Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 78
Árið er 2012. Jyoti Singh Pandey, 23 ára sjúkra-þjálfaranemi, er á leið heim með kærasta sínum, Awindra Pra-tap Pandey, eftir að þau höfðu farið saman í bíó að horfa á Ang Lee myndina Life of Pi í Delhi. Þau stíga um borð í lítinn einkastrætó. Sex karlmenn, bílstjórinn þar með talinn, eru í bílnum. Bíllinn keyrir ekki eftir sinni venju- legu leið. Dyrunum er læst og hinir far- þegarnir tala niður til þeirra. Awindra lætur ekki bjóða sér áreitnina og slags- mál brjótast út. Farþegarnir fimm rota hann með járnstöng. Næst ráðast þeir að Jyoti og yfir- buga. Þeir draga hana aftast í bílinn, lemja hana með járnstönginni og nauðga henni. Síðar er þeim kastað út úr bílnum. Þrettán dögum síðar lætur Jyoti lífið af sárum sínum. Einn gerandi lætur lífið meðan á réttarhöldum stendur, fjórir eru dæmdir til hengingar og sá síðasti, sem var undir lögaldri, fær þriggja ára dóm. Árið er 2018. Það er 17. janúar. Asifa Bano, átta ára stelpa, finnst látin úti í skógi í Kathua í Jammu- og Kasmír- ríki. Asifa var úr hirðingjasamfélagi, múslimi. Hún hafði farið að gefa hest- unum en kom ekki aftur heim. Miklir áverkar eru á líkinu. Á næstu vikum leiðir rannsókn lög- reglu í ljós að átta karlmenn, meðal annars fjórir lögreglumenn, höfðu byrlað henni ólyfjan, flutt í yfirgefið musteri og þar nauðgað henni og misþyrmt í viku áður en þeir grýttu hana til dauða. Réttarhöld yfir átta meintum gerendum hófust í vikunni. Nærri helmingur þolenda börn Þrátt fyrir að öflug mótmæli hafi brot- ist út í kjölfar hópnauðgunarinnar og morðsins 2012 og þrátt fyrir að lög- gjöf, ætlað að vernda konur, hafi verið innleidd eftir árásina, eru glæpir sem þessir enn tíðir á Indlandi. Samkvæmt rannsókn Human Rights Watch sem birt var fyrir ára- mót lenda konur og stúlkur úr lægri stéttum hins indverska stéttakerfis iðulega í því að hástéttafólk og lög- reglumenn þrýsti á þær að kæra ekki. Þolendur fá jafnframt lítinn stuðning. Í viðtali við The Guardian sagði Vrinda Grover, hæstaréttarlög- fræðingur sem sérhæfir sig í mála- flokknum, að þrátt fyrir að baráttan væri afar erfið gæfust konur ekki upp. Sakfellingum hefði fjölgað um fjörutíu prósent frá 2012 til 2015. En tölfræðin er, eins og víða, ófull- komin. Samkvæmt rannsókn Ramal- ingam Shanmugam frá árinu 2013 tilkynna þolendur um óvenju fáar nauðganir til lögreglu. Þótti rann- sakandanum ljóst að það væri vegna kúgunarmenningar. Samkvæmt rannsókn félagsfræð- ingsins Aashish Gupta sem The Hindu birti árið 2014 er talið að einungis sé tilkynnt um fimm af hverjum hundrað nauðgunum. Þá eru rúmlega fjörutíu prósent fórnarlamba sem tilkynnt er um stelpur undir lögaldri. Það eru hins vegar hópnauðganir sem vekja mesta athygli. Tíðni þeirra er há og er þá einna helst herjað á minnihlutahópa og lægri stéttir. Talað hefur verið um að nauðgunarkrísa ríki á Indlandi allt frá árásinni á Jyoti Singh Pandey, jafnvel lengur, og sú krísa virð- ist ekki ætla að taka enda. Fjölmiðlar þreyttir Hið hrottalega mál þessarar átta ára gömlu hirðingjastúlku hefur leitt af sér nýja öldu fjöldamótmæla meðal Indverja, bæði í heimalandinu og utan landsteinanna. BBC fjallaði um að málið hefði fyrst vakið þjóðarathygli nú í apríl, mán- uðum eftir líkfundinn. Vikum eftir að samtök þjóðernissinnaðra hindúa mótmæltu handtöku grunaðra, sem sjálfir eru hindúar. Þá benti miðillinn á að mótmælin nú væru mun mildari, hófstilltari en mótmælin árið 2012. Blaðamaður BBC útskýrir þessi seinu viðbrögð á þann hátt að lítið sé fjallað um Kasmír án þess að verið sé að fjalla um þjóðaröryggismál. Jafnvel gæti það verið hluti ástæðunnar að ríkisfjölmiðlar, sem hindúar stýra, vilji síður fjalla um ofbeldisglæpi hindúa. Sameer Yasir, sjálfstæður blaða- maður í Srinagar, sumarhöfuðborg Jammu og Kasmír, sagði við BBC að í ljósi tíðra hópnauðgana og annarra hrottalegra ofbeldisglæpa væri ekki litið á mál Asifu sem stórt fréttamál. Undir það tók félagsfræðiprófessorinn Shiv Visvanathan. Réttlæti fyrir Asifu Tugir þúsunda hafa mótmælt