Dagblaðið Vísir - DV - 06.04.2018, Síða 66
68 fólk 6. apríl 2018
„Þú mátt alveg borða kókó puffs heima hjá mér í fyrramálið “
Hvað halda margir um þig sem er alls
ekki satt? Að ég sé voða góður.
Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf
spilað um leið og þú gengir inn í herbergi,
allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Lagið Hveitibjörn með Stuðmönnum er
klárlega lagið sem ég myndi vilja hafa. Það
er sjúklega töff lag. Það er eitt af lögunum í
söngleiknum Slá í gegn sem verið er að sýna
í Þjóðleikhúsinu.
Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu,
undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Energí og trú með Stuðmönnum. Það er svo
frábært lag. Það er einmitt í söngleiknum
Slá í gegn sem er verið að sýna í Þjóðleik-
húsinu núna og geggjaður dans við það lag.
Hvað ætti ævisagan þín að heita? Fyrsta
bindið ætti að heita Draumar geta ræst.
Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Three Amigos, Stella í orlofi og Með allt á
hreinu.
Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Slá í gegn sem er sýnt núna í Þjóðleikhúsinu.
Sirkussöngleikur með lögum Stuðmanna.
Sjúklega fyndið og skemmtilegt!
Borðarðu mat sem er kominn fram yfir
síðasta söludag? Já, ef augun og nefið
segja að það sé í lagi.
Heilsarðu frægum Íslendingum úti á
götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu-
lega? Að sjálfsögðu. Ég heilsa nú yfirleitt
öllum, bara. En frægir þekkjast það er bara
svoleiðis. Ég nikka svona og segi: „Sæll
kollegi.“
Hver er fyndnasta „pick-up“ línan sem
þú hefur heyrt? „Þú mátt alveg borða kókó
puffs heima hjá mér í fyrramálið.“
Um hvað varstu alveg viss þangað til þú
komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Að Kúst og fæjó færi í Eurovision! Ég var alveg
pottþéttur á því!
Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi
að breyta í söngleik? Three Amigos.
Hvað er framundan um helgina?
Ég er að fara að leika í Slá í gegn í Þjóð-
leikhúsinu, sirkussöngleik með lögum
Stuðmanna. Ég ætla að stökkva inn í
sýninguna fyrir Hilmi Snæ og Baldur Trausta
sem skipta með sér hlutverki Frímanns flug-
kappa. Þeir eru báðir uppteknir í öðru í leik-
húsinu enda Þjóðleikhúsið gjörsamlega að
blómstra þessa dagana. Svo á laugardaginn
ætla ég að vera í leikhúsinu og hjálpa til við
prufur sem eru í gangi fyrir Ronju ræningja-
dóttur sem verður á sviðinu næsta vetur.
Á sunnudaginn á ég svo AFMÆLI og ætla
að eyða deginum með konunni minni og
börnunum okkar. Gera eitthvað ofboðslega
skemmtilegt saman.
Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Gleðja og gleðjast.
Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Klór í krítartöflu.
Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Fljúgðu með Stuðmönnum sem er einmitt
eitt af lögunum í Slá í gegn sem verið er að
sýna í Þjóðleikhúsinu.
Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við
þyrftum að breyta? Stuðland, við íbúarnir
værum Stuðmenn.
Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu
vilja eiga sem vin? Guffa.
Ef þú kæmir einn daginn heim úr
vinnunni og þar væri enginn nema Geir
Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í
lögregluna?
Mér myndi örugglega bregða. Svo myndi
ég örugglega segja:„Geir? Hvað ert þú að
gera hér?“ Hann myndi þá væntanlega
svara. Svo myndi ég segja: „Á ég að hringja
á lögregluna?“ Ég myndi svo væntanlega
meta næstu skref eftir það … sjá hverju
hann myndi svara og svona. Af því kannski
var þetta bara algjör misskilningur eða bara
eitthvert grín. Þú veist. Maður veit aldrei
með Geir. Hann er lúmskur.
Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á
klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
66°Norður! Alltaf! Engin spurning!
Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5
ár? Að veipa!
Leikarinn og ljúflingurinn Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói eins og við
þekkjum hann best, hefur svo sannarlega slegið í gegn á leiksviðinu og í
hláturstaugum landsmanna. Sýningin Slá í gegn, sem byggð er á lögum
Stuðmanna, er nú sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu, en Gói skrifar
handrit og leikstýrir. Í önnum og afmælisundirbúningi gaf Gói sér tíma til
að sýna lesendum DV á sér hina hliðina.
hin hliðin
Guðjón Davíð Karlsson leikari
Syngur táknmálsútgáfu
af Eurovision-laginu
Á
slaug Ýr
Hjartar
dóttir er
21 árs við
skiptafræðinemi
við Háskóla Ís
lands. Hún er með
samþætta sjón og
heyrnarskerðingu.
Hún talar bæði ís
lensku og íslenskt
táknmál. Áslaug Ýr
hefur áhuga á cross
fit, bókmenntum,
ferðalögum og að
kynnast nýjum tungumálum, fólki
og menningu. Hún hefur einnig mik
inn áhuga á ritstörfum og gaf sjálf út
bók þegar hún var 15 ára. Þessa dag
ana ritstýrir hún Röskvu og heldur úti
bloggsíðunni slaugaslamm.blogspot.
is. Áslaug vill leggja sitt af mörkum í
réttindabaráttu ungs, fatlaðs fólks og
er í stjórn Fjólu, félags fólks með sam
þætta sjón og heyrnarskerðingu.
