Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 22
Tindastóll - KR 54-75
Tindastóll: S. Arnar Björnsson 15, Pétur
Rúnar Birgisson 14, Chris Davenport 9/9 frá-
köst, Axel Kárason 5, Antonio Hester 4/10
fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Hannes
Ingi Másson 2, Björgvin Ríkharðsson 2.
KR: Jón Arnór Stefánsson 13, Brynjar Þór
Björnsson 13, Kristófer Acox 10/9 fráköst,
Björn Kristjánsson 10, Pavel Ermolinskij
9/11 fráköst/9 stoðs., Kendall Pollard 8
Marcus Walker 5, Helgi Már Magnússon 4,
Darri Hilmarsson 3.
Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir KR.
Nýjast
Domino’s-deild karla, úrslit
Fótbolti Hamburger Sport-Verein,
HSV, berst fyrir lífi sínu í Bundes-
liga, efstu deild Þýskalands, þessa
dagana en liðið þarf á kraftaverki að
halda á lokametrum deildarinnar. Á
hverjum heimaleik hangir það yfir
leikmönnum að þeir séu að leika
fyrir félag sem hefur aldrei fallið
úr deild þeirra bestu. Stoltir stuðn-
ingsmenn liðsins vitna í það afrek
þar sem árangurinn er lítill innan
sem utan vallar undanfarin ár en
að sama skapi leggst þetta þungt á
leikmenn liðsins í fallbaráttunni.
Stærsti minnisvarðinn er klukka
í horni Volksparkstadion, heima-
vallar liðsins, þar sem talið er upp
á sekúndu hversu lengi liðið hefur
dvalið í deild þeirra bestu. Sama
klukka sést einnig framan á liðsrútu
liðsins til að minna á forna frægð.
Er það heiður sem ekkert annað
lið í Þýskalandi getur státað af, ekki
einu sinni stórveldin tvö. Dortmund
féll niður úr deild þeirra bestu árið
1972 og Bayern München var ekki
eitt af stofnliðunum en Bæjarar hafa
verið í deildinni frá því þeir komu
inn í hana 1965, tveimur árum eftir
stofnun hennar.
Stutt gullöld HSV
Bundesliga-deildin var stofnuð árið
1964 en hún tók við af Oberliga þar
sem Hamburg hafði átt góðu gengi
að fagna. Var það gert til að sameina
eina sterka deild yfir allt Vestur-
Þýskaland í stað þess að lið kepptu
innan héraða og úrslitakeppni væri
meðal bestu liða hvers landshluta.
Með markahrókinn Uwe Seeler
fremstan í flokki vann HSV norður-
riðilinn fimmtán sinnum á sextán
árum og þýska Oberliga-titilinn í
fyrsta og eina sinn vorið 1960.
Það tók HSV sextán ár í Bundes-
liga að vinna fyrsta þýska meistara-
titil sinn, árið 1979, en þá hófst
stutt gullöld liðsins. Þrír meistara-
titlar á fimm árum ásamt því að
verða annað þýska liðið til að vinna
Evrópukeppni meistaraliða vorið
1983.
Bikarmeistaratitill vannst fjórum
árum síðar, sá þriðji í sögu félagsins,
en síðan þá hefur ekkert unnist.
Slær klukkan loksins 12?
Um helgina fer fram 31. umferð
þýsku deildarinnar af 34 og þegar
þetta er skrifað er Hamburg átta
stigum frá liðunum í 15. og 16. sæti
deildarinnar þegar fjórir leikir eru
eftir. Tekur liðið á móti Freiburg í
dag og allt annað en sigur þýðir að
HSV er svo gott sem fallið úr efstu
deild eftir 54 ára dvöl.
Takist Freiburg og Mainz að ná
þremur stigum um helgina verður
munurinn orðinn ellefu stig þegar
þrjár umferðir verða eftir og örlög
þeirra ráðin.
