Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Qupperneq 24
26 06. april 2018fréttir Á dögunum opnaði nýtt fimm stjörnu lúxushótel við Bláa lónið, The Retr- eat. Hótelið setur hátt við- mið þegar kemur að lúxusgistingu fyrir efnaða ferðamenn en þar kostar nóttin ekki minna en 180 þúsund krónur. Hægt er að gista í 60 fermetra svítu með aðgangi að einkaþjónum og sérbaðlóni. En ferðamenn með þykka buddu geta einnig valið um fleiri gisti- staði. DV gerði lauslega úttekt í gegnum hótelbókunarsíðuna booking.com og kannaði verð á nokkrum af glæsilegustu hót- elsvítum landsins. Miðað er við gistingu fyrir par í byrjun júní. Niðurstöður eru fengnar af leitar- vélasíðu booking.com, miðviku- daginn 4. apríl. Miðað er við dag- setningarnar 1. júní til 2. júní 2018 og að innifalið í verðinu sé frí af- pöntun innan tímamarka.n Hérna gista ríku ferðamennirnir Á Grand Hótel Reykjavík er hægt að gista í svítu sem er álíka stór og stúdíóíbúð í miðborginni, eða 40 fermetrar. Gestirnir hafa útsýni yfir miðborgina og geta slappað af í sérnuddpotti sem fylgir herberginu. Þá fylgir einnig ókeypis aðgangur að líkamsrækt og heilsulind en auk þess geta gestir fengið sendan ókeypis morgunverð upp á herbergi. Herlegheitin kosta rúm- lega 72 þúsund krónur á nótt. Þá er komið að Hótel Grímsborgum á Ásborgum en hótelið er í rúmlega 15 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi. Þar er hægt að gista í svokallaðri Junior svítu sem er 40 fermetrar að stærð. Fram kemur í lýsingu að svítan sé með útsýni að fjöllum, flatskjá, te- og kaffiaðstöðu og ísskáp. Þá geta gestir einnig nýtt sér verönd með setusvæði og aðgangi að sameiginlegum heitum útipotti. Nóttin þar kostar rúmlega 97 þúsund krónur. Þá er komið að dýrustu gistingunni. Á Diamond Suites í Keflavík kostar nóttin í svokallaðri Superior Svítu tæpar 158 þúsund krónur. Þar má meðal annars finna Bang Olufsen- flatskjásjónvarp, iPad og iMac-tölvu og þá er svítan innrétt- uð með lúxushúsgögnum. Þar er rúmgott setusvæði og hægt er að láta fara vel um sig í nuddbaðkari eða þá í heitum potti. Gestirnir geta notið stórglæsilegs útsýnis og hafa þar að auki aðgang að svokallaðri „executive“ setustofu. Á 101 Hótel í miðborginni er hægt að gista í svokallaðri Juni- or Svítu sem er 45 fermetrar að stærð en fram kemur í lýs- ingu að um sé að ræða „ extra rúmgott hornherbergi með baðkari og tvískiptu útsýni yfir gamla bæinn og höfnina.“ Þar kostar nóttin 106 þúsund krónur. Þeir sem geta hugsað sér að eyða 118 þúsund krónum á nóttina í hótelgistingu geta gist í svokallaðri Deluxe svítu Icelandair Hotel Reykjavik Marina. Um er að ræða 66 fer- metra svítu með setusvæði, sófa og baðslopp. Útsýnið er að sjálfsögðu ekki af verri endanum en út um gluggann er hægt að virða fyrir sér Reykjavíkurhöfn á meðan flatmagað er í baðkerinu. Á ION Hotel við Laugaveg kostar nóttin í svokallaðri Panaromic svítu litlar 121 þúsund krónur. Svítan er svo sannarlega ekkert slor en hún er 75 fermetrar að stærð og bæði með svalir og setusvæði. Þá kemur fram í lýsingu að svítan sé með víðáttumiklu sjávarútsýni. Rýmið er hljóðeingrað og gólfið viðar- og park- etlagt. Gestir svítunnar geta slakað á í einkagufubaði og allt er innifalið, svo sem baðsloppar og inniskór.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.