Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Page 26
28 6. apríl 2018lífsstíll B irkir Karl Sigurðsson er ný- kominn heim frá Sydney, þekktustu og fjölmennustu borg Ástralíu. Þar bjó hann í eitt ár í kjölfar þess að honum var boðið að taka við þjálfun ung- mennalandsliðs Ástralíu í skák. „Ég var búinn að skrá mig í há- skólanám hér heima en þegar þetta tækifæri kom upp þá var það of gott til þess að hafna því,“ segir Birkir Karl í samtali við DV. Hann er aðeins 22 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur ferðast víða. „Faðir minn, Sigurður Bragi Guð- mundsson, hefur búið og starfað í Kína um árabil og ég heimsæki hann reglulega þangað. Af öllum þeim stöðum sem ég hef heimsótt þá stendur Sydney upp úr, þetta er stórkostleg borg,“ segir Birkir Karl. Frábærar almennings- samgöngur Meðan á dvöl hans stóð bjó Birkir Karl í úthverfi Sydney sem heitir Rhodes. Svæðið var áður undir- lagt af mengandi stóriðju en þegar uppbygging vegna Ólympíuleik- anna í Sydney árið 2000 hófst þá fóru fjárfestar að veita svæð- inu athygli og uppbygging hófst. Í dag er um afar eftirsótt svæði að ræða og Birkir Karl var sannarlega hrifinn. „Byggingarnar í Rhodes eru sérstaklega flottar og svæðið vel skipulagt. Ég bjó í mjög flottu húsi með öryggisgæslu auk að- gangs að sundlaug, rækt og spa,“ segir Birkir Karl og bætir við að allar hugsanlegir verslanir og þjónusta hafi verið innan seil- ingar. Starfsstöð hans var líka í ná- grenninu og því fór vel um hann í hverfinu. Fyrir ungan mann í blóma lífs- ins var fjarlægðin við miðbæinn þó ákveðið vandamál. „Almenn- ingssamgöngurnar eru frábærar í Sydney og því er auðveldlega hægt að komast hjá því að vera á bíl og ferðalangar ættu alls ekki að leigja bílaleigubíl þar fyrr en haldið er út fyrir Sydney. Gallinn er þó sá að lestirnar hættu að ganga á mið- nætti og því voru leigubílarnir ansi dýrir stundum um helgar,“ seg- ir Birkir Karl kíminn. Þegar hann fór út að skemmta sér varð barinn „Cafe del Mar“ yfirleitt fyrir valinu. „Hann er vel staðsettur í miðbæn- um og þar er margt fólk á mínum aldri. „Happy hour“ staðarins er geggjaður,“ segir Birkir Karl. Þá var vinsælt meðal hans og félaga hans að heimsækja spilavít- ið í Sydney, The Star. „Það er mikil upplifun að heimsækja spilavíti borgarinnar sem er ógnarstórt og glæsilegt. Það gat þó reynst hættu- legt fyrir einstaklinga með litla sjálfstjórn, eins og sjálfan mig, að skvetta í sig þar,“ segir Birkir Karl og hlær. Að hans sögn er Sydney mjög örugg borg en þó sé gott að hafa varann á. „Það búa um fimm millj- ónir manna í borginni og það ger- ist ýmislegt þarna eins og í öllum öðrum stórborgum. Ég passaði mig því vel á því að vera ekki einn á ferð að næturlagi,“ segir hann. Allir verða að smakka kengúru og krókódíl Þegar Birkir Karl er spurður hvar hann myndi helst vilja búa í Sydney þá er svarið einfalt. „Ég myndi telja að bestu svæðin væru norðurstrendurnar, annaðhvort í Mosman eða jafnvel Manly. Þessi hverfi eru alveg við borgina en einnig mjög nálægt baðströndun- um,“ segir Birkir Karl. Þar sem hann bjó einsamall úti í Sydney þá kíkti hann nokkuð reglulega á veitingastaði. „Upp- áhaldsveitingastaðurinn minn í Sydney var „Bavarian Bier Cafe“ sem er keðja með veitingastað á nokkrum stöðum í borginni. And- rúmsloftið á stöðunum