Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 82
2 1 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R38 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Ingibjörn Hallbertsson frá Veiðileysu, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, laugardaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 26. apríl kl. 13. Ragnhildur Hafliðadóttir Jóhann Ingibjörnsson Árni Ingibjörnsson Kolbrún Kristjánsdóttir Kristmundur Ingibjörnsson Anna Margrét Kristjánsd. Sigríður Ingibjörnsdóttir Friðfinnur Skaftason Ólafur Ingibjörnsson Kristín Hrönn Árnadóttir Hlíf Ingibjörnsdóttir Friðgeir Axfjörð barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Lára Árnadóttir, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Þ. Stephensen lést mánudaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. apríl kl. 13.00. Hafsteinn Austmann Dóra Hafsteinsdóttir Sigurður Ingi Margeirsson Kristín Hafsteinsdóttir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson Valgerður Rúnarsdóttir Margeir Gunnar Sigurðsson Marta Goðadóttir Stefán Gunnar Sigurðsson Bergrún Mist Jóhannesd. Sigurjón Auðun Ólafsson Guðrún Ólafsdóttir Andri Örn Erlingsson Hafsteinn Ólafsson Júlía Margrét Einarsdóttir barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Jakobína Kristín Stefánsdóttir (Bíbí) talsímakona frá Siglufirði, lést 20. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Þökkum auðsýnda samúð. F.h. aðstandenda, Þórunn Andrésdóttir Stefán Andrésson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Bjarna Marteinssonar Merkinesi. Guðborg Kristjánsdóttir María Bjarnadóttir Sigurður Ingvarsson Kristján Bjarnason Ástrós Hjálmtýsdóttir Kristín Bjarnadóttir Gísli Harðarson Þóra Björk Bjarnadóttir Finnur Tryggvi Sigurjónsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Ingibergur Eiríkur Jónsson húsasmiður, Reykjanesbæ, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu að Nesvöllum fimmtudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13.00. Elín Guðrún Ingólfsdóttir Halldóra J. Ingibergsdóttir Eiríkur Jónsson María Ingibergsdóttir Ragnar J. Gunnarsson Helga Ingibergsdóttir Árni Stefán Jónsson Birgir Ingibergsson Guðrún Edda Jóhannsdóttir Ingólfur Ingibergsson Margrét Eðvaldsdóttir Margrét Ingibergsdóttir Rúnar Sverrisson Rúnar Ingibergsson Sólveig Skjaldardóttir Hafsteinn Ingibergsson Guðlaug Einarsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Í tilefni Barnamenningarhátíðar mun skáldið og (fyrrverandi?) rapparinn Kött Grá Pjé halda rappsmiðju fyrir 9 til 15 ára krakka í Borgarbókasafninu í Gerðu- bergi. Rappsmiðjan hefst klukkan hálf tvö í dag og er sætaplássið takmarkað og gildir hin gamla góða regla fyrstur kemur, fyrstur fær. Hvernig kennir maður krökkum að rappa? „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn þá myndi ég ekki segja að ég væri beinlínis að kenna krökkum að rappa. Og allra síst þannig að ég sé að fara yfir einhver tæknileg atriði eða þvíumlíkt. