Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 55
KYNNING Ný nuddstofa og magadans- stúdíó að Ármúla 40 Fólk vissi lítið um magadans þegar ég byrjaði að kenna hann hér, en í dag er hann miklu vinsælli og Íslendingar kunna að meta þessa list. Ég hef upplifað í gegnum þetta starf að Íslendingar eru bæði blóðheitari og hjartahlýrri en þeir virðast. Stundum eruð þið dálítið stíf en þegar maður hreyfir við ykkur og leiðbeinir ykkur þá finnið þið Íslendingar taktinn. Þið eruð líka yndislegt fólk og mér líður hvergi betur en hér,“ segir Josy Zareen sem hefur kennt íslenskum konum magadans alveg frá alda- mótum. Josy er frá Brasilíu og byrjaði að æfa magadans þegar hún var 13 ára. Hún dansar og kennir tignarlega útgáfu af magadansinum sem þróuð var í Egyptalandi en Josy dvaldist lengi í Kaíró og lærði magadans þar. Að sögn hennar eru munúðar- fyllri útgáfur dansins tíðkað- ar í Tyrklandi. Josy byrjaði að kenna Íslendingum magadans árið 2000 og árið 2003 fór hún með leikkonunni vinsælu Helgu Braga um landið og þær kenndu víðs vegar þessa heillandi, austurlensku fótamennt. Í dag er magadans orðinn að vinsælli íþrótt og listgrein. Kennir Josy konum á öllum aldri magadans, alveg frá fjögurra ára stúlkum upp í aldraðar konur. Magadans og nudd eru góð blanda Josy hefur nú opnað nýtt og glæsilegt magadansstúdíó og nuddstofu að Ármúla 40. Nuddararnir á stofunni eru frá ýmsum löndum, Taílandi, Brasilíu, Kúbu, Venesúela og einn frá Íslandi. 80% við- skiptavina nuddstofunnar eru karlmenn en vefsíða nudd- stofunnar er www.costa- verde.is. Að sögn Josy finnst mörgum konum frábært að sameina nuddtíma og magadanstíma og þær fara endurnærðar í burtu. Einnig er staðurinn frábær vettvangur fyrir gæsa- og steggjapartí þar sem þokka- fullur dansinn setur sinn blæ á stemninguna. „Á meðan meirihluti þeirra sem koma hingað í nudd eru karlmenn eru nær allir nemendurnir í magadansi konur. Í hreinskilni sagt þá er magadans fyrir konur. Hann er hins vegar fyrir konur á öll- um aldri, af öllum húðlit og af öllum stærðum,“ segir Josy og að hennar sögn er það mikill misskilningur að magadans sé bara fyrir grannar kon- ur með sléttan maga, hann hentar öllum konum. Josy fræðir okkur einnig um að magadans sé afar hollur og heppilegur fyr- ir ófrískar konur til að örva samdráttarhreyfingar. Einnig er hann mjög góð hreyfing fyrir konur eftir barnsburð til að endurheimta þrótt í líkamann. Auk magadansins kennir Josy einnig jóga, burlesque- dans, zumba, Brazil Dance Fit og Hawaiian-dans frá Tahítí. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni magadans.is og í síma 7742345. Josy Zareen - magadans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.