Rosalegur Eurovision-aðdáandi
Áslaug Ýr hefur verið
mikill Eurovisionaðdáandi frá því
hún man eftir sér. Hún fylgdist með
Söngvakeppninni í ár og átti erfitt
með að gera upp við sig hvort lagið í
úrslitunum stóð upp úr.
„Eftir að úrslitin voru tilkynnt sat
ég eftir í sófanum og hugsaði með
mér hvað ég hlakkaði til að sjá tákn
málsþýðingu á laginu, enda textinn
mjög þéttur og skrautlegur. En af
eigin raun vissi ég að það gæti orðið
löng bið eftir þýðingunni. Þannig
kviknaði sú hugmynd að þýða lagið
bara sjálf. Af hverju ekki?“ segir Ás
laug Ýr.
Áslaug elskar tónlist en segist vera
eins laglaus og hugsast getur. „Ég er
hræðileg söngkona þegar kemur að
raddmáli. Hins vegar hef ég litla sem
enga reynslu af táknmálssöng, en sá
í hendi mér að þar gæti ég orðið eitt
hvað annað en hávær hani á priki. Ég
er nefnilega heyrnarlaus, og íslenskt
táknmál er mitt annað mál á eftir ís
lensku,“ segir Áslaug Ýr.
Í kjölfarið hafði hún samband
við konu sem hún þekkir sem hafði
mikla reynslu sem táknmálssöng
kona.
„Fyrr en varði var ég búin að
túlka lagið yfir á alþjóðlegt tákn
mál og gera alla vitlausa á heimil
inu, eina ferðina enn, með því að
spila Our Choice mjög hátt aftur og
aftur.“
Ævintýraleg myndbandsgerð
Myndbandið var tekið upp á sólrík
um mánudegi í Elliðarárdal og fékk
Áslaug nokkra vini sína til að hjálpa
sér við upptöku þess.
„Við vorum lengi að leita að
hinum fullkomna tökustað. Fyr
ir utan að flest trén voru nakin og
dauð þá komst hjólastóllinn ekki
alls staðar að. Á endanum ákváð
um við að henda okkur bara beint í
djúpu laugina og fara í torfæruleið
angur inn í skóginn þar sem við
fundum loks draumastaðinn.“
Eftir að draumastaðurinn
var fundinn gekk upptakan ekki
áreynslulaust fyrir sig, en Áslaug
átti erfitt með að heyra lagið sem
var spilað í öðrum síma. Áslaug er
með heyrnartæki á öðru eyra og
heyrir eitthvað með því. Málinu var
reddað með því að vinkona hennar
söng lagið fyrir hana nógu hátt svo
hún heyrði.
„Þannig náði ég loksins að
syngja lagið almennilega, þarna
í lynginu úti í skógi á sólskinsdegi
með allt heimagerða tökudótið og
frábæra teymið mitt.“ n
Hægt er að horfa á myndbandið á DV.is.
Hver er
hún
n Meðal
vinsælustu
snappara landsins
með um 16 þúsund
fylgjendur
n Stundum kölluð Pony
n Lék annað aðalhlutverkið í
spennumyndinni Týndu stelpurnar
n Tók þátt í Söngvakeppni
Sjónvarpsins og söng þar dúett
n Gæðastjóri hjá fjölmiðlafyrirtækinu
Áttunni þar til í apríl 2018
SVaR: Sonja RUt ValDin
lítt þekkt ættartengsl
Stökkbreyttar
ofurkonur
Á
dögunum sýndi Stöð 2
heimildamyndina „Þegar
vitlaust er gefið“ sem
fjallar um íslenskar konur
sem greinst hafa með BRCA
stökkbreytinguna sem getur
valdið krabbameini.
Ein af þeim konum sem var
rætt við í myndinni var Bjarney
Bjarnadóttir, íþróttafræðingur
og kennari, sem er 37 ára gömul.
Bjarney ræddi um ákvörðun
sína og greindi frá því að
ættarsaga hennar væri þannig
að líkur væru á því að hún fengi
krabbamein. Amma hennar
og tvær systur hennar létust af
þeim sökum og móðir hennar og
tvö systkini reyndust vera með
stökkbreytinguna.
Ein af þeim er systir Bjarneyjar,
Hulda Bjarnadóttir, forstöðumaður
þróunarsviðs Árvakurs. Hulda
steig fram á forsíðu tímaritsins
MAN í febrúar 2017 og ræddi þá
ákvörðun sína að gangast undir
títtnefnda aðgerð. Henni voru
gefnar 50 til 90 prósenta líkur á því
að fá brjóstakrabbamein og því
sagði hún að ákvörðunin hefði ekki
verið erfið.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir,
oddviti
Viðreisnar í
Reykjavík
Hulda steig fram í tímaritinu MAN í
febrúar í fyrra og lýsti því hvernig hún
komst að sömu niðurstöðu og systir sín.