Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 18
Gunnar
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Allt ratar
þetta svo í
erlenda
fjölmiðla
sem telja það
stórmerkilegt
að stroku-
fanginn hafi
deilt flugvél
með forsætis-
ráðherra.
Undirtónn-
inn er
háðskur og
gefur í skyn
einhvers
konar
krúttlega
sveita-
mennsku.
Hneyksli skekur nú Bretland. Upphaf þess má rekja til endaloka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í kjölfar styrjaldarinnar ríkti skortur á vinnuafli
í Bretlandi. Brugðu bresk stjórnvöld á það ráð að bjóða
íbúum frá Jamaíka og öðrum ríkjum í Karíbahafinu
að flytjast þangað búferlum. Fyrsti hópurinn sem þáði
boðið kom til landsins með skipinu Empire Windrush
sumarið 1948.
Talið er að í Bretlandi búi nú um 500.000 manns sem
tilheyra Windrush-kynslóðinni. Er um að ræða fólk á
eftirlaunaaldri sem kom til landsins sem börn í fylgd
með foreldrum sínum og ól aldur sinn í Bretlandi.
Þær eru kaldar kveðjurnar sem þessi hópur fær frá
breskum stjórnvöldum nú, sjötíu árum eftir að Empire
Windrush kom að landi. Fjölda fólks hefur verið tjáð
að það sé ólöglegir innflytjendur. Afleiðingarnar eru
grimmilegar; líf fólks umturnast, það er rekið úr vinnu,
missir bætur og húsnæði, því er neitað um heilbrigðis-
þjónustu og er sent í innflytjendabúðir. Einhverjir kunna
að hafa verið fluttir nauðugir úr landi.
Þegar raunir Windrush-kynslóðarinnar komust fyrst
í fréttirnar sýndi forsætisráðherra Breta, Theresa May, af
sér staðalviðbrögð samtíma stjórnmálamannsins: Hún
neitaði að ræða við leiðtoga ríkja Karíbahafsins eins og
hún bæri ekki nokkra sök á máli.
Enginn sem tilheyrir Windrush-kynslóðinni er ólög-
legur innflytjandi. Árið 1971 var hópnum veitt varanlegt
dvalarleyfi í Bretlandi. Það er hins vegar samdóma álit
að Theresa May beri ábyrgð á þeirri hrottalegu meðferð
sem Windrush-kynslóðin sætir nú.
Það var í tíð May sem innanríkisráðherra að innflytj-
endalögum var breytt. Allir sem sækja um starf í Bret-
landi, leigja húsnæði og leita til heilbrigðisþjónustunnar
þurfa nú að sanna með tilskildum pappírum að þeir séu
ekki ólöglegir innflytjendur. May stærði sig af því að með
breytingunni skapaði hún svo „fjandsamlegar aðstæður“
fyrir þá sem ekki gátu ávísað pappírum að þeir hrökkl-
uðust burt. Nýja innflytjendastefnan kom einkar illa við
Windrush-kynslóðina. Því þótt kynslóðin sé jafnbresk
og „fish and chips“ fékk stór hluti hennar aldrei afhenta
nokkra opinbera pappíra þar um.
Grafið undan dómskerfinu
Á Alþingi Íslendinga hafa staðið yfir umræður um frum-
varp Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um stofnun
nýs dómstóls, Endurupptökudóms. Gerir frumvarpið ráð
fyrir nokkru meira svigrúmi dómsmálaráðherra til að
hafa áhrif á val dómara í dómstólinn en venja er. Helgi
Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gerði athugasemd
við fyrirkomulagið. Sagðist hann ekki treysta dómsmála-
ráðherra „til þess að setja dómstig eða skipa dómara“.
Vísaði hann til þess er Sigríður Andersen braut stjórn-
sýslulög við skipan dómara í Landsrétt.
Sigríður brást ókvæða við athugasemdunum. Sakaði
hún Píratann um að grafa undan dómskerfinu með slíku
tali.
Ekki benda á mig
Í kjölfar þess að þjáningar Windrush-kynslóðarinnar
komu upp á yfirborðið hélt þingmaðurinn David
Lammy þrumuræðu á þingi. Kenndi hann um hinum
„fjandsamlegu aðstæðum“ sem May skapaði hvernig
komið var. „Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum,“
sagði Lammy. „Leggist maður með hundum fær maður
flær – þetta er það sem öfga-hægri málflutningur hefur
leitt af sér í þessu landi.“
Rétt eins og Theresa May segir Sigríður Andersen:
Ekki benda á mig. Það er fjarstæðukennt að þurfa að
benda á hið augljósa. En hér kemur það: Leggist maður
með hundum fær maður flær. Ráðherra sem veður um
ráðuneyti sitt á skítugum skónum ber ábyrgð á því þegar
gólfið verður útbíað. Það er ekki barnið sem bendir á að
keisarinn sé ekki í neinum fötum sem ber ábyrgð á nekt
keisarans. Sé íslenskt dómskerfi rúið trausti er engum
öðrum um að kenna en dómsmálaráðherra sem sýnir af
sér valdhroka, valdníðslu og fremur embættisbrot.