í kjöl- far líkfundarins, krafan er #Réttlæti- fyrirAsifu og stúlkur óttast að þær séu næstar í röðinni. Mótmælin beinast einna helst gegn viðvarandi nauðg- unarmenningu og meintri linkind stjórnvalda. Þá hafa mótmælendur einnig bent á að Asifa hafi ekki bara verið drepin vegna kyns síns, trúin hafi leikið stórt hlutverk. Deepa Narayan, rithöfundur og mótmælandi, sagði í viðtali við CBC fyrr í mánuðinum að sterk undir- alda múslimahaturs væri í indversku samfélagi. Meintir gerendur í þessu máli hafi allir verið hindúar og að þjóðernishyggjusamtök sem kölluðu sig Hindu Ekta Manch hafi mótmælt handtöku þeirra harðlega. Aðspurð um hvernig það væri að sjá glæpi sem þessa framda ítrekað sagði Narayan: „Það dregur úr manni allan þrótt. Ég held að á Indlandi, líkt og víða annars staðar, sé stelpum ein- faldlega ekki ætlað að vera til. Tilvist þeirra sé einungis réttlætt þegar þær eru karlmönnunum einhvers virði.“ Taka á vandanum af veikum mætti Bharatiya Janata (BJP) er ráðandi stjórnmálaflokkur á Indlandi. Staða Narendra Modi forsætisráðherra er afar sterk. Flokkurinn hefur verið kenndur við hina umdeildu hindutva- stefnu, eins konar hindúíska þjóð- ernishyggju, og benti stjórnarand- stæðingurinn Meira Kumar, sem laut í lægra haldi fyrir Ram Nath Kovind í forsetakjöri síðasta árs, á það að með kjöri Kovind hefði komið bakslag í baráttuna gegn kúgun minnihluta- hópa. Greint hefur verið frá því á undan- förnum mánuðum að ofbeldi gegn múslimum og hindúum af lægri stéttum fari vaxandi í takt við uppgang þjóðernishyggjunnar. Mannréttinda- baráttusamtök hafa gagnrýnt stjórn- völd harðlega fyrir þessa stefnu sína. En þjóðernishyggjan er eins og áður segir bara hluti málsins. Meint linkind stjórnvalda í garð kynferðisbrota- manna þykir einnig áhyggjuefni. Þannig vakti það óhug þegar tveir ráðherrar úr stjórn BJP mættu á fyrr- nefnd mótmæli gegn handtöku átt- menninganna sem sakaðir eru um morðið á Asifu Bano. Ráðherrarnir voru neyddir til að segja af sér og fyrst þá fordæmdi Modi glæpinn á Twitter. Og meint linkind nær út fyrir raðir BJP. Singh Yadav, formaður Sósíalista- flokksins, sagði árið 2014, þegar þrír menn voru sakfelldir fyrir hópnauðg- un á blaðamanni, að strákar gerðu iðu- lega mistök. „Það ætti ekki að hengja þá fyrir þetta, við þurfum að breyta lögum um kynferðisofbeldi.“ Þá ber að nefna að Kuldeep Singh Sengar, þingmaður BJP, var handtek- inn fyrr í mánuðinum, grunaður um að hafa rænt og nauðgað sextán ára gamalli stelpu í Uttar Pradesh. Ekki bólar á lokum langvarandi nauðgunarkrísunnar á Indlandi Nauðgunarmenning og múslimahatur kynda undir kynferðisofbeldi á Indlandi. Hópnauðganir eru tíðar. Tæpur helmingur þolenda kynferðisbrota er stelpur undir lögaldri. Stjórnvöld ítrekað sökuð um linkind í málaflokknum. Tilfellin mun fleiri Þótt mál Jyoti og Asifu hafi vakið einna mesta athygli eru tilfellin mun fleiri. Fjórtán og fimmtán ára stelpur voru hengdar í Uttar Pradesh árið 2014. Indverskri konu, sem nýkomin var úr keis- araskurði, var nauðgað í sjúkra- rúmi sínu árið 2016. Nokkrum dögum síðar, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, var fimm- tán ára stelpu nauðgað áður en borinn var eldur að henni. Nú síðast í apríl fannst lík óþekktrar stelpu, sem talin er á bilinu níu til ellefu ára, í Surat- borg í Gujarat-ríki. Limlest líkið fannst í runna og á henni voru 86 skurðir og aðrir áverkar. Krufning leiddi í ljós að áverkarnir 86 hefðu verið veittir á sjö dögum. Stelpunni hafði verið nauðgað ítrekað. Ekki er enn vitað hver hún var. Asifa var átta ára þegar hún var myrt. Tugir þúsunda mótmælenda hafa krafist réttlætis. NoRdicphoTos/AFp „Aldrei aftur“, sagði á skilti þessa mótmælanda eftir andlát Jyoti árið 2012. sú ósk rættist ekki og hópnauðgunarfaraldur geisar enn. NoRdicphoTos/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r34 H e l G i n ∙ F r É T T a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 8 3 -F 2 8 4 1 F 8 3 -F 1 4 8 1 F 8 3 -F 0 0 C 1 F 8 3 -E E D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.