn hefur heimsótt þorp- ið síðustu tólf ár. Máni Hrafnsson og kona hans Joey Chan ásamt Róberti Lagerman buðu þorpsbú- um upp á veislu þennan veturinn. Máni sem er lærður kvikmynda- gerðarmaður mundaði myndavél- ina þegar færi gafst. „Það er stórkostleg upplifun að koma til Itto. Fólkið er einstak- lega hlýlegt og vinalegt,“ segir Máni. „Hér er alltaf tekið vel á móti manni.  Ferðin er öðruvísi í ár að því leyti að ísbirnir hafa herj- að á bæinn. Við höfum verið hér í um viku og á þeim tíma hafa tve- ir ísbirnir verið felldir, einn rétt við bæinn og hinn inni í bænum.“ Kjötinu var dreift á milli þorps- búa. Í öðru hverju húsi var því ís- björn hátíðarmatur yfir páskana. Er þá hættulegt að vera á ferli? „Það eru strangar útivistar- reglur í gildi núna,“ svarar Máni. „Engin fer óvopnaður út fyrir bæjar mörkin, og börn halda sig heima fyrir á kvöldin. Þorpsbúar eru samt ekki mikið að stressa sig yfir þessu, enda harðgert og stóískt að mestu leyti.“ Ástfangin af þorpinu Aðspurður hvernig Joey, eigin- konu hans, hafi litist á hið einangr- aða þorp segir Máni: „Joey varð strax ástfangin af Ittoqqortoormiit, en hún kom fyrst hingað í fyrra. Hún nær al- veg einstaklega vel til krakkanna hérna, en hún hefur yfirumsjón með myndlistarkeppni sem er hluti af skákhátíðinni.“ Þyrla átti að flytja Mána til flug- vallarins í Nerlerit Inaat á þriðju- daginn og þaðan átti svo að fljúga til Akureyrar og loks heim. En eft- ir blíðu síðustu daga kyngdi nið- ur snjó, svo þyrluflugi var aflýst á elleftu stundu. Máni hefur því nýtt tímann til að taka fleiri myndir í hinu fallega þorpi sem hann deilir með lesendum DV. n Slóst við ísbjörn með berum hnefum n Strangar útivistarreglur n Hrókurinn stóð fyrir gleði á Grænlandi Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is Veðurtepptur Máni í afskekktasta þorpi Grænlands. Máni ber saman mannshönd og ísbjarnarhramm. Hundalíf í Ittoqqortoormiit. Grænlenskur sleðahundur í Ittoqqortoormiit býður góðan daginn! Á ísbjarnarveiðum í Ittoqqortoormiit. Ungi veiðimaðurinn og ísbjörninn. Karl Napatoq er aðeins 24 ára, en hann hefur fellt fimm ísbirni það sem af er vetri, en allir gerðu þeir sig líklega til að heilsa upp á íbúa Ittoqqortoormiit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.