Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 4
Þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skilaboð út í samfélagið. Hallgrímur Kristinsson, formaður FRÍSK AÐALFUNDUR Aðalfundur Alzheimersamtakanna verður haldinn miðvikudaginn 9. maí 2018 í Hásal, Hátúni 10 og hefst hann kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Vakin er athygli á að samkvæmt lögum Alzheimersamtakanna hafa þeir einir rétt til að sitja aðalfund sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins árs. Stjórnin Tölur vikunnar 15.04.2018 Til 21.04.2018 7 hafa strokið úr íslenskum fangelsum undanfarinn áratug. Stroku- fangarnir hafa allir komið í leitirnar, oftast eftir skamma leit. 10% var hlutdeild lággjaldaflugfélaga á Atlantshafsmarkaðinum á síðasta ári. 21 starfsmaður Seðla- bankans starfaði í gjaldeyriseftir- liti bankans í lok síðasta árs. Það er tveimur fleiri en starfa á sviði hagfræði og peningastefnu. 16,5 starfandi fólks á vinnumarkaði voru í fyrra innflytjendur. Hlutfall innflytj- enda á vinnumark- aði hefur aldrei verið hærra. 709 voru í febrúar á biðlista eftir gervilið í hné. 36 árekstrar við fugla urðu á flugvallar- svæðum Isavia í fyrra. Þrjú í fréttum Hjúkrun, járn og drykkja Gísli Kort Kristófersson lektor í hjúkrunarfræði segir að hér sé eitt lægsta hlutfall karla í heimin- um í hjúkrun. Finna þurfi út úr því hvers vegna karlar sæki sér ekki menntun í hjúkrun en aðeins 19 karlar nema nú hjúkrunar- fræði við íslenska háskóla. Félag hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að greiða skólagjöld karla í hjúkr- unarfræði. Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði sagði að hvalveiðar væru væntanlega ein umdeildasta leiðin sem hægt væri að fara til að bæta járnskort. Hún kvaðst þó ekki ætla að dæma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, sagði skipaflota sinn fara til veiða að nýju í sumar. Til stæði að þróa járnríkt fæðubótarefni úr lang- reyðarkjöti. Guðmundur Sævar Sævarsson hjúkrunardeildar- stjóri ákvað eftir drykkjulæti og kynferðis- lega áreitni gegn konum í þingveislu að gefa eftir stöðu sína sem varaþingmaður Flokks fólksins og einbeita sér að því að takast á við áfengisvanda sinn. Hann kvaðst hafa drukkið úr hófi í matarboði á vegum forseta Alþingis og hagað sér ósæmilega. „Á því hef ég beðið innilegrar afsökunar,“ lýsti hann yfir. bruni Eldsupptökin í húsnæði Icewear og Geymslna í Miðhrauni 4 í Garðabæ voru í rafmagns- tenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðu rannsóknar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Eldur kviknaði í húsinu að morgni fimmtudagsins 5. apríl síðastliðins og réð slökkvilið nið- urlögum eldsins, sem var umfangs- mikill. Mikinn reyk lagði frá hús- inu og er það gjörónýtt. Gríðarlegt tjón varð í brunanum en margir sem geymdu muni hjá Geymslum misstu eigur sínar. Fjöldi var viðstaddur til þess að fylgjast með eldsvoðanum og sáu margir á eftir persónulegum munum sem geymdir voru hjá fyrirtækinu Geymslum. Rannsókn lögreglu hefur staðið yfir frá því föstudaginn 6. apríl, degi eftir að eldurinn var slökktur. – dfb Elds upp tökin í raf magns tenglum Gríðarlegt tjón varð í brunanum í Miðhrauni. Fréttablaðið/anton brink Dómsmál Landsréttur staðfesti í gær þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni sem deildi tveimur þáttum af Biggest Loser á síðunni deildu.net. Þá var mann- inum gert að greiða allan áfrýjunar- kostnað málsins, 945.358 krónur. Landsréttur staðfesti aukinheldur að ákærði sætti upptöku á fartölvu sinni en öfugt við Héraðsdóm Reykjaness sýknaði Landsréttur manninn af kröfu ákæruvalds um upptöku turntölvu. Hallgrímur Kristinsson, formaður Félags rétthafa í sjónvarpi og kvik- myndum (FRÍSK), segir að þess væri óskandi að ekki þyrfti að fara þessa leið, „en staðreyndin er sú að við þurfum það“. „Við vonumst til að setja fordæmi með slíkum dómum. Nú tek ég fram að ég hef ekki kynnt mér dóminn. En þegar dómar nást í svona málum sendir það auðvitað ákveðin skila- boð út í samfélagið,“ segir Hall- grímur og bætir því við að skilaboðin séu þau að brot sem þessi séu ekki eðlileg, ekki í lagi. Hallgrímur segir baráttu FRÍSK gegn brotum sem þessum þrískipta. „Við höfum viljað komast með höf- undarréttarfræðslu inn í skólakerfið þannig að krakkarnir gerðu sér grein fyrir því hvað höfundarréttur snýst um. Við höfum verið í viðræðum við aðila, meðal annars ráðuneytin, í tengslum við það.“ Í öðru lagi þurfi að vera til löglegar leiðir svo fólki finnist það ekki þurfa að fara ólöglegu leiðina. „Eins og var nákvæmlega í þessu tilviki. Þarna var verið að taka úr löglegri þjónustu. Efni sem var nota bene framleitt af Íslendingum fyrir íslenskt fé og skap- aði íslensk störf.“ Og svo þurfi að leita á náðir dóms- kerfisins þegar fólk lætur ekki segj- ast. Hallgrímur fagnar því jafnframt að lögreglan hafi tekið málið til rannsóknar á sínum tíma. Málið hafi verið unnið hratt og vel. „Það hefur ekki alltaf verið þannig með yfirvöld en í þessu tilviki gerðu þeir það.“ Skjárinn kærði málið til lögreglu í febrúar 2014. Maðurinn neitaði sök í málinu frá upphafi. Játaði því að hafa tekið upp þættina en hafn- aði því að hafa deilt þeim á netinu. Þá hafnaði hann því jafnframt að tengjast notandanafninu Wikipedia, en sá notandi deildi þættinum með notendum deildu.net. Maðurinn kvaðst hafa vistað þættina á flakkara sem hann hafi síðan lánað félögum sínum í AA-samtökunum. Að auki hafi einhver mögulega getað komist í opna tölvu hans í skólanum. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að sérstök torrentskrá, notuð til að hala niður efni, hefði verið búin til í tölvu mannsins klukk- an 22.42, 2. febrúar 2014. Klukkan 22.47 var skránni síðan hlaðið inn á deildu.net. thorgnyr@frettabladid.is Ill nauðsyn að sækja fólk til saka segir formaður FRÍSK Formaður FRÍSK segir dóm yfir manni sem deildi Biggest Loser á deildu.net senda skilaboð um að höfund- arréttarbrot séu ekki í lagi. Þess væri óskandi að það þyrfti ekki að nota dómskerfið en veruleikinn sé ein- faldlega sá að þess þurfi. Landsréttur staðfesti þrjátíu daga skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manninum. Þáttunum var hlaðið upp á deildu.net þaðan sem rúmlega 10.000 sóttu hvorn þáttinn. Fréttablaðið/Valli 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -D 4 E 4 1 F 8 3 -D 3 A 8 1 F 8 3 -D 2 6 C 1 F 8 3 -D 1 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.