Theresa May baðst að endingu afsökunar. Það hefur
Sigríður Andersen enn ekki gert.
Að leggjast með hundum
Aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar
verður haldinn í Safnaðarheimili kirkjunnar
sunnudaginn 6. maí nk. kl. 12, að lokinni messu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd.
Mál strokufangans Sindra Þórs Stefáns-sonar er um margt lýsandi fyrir okkar litlu og saklausu þjóð. Maður situr í fang-elsi og fær þá hugmynd um miðja nótt að láta sig hverfa úr fangelsinu. Hann kaupir
flugmiða á netinu, hringir í leigubíl og tekur næstu vél úr
landi, en svo vill til að forsætisráðherra er einnig um borð.
Engan grunar neitt í fangelsinu fyrr en morguninn eftir
að tekið er eftir því að maðurinn er horfinn. Fangelsis-
málastjóri lætur þá taka viðtal við sig en virkar fremur
ráðalaus íklæddur sumardressi í vorhretinu með hálf-
lagðan kapal í bakgrunni. Ekkert gengur að hafa uppi
á strokufanganum fyrr en hann sendir bréf á dagblað í
bænum og segir mannskapnum að anda rólega, enda
komi hann heim fljótlega.
Allt ratar þetta svo í erlenda fjölmiðla sem telja það
stórmerkilegt að strokufanginn hafi deilt flugvél með for-
sætisráðherra. Undirtónninn er háðskur og gefur í skyn
einhvers konar krúttlega sveitamennsku. Sennilega er
það bara gott mál, enda vandamál okkar tiltölulega fá og
smá í alþjóðlegu samhengi, og hreinleikinn og sakleysið
sennilega eitt af því sem gerir landið okkar að eftirtektar-
verðum áfangastað.
En hvor upplifunin af Íslandi er rétt, er það sú sem
BBC og fleiri erlendir miðlar hafa teiknað upp í tengslum
við strokufangamálið, eða er það raunsannari lýsing
sem hér hefur heyrst og þá yfirleitt frá forsvarsmönnum
löggæslumála, að Ísland sé ekki lengur lítið og saklaust
land? Verjast verði alþjóðlegu hryðjuverkaógninni og
erlendum glæpagengjum sem hér starfi í síauknum mæli?
Úr sömu átt heyrist reglulega að nauðsynlegt sé að vopna
lögregluna, og raunar hefur sú vopnavæðing gengið
svo langt að síðasta sumar sást til lögreglumanna með
alvæpni á fjölskylduhátíðum.
Sænski læknirinn og tölfræðisnillingurinn Hans
Rosling sýndi fram á að þrátt fyrir síbylju um annað
stenst sú skoðun ekki að heimur fari versnandi. Þvert á
móti, hryðjuverkaógn fer minnkandi, ofbeldi sömuleiðis
styrjöldum fækkar. Mannlífið er almennt friðsælla en á
nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Hins vegar er
það svo að sumir stjórnmálaleiðtogar víðsvegar um heim
hagnast á því að mála tilveruna dökkum litum. Alið er á
tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum voðaverkum sem
látið er í skína að sýni þróun í átt til vargaldar.
Staðreyndin er hins vegar sú að Ísland hefur trónað á
toppi lista World Economic Forum yfir friðsælustu lönd
heims samfleytt í heilan áratug, og hefur frekar aukið á
forskot sitt en hitt. Lögreglan ætti að líta á þessa tölfræði
með stolti.
Áhersla í löggæslumálum á Íslandi hefur í sögulegu
ljósi verið á almenna löggæslu. Enda er ímynd almennra
lögreglumanna með eindæmum góð. Tilfinningin er aftur
á móti sú að undanfarin ár hafi verið vikið af þeirri braut,
og áherslan færst yfir á gæluverkefni og vopnabrask.
Græjudella á sér margar birtingarmyndir.
Frekar ætti að forgangsraða þannig að fjármagn fari í
hina almennu löggæslu. Alþjóðlegir mælikvarðar sýna
að við höfum haldið ágætlega á spöðunum gegnum árin.
Er ekki myndin sem birtist af okkur í heimspressunni í
tengslum við strokufangamálið bara eftirsóknarverð?
Krúttlega Ísland
2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð i ð
SKOÐUN
2
1
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
3
-C
B
0
4
1
F
8
3
-C
9
C
8
1
F
8
3
-C
8
8
C
1
F
8
3
-C
7
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
0
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K