Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 60
62 6. apríl 2018 Magnaðar óbirtar myndir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum D aníel Guðmundsson var áhugaljósmyndari og vörubílstjóri í Vestmanna­ eyjum þar sem hann bjó með konu sinni, Mörtu Hjartar­ dóttur, fram að gosi 1973. Hjón­ in fluttu, eins og svo margir Eyja­ menn, til Þorlákshafnar eftir gos og voru þar næstu árin. Seinna fluttu þau til Reykjavíkur. Daníel féll frá þann 17. júlí 1996 en Marta er enn á lífi. Barnabarn þeirra hjóna, Óðinn Yngvason, smitaðist af bakteríunni og hefur vakið athygli fyrir sína myndasmíð. Þá hefur Óðinn verið að framkalla og birta myndir afa síns á samfélagsmiðlum við góðar undirtektir. „Hann var iðinn með mynda­ vélina á ferðum sínum með fjöl­ skyldunni, en eftir gos þá held ég að hann bara hætti að mynda, eða gerði afar lítið af því,“ segir Óð­ inn. „Hann þekkti fólk úti um all­ ar trissur eins og sagt er, og man ég sem krakki þegar ég var með hon­ um í litla Land Cruiser­jeppanum á þeysingi út um allar sveitir. Lengi vel þá átti hann lítinn kindakofa og sumarhús rétt utan við Þorláks­ höfn.“ Daníel keyrði daglega til og frá Reykjavík til Þorlákshafnar að heilsa upp á skepnurnar. „Ég gæti trúað að ég hafi svo fengið bakteríuna frá afa, en mamma og faðir minn sálugi voru einnig alltaf dugleg að mynda alls kyns ferðalög. Ég eftir mér sem smápjakk að stelast í myndavél­ arnar hjá foreldrum mínum og klára filmurnar, eða smella af flasskubbunum, þeim til lítillar ánægju,“ segir Daníel glettinn, en hann tekur oft myndir á eldri vélar og framkallar sjálfur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Óðinn kemur fram í fjölmiðlum. „Eitt sinn keypti ég gamla Kodak Brownie Six­20 mynda­ vél í Góða hirðinum, og er ég kom heim þá sá ég að í vélinni var full átekin filma,“ segir Óðinn. Hann  Fékk bakteríuna frá afa  Hætti að mynda eftir gos  Keypti gamla filmuvél í Góða hirðinum framkallaði filmuna, deildi mynd­ unum á Facebook og auglýsti eftir fólkinu og komst í kjölfarið í sam­ band við ættingja. Óðinn gaf DV góðfúslegt leyfi til að birta mynd­ ir Daníels, afa hans frá eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973. Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.