Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 98
AðAlfundur
landvernd boðar til aðalfundar mánudagin 30.apríl kl 17:00
í rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 í reykjavík, 4 hæð.
nýr formaður til eins árs verður kjörinn auk fimm stjórnarmanna.
Nánari upplýsingar og skráning á www.landvernd.is
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
Stendur undir nafni
Augun lýsa ótta,
fram á aðra
fangavist hann sér …
Matthías Máni komst vel vopnaður
undir manna hendur á aðfangadag.
„Hann er sekur um glæp, – útskúfaður. Hann er sekur um glæp,
– einangraður. Fær engin grið, – bundinn í bönd. Enginn vill ljá, –
hjálpandi hönd. Aðeins hark og handjárnin!“ söng Eiríkur Hauksson
sællar minningar og fangaði líklega ágætlega hugsanir allra stroku-
fanga. Líklega á Sindri Þór Stefánsson Íslandsmet í fangelsisflótta en
er þó ekki sá fyrsti sem strýkur úr íslensku fangelsi. Hér eru rifjaðar
upp fjórar ævintýralegar flóttatilraunir sem fengu skjótari endi.
Ævintýramaðurinn Vern-
harður Eggertsson flúði
með ævintýralegum hætti
af Litla-Hrauni í júní 1935.
Þorlákur Axel Jónsson
skrifaði sögu Vernharðs,
fyrir nokkrum árum.
Dagur Austan – Ævintýra-
maðurinn Vernharður
Eggertsson 2009. Hann
sér ákveðnar hliðstæður
með flótta Vernharðs á
sínum tíma og Sindra
núna. „Hann skrifaði
sjálfur bók um flóttann
og segir frá því að þeir hafi
rætt sín á milli um að fara til Siglu-
fjarðar og fara þaðan með erlendu
skipi úr landi þann-
ig að þeir voru með
þessa hugmynd um
að komast úr landi.“
Vernharður komst
þó aldrei svo langt,
var gripinn glóð-
volgur og fékk að
sögn Þorláks frekar
þungan dóm enda
var hann ógnandi og
hótaði ofbeldi á flótt-
anum.
Matthías Máni
Flótti Matthíasar Mána Erlingssonar
frá Litla-Hrauni komst í annála í
desember 2012. Hann lét hinn langa
arm laganna teygja sig mun lengra
en sérsveitarmaðurinn og gekk laus
í viku en fannst á aðfangadag. Hann
hafði dvalið í sumarbústað í Árnesi
og var vopnaður riffli, hnífum og öxi
þegar hann gaf sig fram. Öryggis-
reglur á Litla-Hrauni voru hertar í
kjölfar flótta hans.
Annþór Karlsson
Ævintýralegur flótti Annþórs Krist-
jáns Karlssonar úr fangaklefa á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu í
febrúar 2008 var eins og beint upp
úr Andrésar andar-blaði og lög-
reglunni til ævarandi háðungar.
Annþór gekk einfaldlega úr ólæst-
um klefa, hnýtti saman rekkjuvoðir,
braut rúðu í glugga á 3. hæð og lét
sig síga í frelsið. Þetta gerði hann
fyrst og fremst til þess að halda síð-
búna afmælisveislu sem hann bauð
í á Facebook eftir að hann slapp.
„Annþór er heljarmenni og klár-
lega skilgetið afkvæmi þeirra ber-
serkja sem bitu í skjaldarrendur
fyrr á öldum, enda segir sig sjálft að
heiglum er ekki hent að brjóta rúðu
á þriðju hæð, láta sig síga út í myrkr-
ið, falla til jarðar, rísa upp óbrotinn
og leggja drög að síðbúinni afmæl-
isveislu. Þarna framdi aðalféhirðir
íslenskra undirheima
íþróttaafrek sem
verður enn glæsi-
legra í ljósi þess að
hann hafði lögregl-
una og fangaverði
sína að fíflum um
leið,“ svona
lýsti Svart-
höfði flótta
Annþórs í
DV á sínum
t í m a .
Sérsveitin
handtók
hann þó
fljótlega
þar sem
h a n n
faldi sig
í fata-
skáp á
heimili
v i n a r
síns.
Fyrrverandi sérsveitarmaður-
inn úr hinum goðsagnakenndu
Delta Force, Donald Feeney, náði
ekki jafn langt og Sindri, þegar
hann reyndi að flýja frá Litla-
Hrauni í félagi við íslenskan fanga.
Feeney afplánaði dóm fyrir tilraun
til barnsráns en hann og fyrirtæki
hans, CTU (ekki sama stofnun og
Jack Bauer starfaði fyrir í spennu-
þáttunum 24) sérhæfðu sig í að
endurheimta börn foreldra sem mak-
inn hafði stungið af með úr landi.
Öll þjálfunin hjá banda-
ríska hernum
kom Feeney
ekki lengra
en á lítinn
flugvöll þaðan
sem hann ætl-
aði að fljúga til
Færeyja. Hann
mátti sitja dóm
sinn hér til enda.
Donald Feeney
Flótti Grettis vorra tíma var yfir-
völdum til ævarandi háðungar.
Feeney kom til landsins
undir því yfirskyni að hann
ætlaði að gera Stallone-
mynd á Íslandi og var tekið
fagnandi.
Vernharður lagði upp með svipaða
flóttaáætlun og Sindri en komst ekki
jafn langt.
Vernharður Eggertsson
2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r54 l í f i ð ∙ f r É T T a B l a ð i ð
Lífið
2
1
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
8
3
-F
7
7
4
1
F
8
3
-F
6
3
8
1
F
8
3
-F
4
F
C
1
F
8
3
-F
3
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
0
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K