Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Side 32
34 umræða
Sandkorn
6. apríl 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Heimilisfang
Kringlan 4-12, 4. hæð
103 Reykjavík
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
fréttaskot
512 7070
abending@dv.is
Spurning vikunnar Hvað á að gera við Hegningarhúsið?
„Varðveita söguna. Ég hef barist fyrir verndun gamallar
borgar og byggðamyndar.“
Ólafur F. Magnússon
„Setja upp spennandi safn.“
Rita Didriksen
„Kaffihús?“
Gyða Einarsdóttir
„Af hverju ekki að breyta því í notalegt og kosí hótel?“
Daði Snær Elvarsson
Snerta ekki ljósmæður
með priki
Þögn ráðherra í tengslum við
kjarabaráttu ljósmæðra er væg
ast sagt ærandi. Ráðherrar eru
með lífsmarki enda duglegir
að hampa nýju fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar, en enginn
hefur haft það í sér að segja
opinberlega að það sé fárán
legt að hjúkrunarfræðingar
lækki í launum við að gerast
ljósmæður til að taka á móti
nýjum þegnum þessa lands.
Samninganefnd ríkisins hefur
unnið hörðum höndum við að
hundsa ljósmæður undanfarna
mánuði, það væri kannski lag
að láta ljósmæður heyra undir
kjararáð eða jafnvel undir ráð
herra sjálfan eins og kjararáð
sjálft, þá þyrfti bara eitt penna
strik til að „laga“ launin. Það er
allt betra en að vilja ekki snerta
ljósmæður með priki.
Kaldar kveðjur
til öryrkja
Fjögurra ára
áætlun ríkis
stjórnarinnar
var kynnt
með viðhöfn
í vikunni,
fálæti al
mennings
var áþreif
anlegt enda endast margra ára
áætlanir íslenskra ráðamanna
sjaldnast lengur en í nokkra
mánuði. Öryrkjar hafa lengi
barist fyrir bættum kjörum
og ljóst er að sú barátta mun
dragast á langinn. Miðað við
útgjaldaaukningu til öryrkja og
aldraðra á fjárlögum og auk
inn stjórnunarkostnað í Excel
skjölum ríkisstjórnarinnar, þá
má gera ráð fyrir fjórum árum
í viðbót af fólki á hrakhólum
á tekjum sem ná engan veg
inn upp í grunnframfærsluvið
mið stjórnvalda á meðan þeir
sem geta unnið halda áfram að
hækka í launum. Það eru kald
ar kveðjur til öryrkja.
Hvernig líður þér núna?
B
æjarfógeti í Neskaupstað árið
1979 var Þorsteinn Skúlason.
Hann er á lífi í dag. Hann fékk
það hlutverk að dæma í máli
Valbjarnar Magna Björnssonar sem
í dag gengur undir nafninu Magni
Línberg.
Magni er eltihrellir af verstu sort.
En nú eru ný gögn komin fram í mál
inu. Magni hóf að ofsækja konur fyr
ir tvítugt. Þegar hann var á tuttugasta
og fyrsta aldursári skipulagði hann
innbrot á heimili ungrar, óléttrar
konu. Magni hafði áður stundað að
gægjast á glugga hjá konum en nú
var komið að stóru stundinni. Hann
ætlaði að fá það sem hann taldi vera
sitt. Og þess vegna var hann með
band meðferðis. Unga konan var ein
af þeim fyrstu sem hann fékk á heil
ann. Í stuttu máli braust hann inn að
nóttu til á meðan eiginmaður kon
unnar var á næturvakt. Hann hrinti
konunni, settist ofan á hana og barði
hana með öskubakka í andlitið,
þrisvar sinnum hið minnsta. Síðan
reyndi hann að binda konuna.
Frelsissviptingin stóð yfir í um
klukkustund. Konan var blá og mar
in í andliti, sálin jafnaði sig aldrei.
Magni sem þá var íþróttastjarna í
bænum gerði lítið úr árásinni og
sagði stúlkuna ljúga. En stúlkan tók
þá hetjulegu ákvörðun í litlu með
virku bæjarfélagi að leggja fram
kæru.
Þorsteinn Skúlason bæjarfógeti
fékk tækifæri. Hann gat stöðvað elti
hrelli og ofbeldismann í fæðingu.
Sett alvarlegt strik í reikninginn.
Hann gat dæmt Magna í þriggja ára
fangelsi hið minnsta ef refsirammi
þess tíma er skoðaður.
En Þorsteinn ákvað að vernda
níðinginn. Bæinn sinn. Auðvitað
er ekki gott ef svona hrottalegt mál
fer á flakk og jafnvel í blöð og sjón
varp. Hver vill þá koma og vinna á
vertíð. Unga fólkið í bænum furð
aði sig á meðvirkninni, en svo hélt
lífið áfram. Magni hélt sínu striki
og hefur haldið uppteknum hætti
í 40 ár. Já, Þorsteinn fékk tækifærið
en hann taldi sanngjarnt að dæma
Magna í tveggja mánaða skilorðs
bundið fangelsi fyrir að frelsissvipta
konu, berja hana með öskubakka og
reyna binda hana á heimili hennar.
Ég velti fyrir mér hvernig Þorsteini
líði í dag með þessa stórundarlegu
ákvörðun. Hvernig líður þér núna?