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, og segi krökkum það í upphafi smiðjunnar, að langbesta leiðin til að læra að rappa sé bara að hlusta á rapp. Hlusta fram og til baka. Þannig held ég að best sé að rækta tilfinningu fyrir því hvernig rapp fúnkerar. Maður lærir textana sem maður hlustar á, finnur hrynjandina og stemninguna og þetta verður hluti af manni sjálfum. Ég er mun fremur að hjálpa þeim að komast af stað með að semja. Hvetja þau til að tjá sig og prufa sig áfram. Fá þau til að losna við feimni og þvíumlíkt og bara vera þau sjálf,“ segir Kött sem viðurkennir að hann nefni yfir- leitt eitthvað um að rím sé sniðugt tól til að koma krökkunum af stað, þó að það sé þó reyndar engin regla. „Ég fjasa voða mikið um einmitt það, að það séu engar reglur. Að það séu töfr- arnir við rapp. Maður má gera það sem manni sýnist. Segja það sem maður vill. Að mér finnist ekkert hræðilegt að segja af og til fokk og sjitt og drulla, ef maður gætir þess bara að vera ekki skíthæll. Segi þeim að stundum þurfi maður að tjá sig eins og manni sýnist, láta gamm- inn geisa og það sé betra að beina því í þennan farveg en að láta það til dæmis brjótast út í samskiptum við annað fólk. Allir eiga að fá að segja það sem þeim býr í brjósti, líka börn og unglingar.“ Hann segir að það sé mjög gaman að fara yfir rapptónlist með börnunum og hvað það sé við hana sem þeim finnst skemmtilegt. „Í smiðju sem ég var með um daginn voru þau til dæmis nokkur sammála um að það væri gaman að hlusta á Herra Hnetusmjör vegna þess hve hann er skýr, taktvís og tæknilega nákvæmur þegar hann rappar hratt. Krakkar eru fínir greinendur.“ Hvernig taka börnin í svona kennslu? „Yfirleitt taka þau mjög vel í þetta. Stundum flissa þau dálítið í byrjun og finnst ég ferlega ruglaður en þau sem á annað borð mæta í svona smiðjur langar heilt yfir að prufa að rappa, þurfa bara dálitla hvatningu og mér hefur gengið ágætlega að veita þeim hana. Flest eru fljót að komast upp á lag með að láta það flakka sem þeim býr í brjósti. Krakkar eru fjarri því jafn bældir og ég og mínir jafnaldrar vorum.“ Hvernig textar koma frá krökkum, hvað býr þeim í brjósti? „Eins og ég sagði áðan þá hvet ég krakkana mjög ein- dregið til þess að segja nákvæmlega það sem þeim sýnist, án þess þó að það sé á kostnað annarra eða gert í vonsku. Og það er allur gangur á því hvað þeim ligg- ur á hjarta. Oft sé ég hjá þeim snaggara- legar athugasemdir um daglegt líf, hvað þeim gremst eða hvað þau fíla. Sumir vilja bulla, sem mér finnst líka frábært, og þá tölum við kannski um það bara að þau finni sína rödd. Að bullið sé eins og annað gert af heilum hug. Hliðarsjálf hafa alltaf verið hluti af rappbrölti, ýkjur og ofsögur og þvíumlíkt og krakkar hafa fullt eins gaman af slíku og aðrir. Ef ég ætti að nefna eitthvert umfjöllunarefni sem er algengara en annað kemur fyrstur upp í hugann pirringur yfir systkinum. Það er gömul saga og ný.“ Hefurðu fundið næstu vonarstjörnu rapps í þessum smiðjum þínum? „Í hverri einustu smiðju eru einhver sem má strax heyra að eru efnileg. Ég hef það samt fyrir reglu, prinsippsins vegna, að reyna aldrei að fá þau til að skrifa undir neina samninga við mig. Mig skortir viðskipta- vit og óskammfeilni Jermaine Dupri og þessara gauka.“ stefanthor@frettabladid.is Allir eiga að fá að segja það sem þeim býr í brjósti Skáldið og rapparinn Kött Grá Pjé heldur í dag rappsmiðju fyrir krakka. Hann segir að þarna sé hann að kenna krökkunum að vera þau sjálf og að töfrarnir við rapp séu að þar megi segja nákvæmlega það sem manni sýnist. Kött Grá Pjé segir að algengasta stefið í rapptextum krakkanna sé pirringur í garð systkina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 8 4 -0 1 5 4 1 F 8 4 -0 0 1 8 1 F 8 3 -F E D C 1 F 8 3 -F D A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.