Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 20
22 6. apríl 2018fréttir
É
g missti mikið úr skóla og
var alltaf að drepast úr verkj-
um. Þetta hafði mikil áhrif á
unglingsárin hjá mér, bæði
andlega og líkamlega.“
Þetta segir Eyrún Telma Jóns-
dóttir en það tók hana 10 ár að fá
greiningu á endómetríósu, eða
legslímuflakki eins og það heitir
á íslensku, þrátt fyrir að hún hafi
byrjað að fá einkenni þegar hún
var einungis þrettán ára gömul.
Endómetríósa (legslímuflakk)
er krónískur sársaukafullur sjúk-
dómur, sem um 5–10% kvenna
hafa. Orsök hans eru ekki fyllilega
ljós. Þó er vitað að sjúkdómurinn
gengur í erfðir og að það eru nokkr-
ir samverkandi þættir sem valda
honum. Endómetríósa orsakast af
því að frumur svipaðar þeim sem
finnast í innra lagi legsins finnast á
öðrum stöðum í líkamanum, yfir-
leitt í kviðarholinu. Þessar frumur
svara hormónum líkamans á svip-
aðan hátt og legslímufrumurnar
í leginu. Þegar kona með endó-
metríósu fer á blæðingar, blæð-
ir úr þessum frumum sama hvar
þær eru í líkamanum. Því má segja
að hún hafi margar litlar innvort-
is blæðingar og það orsakar mikl-
ar kvalir.
Eyrún minnist sérstaklega eins
verkjakasts þegar hún neyddist
til að leita upp á bráðamóttöku.
Þekking lækna á sjúkdómnum
var afar takmörkuð á þeim tíma
og upplifði Eyrún að þeim fyndist
hún gera heldur mikið úr veikind-
um sínum.
„Ég var að fara að sofa eitt
kvöldið þegar ég fékk svona brjál-
æðislega mikla verki. Við kærasti
minn héldum fyrst að þetta
Endómetríósa
veldur miklum
kvölum hjá
5-10% kvenna
Karitas Bjarkadóttir