Spurningin er svo hvort félagið
láti fjarlægja klukkuna ef HSV fellur
úr deild þeirra bestu og veiti liðinu
andrými til að byggja upp að nýju
í stað þess að burðast með sögu
félagsins á bakinu.
kristinnpall@frettabladid.is
Klukkan gæti slegið sitt síðasta slag
Klukkan telur hversu lengi HSV hefur verið í efstu deild. NoRDicpHoToS/GeTTy
Hamburger SV gæti
fallið úr þýsku Bundes-
liga-deildinni í dag en
HSV er eini stofnaðilinn
sem hefur aldrei fallið úr
efstu deild Þýskalands.
Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi-deild karla 2018 Ítarlegri grein má lesa á Fréttablaðið.is
PePSi
deildin
2018
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fjölnir
8. Grindavík
9. Víkingur R.
10. ÍBV
11. Fylkir
12. Keflavík
Fréttablaðið spáir því að Fjölnir
hafni í 7. sæti Pepsi-deildar karla.
Síðasta tímabil var erfitt í Grafar-
voginum og Fjölnismenn voru í
fallbaráttu. Eftir tímabilið fór Ágúst
Gylfason til Breiðabliks og Ólafur
Páll Snorrason tók við Fjölni. Grafar-
vogsliðið hefur gert góða hluti á
félagaskiptamarkaðnum í vetur og
góð stemning er í kringum Fjölni.
Fjölnir
hafnar í 7. sæti
nýju andlitin
Fylgstu með þessum
Arnór breki Ásþórsson kom til
Fjölnis frá Aftureldingu í vetur. Þessi
efnilegi vinstri bakvörður spilaði
mikið á undirbúningstímabilinu og
gæti byrjað fyrsta leik.
Almarr ormarsson KA
Bergsveinn Ólafsson FH
Valmir Berisha Aalesund
Guðmundur K. Guðmundsson FH
tölfræði frá
síðasta sumri
Þórir Guðjónsson hefur verið aðal-
markaskorari Fjölnis undanfarin ár og
er markahæsti leikmaður liðsins í efstu
deild. Skoraði átta mörk í fyrra sem var
hans besta sumar hvað marka-
skorun varðar. Var iðinn við
kolann í vetur og skoraði m.a.
þrennu gegn Fylki í úrslitaleik
Reykjavíkurmótsins.
lykilmaðurinn í sumar
Þórir Guðjónsson
enkunnASPjAldið VöRNiN HHHHH ❘ SÓKNiN HHHHH ❘ ÞjálFARiNN HHHHH ❘ BReiDDiN HHHHH ❘ liðSSTyRKiNGiN HHHHH ❘
GenGið SÍðuStu Sex tÍmAbil 2017 10. sæti ❘ 2016 4. sæti ❘ 2015 6. sæti ❘ 2014 9. sæti ❘ 2013 1. sæti (B-deild) ❘ 2012 7. sæti (B-deild) ❘
5 stig fékk Fjölnir
á útivelli, fæst
allra.
1 leik tapaði
Fjölnir á heima-
velli, bara Valur
tapaði færri.
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.
Hvað er í
matinn?
Þú finnur
uppskriftina á
kronan.is/
uppskriftir
759 kr.stk.
Chavroux geitaostur, 150 g
K
o
rt
er
í
4
369 kr.stk.
Jamie Oliver pestó, 190 g
299 kr.pk.
Rana Tortellini, 250 g
Fréttablaðið +
Myndir frá ferli Arsene Wenger
hjá Arsenal má sjá á pdf-útgáfu
Fréttablaðsins eða í appinu.
Wenger hættir
Fótbolti Arsene Wenger lætur af
störfum hjá Arsenal í sumar. Hann
hefur stýrt Lundúnaliðinu með
góðum árangri frá haustinu 1996.
Arsenal hefur þrisvar sinnum
orðið Englandsmeistari undir stjórn
Wengers og unnið ensku bikar-
keppnina sjö sinnum. – iþs
2 1 . A P r Í l 2 0 1 8 l A u G A r d A G u r22 S P o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport
2
1
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
3
-F
2
8
4
1
F
8
3
-F
1
4
8
1
F
8
3
-F
0
0
C
1
F
8
3
-E
E
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K