Og er staðan breytt í dag? Nei, er
svarið. Magni er búsettur á Akur
eyri og leggur sig fram um að eyði
leggja líf fyrrverandi sambýliskonu
sinnar. Hann flutti í götuna hennar.
Aftur bregst samfélagið, konunni og
Magna sjálfum. Magni þarf hjálp þó
að hann sjái það ekki sjálfur. Það er
skylda samfélagsins að hjálpa þeim
báðum. Það blasir við að maðurinn
er veikur.
Það á ekki að þurfa harmleik svo
gripið verði í taumana. Það er skylda
ykkar sem hafið völdin að laga þessa
villu í kerfinu, hefta vírusinn áður en
það er of seint. Ekki seinna en í dag.
n
Leiðari
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
V
ið í Foreldrasamtökum
gegn áfengisauglýsing
um nálgumst þetta frá allt
öðru sjónarhorni, við setj
um á oddinn velferðarsjónarmið
barna og ungmenna, svo lýð
heilsusjónarmið. Ólafur segir
að áfengisauglýsingar virki ekki
og að áfengisneysla hafi auk
ist hér á landi þrátt fyrir bann við
áfengisauglýsingum. Þar skautar
hann yfir að það er búið að aug
lýsa áfengi ólöglega árum saman,
þannig að hann er í hróplegri mót
sögn við sjálfan sig. Fyrir utan það
að áfengisauglýsingar virka,
annars væru menn ekki að
auglýsa. Við erum hissa á
að fleiri brot hafi ekki ver
ið kærð því það er búinn
að vera mjög einbeittur
brotavilji hjá íslenskum og erlend
um áfengisframleiðendum.
Það er margsannað að áfeng
isauglýsingar virka eins og allar
auglýsingar, þegar Ólafur segir að
auglýsingar séu til að fá fólk til að
skipta um tegund, það eru allir fé
lagsvísindamenn búnir að hafna
þessu fyrir lifandis löngu. Enda
nefnir hann engar rannsóknir máli
sínu til stuðnings. Áfengisauglýs
ingar virka og þess vegna hefur
áfengisneysla aukist á undanförn
um árum.
Áfengisauglýsingar eiga að
vera bannaðar eins og sígarettu
auglýsingar. Það vill enginn síga
rettuauglýsingar nema þeir sem
framleiða
sígarettur.
Hags
munaaðilar tala um að það
megi allt í útlöndum, það er vit
leysa því mörg lönd eru með mjög
aðhaldssamar reglur varðandi
auglýsingar á viðkvæmum vörum
eins og áfengi. Varðandi samfé
lagsmiðla, þá má ekki birta hvað
sem er á Facebook.
Þetta er spurning um hvernig
samfélagið vill mæta velferðar
sjónarmiðum og æsku fólks. Börn
eiga rétt á að vera laus við áfengis
áróður og þeir sem eru í viðskipt
um verða að virða þær reglur
sem samfélagið hefur komið sér
saman um. Í stað þess að brjóta
þær ítrekað og komast nánast upp
með það.
Ý
msar rannsóknir hafa sýnt
fram á að áfengisauglýs
ingar auka ekki áfengis
neyslu þegar á heildina er
litið, heldur hafa fyrst og fremst
áhrif á hvaða vörumerki fólk
kaupir.
Í fyrsta lagi er það að leyfa
auglýsingarnar ekki stórt
lýðheilsumál, vegna þess
að þetta bann heldur ekki
neitt. Það er rugl að tala um
áfengisauglýsingabann á Íslandi
því það eru áfengisauglýsingar úti
um allt. Þær má finna í
tímaritum sem flutt eru
til landsins og fylla hillur
bókabúðanna. Það er
ekkert gert í því enda
erum við ekki með menn
á landamærunum eins og í
SádiArabíu til að tússa yfir
áfengisauglýsingar. Svo í seinni
tíð eru samfélagsmiðlarnir og
vefmiðlar sem eru Íslendingum
alveg jafn aðgengilegir og
íslenskir vefmiðlar.
Í öðru lagi felur bannið í
sér mismunun sem bitnar á
innlendum fjölmiðlum og
framleiðendum. Erlendu
miðlarnir fá engar sektir eins og
íslenskir miðlar sem eru taldir
hafa birt áfengisauglýsingar.
Erlendir áfengisframleiðendur
eiga auðvelt með að halda sínum
vörumerkjum að Íslendingum á
meðan innlendir framleiðendur
geta lent í sektum og málsóknum.
Minni brugghús,
sem eru vaxandi
atvinnugrein hér á landi, eru
sett í alveg ómögulega stöðu í
markaðsmálum.
Í þriðja lagi gerir íslensk
löggjöf ekki ráð fyrir að hér séu
áfengisauglýsingar þótt þær séu
úti um allt og þess vegna eru
engar reglur um hvernig þær eigi
að vera úr garði gerðar. Hvort
þær megi beinast að börnum
og unglingum o.s.frv. Við hjá
Félagi atvinnurekenda höfum
samið ítarlegar siðareglur um
áfengisauglýsingar sem okkar
félagsmenn eru tilbúnir að
undirgangast ef þetta bann verður
afnumið. Þar er t.d. bannað að
beina áfengisauglýsingum að
börnum og unglingum.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Árni Guðmundsson, form. Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum
MEð oG á MÓti ÁfengisauglÝsingar
með á móti