var líflegt og eins og nafnið gefur til kynna þá var gott úrval af bjór á þeim. Maturinn var einnig mjög góður, ég mæli sérstaklega með „fish & chips“,“ segir Birkir Karl. Til hátíðabrigða mælir hann sérstaklega með staðnum „Meat and Wine and co“ og „Mr Wong“. „Báðir þessir staðir eru í miðbæn- um. Nautakjötið á þeim fyrri er á einhverju öðru stigi en það sem ég hef áður smakkað, sérstaklega ribeye-steikurnar. Sá síðari ein- blínir á kínverska matargerð og þar er ég á heimavelli eftir heim- sóknir mínar til föður míns. Þetta er alvöru kínverskur matur, gjör- samlega frábær,“ segir Birkir Karl. Þá segir hann að það sé nán- ast óhjákvæmilegt að smakka kengúru- og krókódílasteikur í Ástralíuheimsókn. „Það er svo- lítið eins og hvernig erlendir ferðamenn eru hvattir til að prófa lunda og hval hérna á Íslandi.  Mér fannst krókódíllinn ekkert sérstak- ur en kengúran var alveg frábær. Veitingastaðurinn „Black Bird Café“ sem staðsettur er við Darling Harbour býður upp á hvort tveggja og gerir það vel,“ segir Birkir Karl. Hann segir að Sydney sé alls ekki ódýr borg en verðlagið sé þó töluvert skárra en á Íslandi. „Bjór kostar um 700 krónur. Eins og annars staðar þá er hærra verð í miðbænum. Það eru þó mörg skemmtileg hverfi í Sydney og ef fólk getur hugsað sér að fara út fyrir miðbæinn þá er hægt að fá mat og drykk á góðu verði.“ Dýragarðurinn er skyldu- heimsókn Aðspurður hvað hann teldi nauðsynlegt að gera þegar Sydney er heimsótt þá stendur dýragarð- urinn upp úr. „Taronga Zoo er margverðlaunaður dýragarður og einn sá besti í heimi. Það eru ótrú- lega margar tegundir af dýrum í garðinum og ekki skemmir frá- bært útsýni yfir alla borgina fyr- ir,“ segir Birkir Karl. Þá segir hann að svokallað „East Coastal Walk“ sé ofarlega á listanum. „Það er æðisleg fjögurra kílómetra ganga á milli hinna ýmsu stranda, meðal annars á hina heimsfrægu Bondi- strönd,“ segir hann. Þá sé ferðin ekki fullkomnuð nema að farið sé niður á „Circular Quay“ við óperu- húsið fræga og tekin ferja sem siglir um svæðið. „ Síðan myndi ég mæla með því að fólk kíkti á íþróttaviðburð í Sydney. Ástralar eru miklir áhugamenn um íþrótt- ir og það er alltaf eitthvað í gangi, til dæmis veðreiðar og krikketleik- ir. Ég skellti mér á leik Ástralíu og Hondúras þegar heimamenn tryggðu sér farseðilinn á HM í Rússlandi. Stemmingin þar var algjörlega ólýsanleg,“ segir Birkir Karl. Hann segir að besti tím- inn til að heimsækja Sydney sé yfir sumar mánuðina, það er að segja frá desember og fram í febrúar. „Þá er veðrið frábært og létt yfir allri borginni. Það er mikið af frábærum matar- og drykkjarhátíðum í gangi og í raun og veru eitthvað skemmtilegt að gerast úti um allt,“ segir Birkir Karl. Hann segist vel geta hugsað sér að flytja aftur til Sydney. „Ég vissi lítið hvað ég var að fara út í þegar ég tók starfinu þarna og það kom mér á óvart hvað borgin var frábær. Þetta er án nokkurs vafa uppáhalds- borgin mín,“ segir Birkir Karl. n Sydney Borgin mín: Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Birkir Karl Sigurðsson bjó og starfaði í Sydney í heilt ár. Hann er heillaður af borginni. Taronga Zoo er margverðlaunaður dýragarður. Útsýnið þaðan yfir Sydney er engu líkt. Miðbær Sydney er líflegur og skemmtilegur staður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.