Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 46
48 sport 06. april 2018 K ári Árnason, kletturinn í vörn íslenska lands- liðsins, hefur í vetur spil- að í Skotlandi. Kári gekk í raðir Aberdeen síðasta sumar en þar þekkti hann vel til. Kári hafði áður leikið með félaginu og var komu hans þangað aftur mikið fagnað. Kári er 35 ára gamall og hefur átt flottan feril í atvinnu- mennsku, hann er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem heldur á heimsmeistaramótið í sumar. Varnarmaðurinn knái skor- aði eitt af mörkum Aberdeen í vikunni þegar liðið heimsótti Motherwell í skosku úrvals- deildinni. Kári skoraði markið með kollspyrnu og kom þessu sögufræga félagi yfir í 0-2 sigri. „Þetta var góður sigur fyrir okkur, Motherwell er svona lið sem spil- ar iðnaðarbolta. Við vorum betri en náðum ekki að nýta færin okkar í fyrri hálfleik. Það var fínt að ná inn einu marki fyrir liðið og hjálpa þannig til, það braut ísinn fyrir okkur og seinna markið kom strax í kjölfarið,“ sagði þessi geð- þekki leikmaður þegar við rædd- um við hann í vikunni. Stressar sig ekki yfir því að spila ekki alltaf Kári er á seinni árum ferilsins en þrátt fyrir það sýnir spila- mennska hans það ekki innan vallar. Kári hefur líklega aldrei spilað betur með landsliðinu en síðasta árið. Hann hefur þó í vetur mátt þola talsverða bekkj- arsetu hjá Aberdeen, meira en hann hefur vanist síðustu ár. „Í leiknum um síðustu helgi þá var ég ekki með, það var bara ein- faldlega þreyta eftir langt ferðalag með landsliðinu sem spilaði þar inni í. Ég náði ekki æfingu daginn fyrir leik, það var skiljanlegt að ég væri ekki að spila þá. Þetta er ekki hlutur sem ég er að stressa mig yfir, auðvitað, innst inni, vilja allir leikmenn spila alla leiki. Það er samt kannski betra fyrir mig ef ég horfi til landsliðsins að ég sé ekki að taka 45 leikja tímabil. Það er hægt að horfa á hlutina þannig og það er jákvætt, maður ætti að vera ferskur.“ Ekki göngubolti eins og á Kýpur Á 14 ára atvinnumannsferli sín- um hefur Kári farið víða en í hálft ár lék hann með Omonia á Kýp- ur áður en hann hélt aftur til Skotlands. Hann langaði í deild þar sem væri meiri samkeppni. „Það er hark í þessari deild en ástæðan fyrir því að ég kom hingað er að í deildinni er meiri samkeppni og þetta er ekki sami göngubolti og var í Kýpur. Ég vildi komast í þannig bolta en maður endist ekki mörg ár í þessu, þetta tekur sinn toll. Það er ágætt að spila ekki hvern ein- asta leik,“ sagði Kári en Aberdeen situr í öðru sæti skosku úrvals- deildarinnar, þrátt fyrir það er ör- lítill pirringur í stuðningsmönn- um liðsins. „Þeir eru pirraðir yfir því að við höfum náð í fá stig gegn Rangers og Celtic, það fer í taugarnar á þeim. Við erum samt í öðru sæti í deildinni og í undan- úrslitum bikarsins, og ef fer sem horfir er yfir litlu að kvarta.“ Samningslaus í sumar Framtíð Kára er í óvissu en hann verður samningslaus í sumar hjá Aberdeen. Hann hefur rætt við félagið um nýjan samning en vill ekki fara ítarlegra út í þá sálma. Hann á þó ekki von á öðru en að halda áfram í atvinnumennsku. „Þetta hefur aðeins verið rætt, það er samt eitthvað sem ég er ekki klár í að fara nánar út í. Ég er bara að skoða allt, þetta er eitt- hvað sem kemur í ljós þegar líð- ur á. Ég er lítið að stressa mig á þessum hlutum núna.“ Ekki neinar viðvörunarbjöllur Kári var með íslenska lands- liðinu í verkefni í lok mars og lék þá í 3-0 tapi gegn Mexíkó, fínasti leikur að hálfu Íslands en stórt tap. „Mér fannst við koma ágæt- lega úr þessu verkefni, ég spilaði fyrri leikinn við Mexíkó og eins fáránlega og það hljómar, þegar maður fer yfir leikinn, þá fannst mér við spila ágætlega en töpum samt 3-0. Fyrsta markið þeirra kemur eftir aukaspyrnu, dómur- inn var ódýr en við hefðum líka getað komið í veg fyrir þessa stöðu áður. Þeir fá svo eitt færi og komast í 2-0, það er mjög þröngt færi. Þar var það sama, það var hægt að koma í veg fyrir það með því að fylgja hlaupunum af miðj- unni eftir. Við vitum þetta og í sumar munu svona hlutir ekki gerast, þá elta menn sína menn alltaf. Þriðja markið er svo bara eins og það er, við fengum heil- mörg færi gegn Mexíkó og hefð- um getað skorað. Viðar Örn og Sverrir Ingi fá fín færi til þess að skora. Þessi leikur var ekki þess eðlis að hann eigi að kveikja á einhverjum viðvörunarbjöll- um. Það er oft sem maður lend- ir í svona leikjum, maður hugsar eftir leikinn; hvernig í veröldinni þetta gat endað 3-0? Ég spilaði ekki leikinn við Perú og get því lítið sagt um hann, það voru góð- ir og slæmir kaflar.“ Hugsar um HM á hverjum degi 66 dagar eru í fyrsta leik Ís- lands á HM þar sem liðið mun mæta Argentínu í Moskvu. Mikil spenna er fyrir því en Kári er einn af þeim sem á öruggt sæti í 23 manna hóp Heimis Hallgríms- sonar, svo lengi sem hann er heill heilsu. „Þetta er eitthvað sem maður hugsar meira og meira um, maður má samt ekki gera of mikið af því þá er hætt við að maður fari að hlífa sér og þá spil- ar maður ekki eins vel og maður getur. Það er samt ekki hægt að leyna því að maður hugsar um þetta á hverjum degi.“n Ferill Kára 2001–2004 Víkingur 2004–2006 Djurgården 2006–2009 AGF Aarhus 2009 Esbjerg (Lán) 2009–2011 Plymouth Argyle 2011–2012 Aberdeen 2012–2015 Rotherham United 2015–2017 Malmö FF 2017 Omonia 8 2017– Aberdeen Kletturinn Kári hugsar um landsliðið nKári Árnason skoraði með kollspyrnu í Skotlandi nEldist afar vel innan vallar nJákvætt að spila ekki alla leiki Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.