Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Qupperneq 62
64 6. apríl 2018 Mýtur um næringu sem þú ættir alls ekki að trúa Á hverjum degi dynja á okkur ýmsar misgáfulegar fullyrðingar um hreyfingu, mataræði, næringu og þyngdartap. Ljóst er að margar þessara fullyrðinga eiga rétt á sér á meðan aðra eru hrein og klár þvæla. Vefritið Business Insider leitaði til nokkurra næringar- fræðinga um algengar mýtur varðandi næringu sem fólk ætti alls ekki að trúa. 1. Kolvetni eru óvinur númer eitt Þessu er stundum haldið fram en rétt skal vera rétt. Kolvetnasnautt mataræði getur vissulega hjálpað þér að léttast hraðar en ella og þeir sem til dæmis þjást af sykursýki þurfa að takmarka neyslu á viss- um kolvetnum; fæða með lágan sykurstuðul getur lækkað hættuna á sykursýki af tegund 2 og bætt sykurstjórnun hjá þeim sem þjást af sykursýki. Almennt eru kolvetni talin mikilvægur orkugjafi. „Ein stærsta mýt- an hvað varðar næringu í dag er að kolvetni séu óvinur og þar af leið- andi eigi að forðast þau,“ segir næringarfræðingurinn Lauren Artise. Hún segir að neyslu kolvetna megi líkja við að setja bensín á bílinn. Af sömu ástæðu og þú vilt ekki að bíllinn verði bensínlaus viltu ekki ganga um of á kolvetnabirgðir líkamans. Lauren bendir á að til séu mismunandi kolvetni. Hún mælir með því að fólk neyti flókinna kolvetna; korns og trefja til dæmis en haldi sig frekar frá einföldum kolvetnum; til dæmis matvælum sem inni- halda viðbættan sykur. 3. Kúamjólk er ekki fyrir fólk Sumir neytendur eru farnir að forðast mjólkurvörur, til dæmis mjólkina sem á að vera svo góð fyrir bein, eins og hvítan sykur eða unnar kjötvörur. Rökin eru oft á þá leið að við séum með mjólkuróþol eða að líkami okkar hafi ekki verið gerður fyrir neyslu á kúamjólk. Ef þú ert ekki með raunverulegt fæðuofnæmi eða fæðu- óþol er engin ástæða til að forðast neyslu á mjólk. Næringarfræðingurinn Anne Danahy segir að fólki sé vissulega í sjálfsvald sett hvort það neyti mjólkur – staðreyndin sé sú að fólk þurfi ekkert endilega á henni að halda. Hún bendir á að mjólkin sé samt nær- ingarrík og neysla margra mjólkurafurða, jógúrtar sem dæmi, hafi heilsufarslegan ávinning í för með sér. En getum við ekki alveg eins notað mjólk úr plönturíkinu? Soja-, hrísgrjóna- eða möndlumjólk? Anne segir að plöntumjólkin sé í eðli sínu ágæt en hún komi þó ekki í stað kúamjólkur sem inniheldur hágæðaprótín, náttúrulegt kalk og mörg vítamín og steinefni. 4. Sykurlausar vörur stuðla að þyngdartapi „Ég er að hugsa um að fá mér Pepsi Max eða Coke Zero því það inni- heldur ekki sykur eins og venjulegt Pepsi eða kók.“ Það hafa eflaust margir hugsað þetta þegar þeir eru úti í búð og um leið að hugsa um línurnar. Staðreyndin er sú að svokallaðar „Diet“-vörur eða sykurlausar vörur hafa þveröfug áhrif en stundum er haldið fram. Þessar vörur innihalda vissulega ekki sykur, eða mjög lítinn sykur, en þær inni- halda þó ýmis efni sem eru ekki endilega mjög góð fyrir líkamann, sætuefni þar á meðal. Rannsóknir hafa gefið til kynna að sætuefni ýti undir þyngdaraukningu, segir næringarfræðingurinn Heather Wolf. Hún bendir á að einn sopi af diet-drykk komi af stað atburða- rás í líkamanum sem er ekki mjög heppileg. Til dæmis kemur ójafn- vægi á blóðsykurinn og sykurlöngunin verður meiri en ella. Þetta geti, þvert á það sem margir halda, ýtt undir þyngdaraukningu. 5. Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins Fyrir suma jaðrar það við guðlast að borða ekki morgunmat. Á undanförnum árum hafa okkur þó borist misvísandi upplýsingar um mikilvægi þess að borða morgunmat og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Sumir telja sig þurfa að borða morgun- mat; þeir vakna sársvangir á meðan aðr- ir hafa hreint enga lyst fyrr en í hádeg- inu í fyrsta lagi. Næringarfræðingurinn Maya Nahra segir að fólk eigi ekki að elta neina tískustrauma í þessum efnum. Þeir sem telji sig þurfa að borða morgunmat eigi að gera það en hinir geti sleppt því. „Borðaðu þegar þú ert svangur og hættu þegar þú ert saddur,“ segir hún og bend- ir á að morgunmaturinn sé ekkert mikil- vægari en aðrar máltíðir. „Við fáum ýms- ar upplýsingar um það hvenær við eigum að borða og hvenær við eigum ekki að borða. Það er enginn betur til þess fall- inn en þú til að meta hvenær þú þarft að borða og hvenær ekki.“ 2. Það er betra að léttast hratt Fólk hefur tilhneigingu til að hrósa þeim sem léttast mjög hratt. Hver myndi ekki vilja fá líkama eins og undirfatafyrirsæta á einni viku? Sannleikurinn er sá að þyngdartap á mjög skömmum tíma er eins og að pissa í skóinn sinn. „Ef ákveðið mataræði, fæðutegund eða loforð tískufyrirbæris um mjög hratt þyngdartap hljómar of gott til að vera satt þá er raunveruleikinn yfirleitt sá,“ segir Artise. Hún bætir við að jafnvel þótt við náum markmiðinu lærum við aldrei að nota þær aðferðir sem þurfi til að viðhalda þyngdartapinu. Þess vegna föllum við oft aftur í sama farið. Næringarfræðingurinn Au- brey Uhling tekur undir þetta. „Það er mikilvægt að muna að þú þyngist ekki á einni nóttu.“ Hvetur hún fólk til að sýna þolinmæði og minnka ekki neyslu hitaeininga um of. Fínt viðmið sé að léttast um hálft til eitt kíló á viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.