Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Blaðsíða 48
50 6. apríl 2018 1 kúla í höfuðið batt enda á ævi kínverska raðmorðingj-ans Yang Xinhai, 14. febrúar 2004. Yang hafði það til sakar unnið að myrða 67 manns og nauðga stórum hluta þeirra í Henan-héraði í Kína. Fórnarlömb sín barði Yang til bana með hamri.Sakamál K im Sung Jong fæddist árið 1952 í Osaka í Japan. For- eldrar hans voru kóreskir og faðir hans vann sig upp frá því að safna brotajárni í að sjá sér og sínum farborða sem leigu- bílstjóri. Hann gerði reyndar gott betur því þegar upp var staðið varð hann vellauðugur eigandi keðju keiluspilasala. Hvað sem auði föður Kims leið sótti sláttumaðurinn slyngi hann árið 1969, þegar Kim var 17 ára. Kim erfði formúu föður síns, út- skrifaðist frá Keio-háskóla með gráðu í stjórnmálafræði og lög- um. Kim fékk japanskan ríkis- borgararétt og breytti nafni sínu í Joji Obara. Síðari hluta 9. áratugar 20. ald- ar og fyrri hluta þess 10. fjárfesti Obara grimmt í fasteignum en fór flatt á þeim fjárfestingum og fyrir- tæki hans fór á hausinn. Í kjöl- far þess notaði hann fyrirtækið til peningaþvættis fyrir jakúsasam- tökin Sumiyoshi-kai. Hávaði veldur lögregluheimsókn Þann 6. júlí, 2000, barst lög- reglunni í Tókýó símtal frá fram- kvæmdastjóra  lúxusfjölbýlishúss við strendur Miura-skagans. Sagði hann að mikill hávaði hefði borist frá einni íbúðinni. Lögreglan ákvað að kanna mál- ið  og í ljós kom að eigandi íbúðar- innar var enginn annar en Obara. Eftir að hafa litast um á heimil- inu án þess að sjá nokkuð athyglisvert, ef undan eru skildir sem- entsklumpar hér og hvar, inni í íbúð- inni og við inn- ganginn og eitthvað sem virtist vera garðslanga, kvöddu lög- reglumennirnir. Rétt áður en þeir fóru spurðu þeir þó hverju sementið sætti. Obara sagðist vera að skipta um flísar og létu þeir gott heita, enda engin ástæða á þeim tímapunkti til að gruna hann um græsku. Hvarf Blackman vekur athygli Það sem var, án þess að vitneskja lægi fyrir um það enn, var að ung, bresk kona, Lucie Blackman, hafði horfið í skömmu áður. Blackman hafði áður unnið sem flugfreyja, en þegar hún hvarf vann hún sem gestgjafi í  Casablanca-nætur- klúbbnum í Roppongi, þekktu gleðihverfi í Tókýó. Hvarf Lucie Blackman varð þegar upp var staðið mikill fjölmiðlamatur, kannski ekki síst fyrir þá stað- reynd að fjölskylda hennar lofaði veglegri fjárupphæð fyrir upp- lýsingar sem varpað gætu ljósi á örlög hennar. Blackman-fjölskyldan gerði gott betur, því hún kom sér einnig upp aðstöðu í Tókýó. Þangað gat fólk hringt ef það taldi sig hafa upplýsingar og hafði fjölskyldan ráðið fjölda manns í vinnu til þess eins að svara símhringingum sem þangað bárust. Böndin berast að Obara Það var eins og við manninn mælt, innan tíðar gáfu sig fram þrjár útlenskar konur sem höfðu nán- ast sömu sögu að segja. Þær höfðu unnið á hinum ýmsu klúbbum í Roppongi og farið með vellauð- ugum kaupsýslumanni á veitinga- NíðiNgSSkapur NorNariNNar Eric Willmot hefði betur aldrei látið spá fyrir um framtíð sína Þ ann 23. desember, 1979, var maður að nafni Thom- as Gilligan á leiðinni heim til sín í Cork á Írlandi. Þar sem hann sat í gamla, lúna vöru- bílnum sínum rak hann fyrir til- viljun augun í fót sem stóð upp úr jörðinni til hliðar við veginn. Þótt Gilligan hlakkaði til að komast heim, jólin handan hornsins og kærkomin hvíld í vændum, þá stöðvaði hann vöru- bílinn og kannaði fótinn nánar.  Lögreglan látin vita Nú, fóturinn var áfastur við heilan líkama karlmanns, en Gilligan hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að losa líkamann úr drullunni. Því greip hann til þess ráðs að stökkva upp í bíl sinn, aka á næstu lögreglu- stöð og láta þá sem þar voru vita af þessum fundi. Heyrir Thomas Gilligan nú sögunni til í þessari frásögn. Eric heitinn Willmot Lögreglan náði án teljandi erfið- leika að grafa upp líkið og var það sent til nánari skoðunar. Ljóst var að ekki var langt síðan viðkom- andi gaf upp öndina. Hann hafði verið bundinn á höndum og fót- um, höfuðkúpan var brákuð, áverkar voru á mikilvægum líf- færum og rifjahylkið var í maski. Var þar kominn Eric heitinn Will- mot. Örlagaríkur spádómur Næsta verk á dagskrá var að kom- ast að því hví Eric Willmot hafði endað ævi sína niðurgrafinn á þessum stað. Eftirgrennslan lög- reglunnar leiddi í ljós að Willmot hafði mörgum árum fyrr, 1973 nánar til tekið, látið spá fyrir sér á skemmtisvæði á ónefndum stað. Sú sem það gerði hét Phoebe Brady, 43 ára kona sem einnig hafði komið sér upp smá söfnuði djöfladýrkenda. Óseðjandi í rúminu Hvort Phoebe hafi lagt á Will- mot álög, skal ósagt látið, en hann varð yfir sig ástfanginn af þessari einstæðu móður og kvæntist henni. Dóttir Pheobe hét Verren, var 27 ára og kemur lítillega við sögu síðar.  Phobe var að sögn óseðjandi kynferðislega og þar stóð hnífur- inn í kúnni því Eric Willmot gat með engu móti fullnægt þörf hennar í þeim efnum. Skammvinnt frelsi Willmot sá sinn kost vænstan að láta sig hverfa en ekki gat lengi um frjálst höfuð strokið. Með- limir í söfnuði Phoebe Brady  komust á slóð hans, gáfu hon- um yfirhalningu og drógu hann nauðugan heim til Phoebe. Í tvígang til viðbótar tókst Will- mot að flýja og í tvígang fannst hann og endaði á ný í hjónarúmi helvítis. Þremur dögum fyrir jól 1979 flúði hann í síðasta sinn og það fór sem fór. „Phobe var að sögn óseðjandi kynferðislega og þar stóð hnífurinn í kúnni því Eric Willmot gat með engu móti fullnægt þörf hennar. n Kazu, Yuji eða Koji; Obara notaði ýmis nöfn við ódæði sín n Byrlaði fórnarlömbum sínum ólyfjan„ Í september, 2000, dró til tíðinda þegar fleiri konur báru Obara þeim sökum að hann hefði nauðgað þeim og hann var handtekinn í október. Svæfði koNur og Svívirti Joji Obara Fékk lífstíðardóm fyrir glæpi sína. Stórt klámmyndasafn Á heimili Obaras fundust 4.000–5.000 myndbönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.