Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 76
A-riðill: Sá slakasti í keppninni Rússland vann ekki leik og féll út í riðlakeppninni á síðasta heimsmeistaramóti. Rússar eru litlu skárri í dag og gæti verið eitt af verstu heimaliðum í sögu HM. Fáir afgerandi leikmenn eru í rússneska hópnum en stærstur hluti hans leikur í heimalandinu. Þjálfari Rússa er gamli markvörðurinn Stanislav Tsjertsjesov. Fyrir- liði rússneska liðsins og lykilmaður er einnig markvörður; Igor Akinfeev. Rússar gætu farið upp úr riðlinum en ekki lengra en það. Egyptaland er með á HM í fyrsta sinn síðan 1990 og í þriðja skipti alls. Stærsta ástæðan fyrir því er Mohamed Salah, leik- maður Liverpool, sem fór mikinn í undankeppninni. Hann skoraði m.a. bæði mörkin í 2-1 sigri á Kongó sem tryggði Egyptalandi farseðilinn til Rússlands. Salah hefur átt stórkostleg tímabil með Liverpool og frammistaða hans ræður því hversu langt Egyptar fara á HM. Aðalmark- vörður liðsins og fyrirliði er hinn 45 ára gamli Essam El-Hadary. Úrúgvæ er fastagestur á HM og hefur tvisvar orðið heimsmeistari (1930 og 1950). Úrúgvæjar voru nokkuð sannfærandi í und- ankeppninni og hafa verið öflugir síðan Óscar Tabárez tók aftur við liðinu fyrir 12 árum. Úrúgvæ er með tvo af bestu framherjum heims innan sinna raða, Luis Suárez og Edinson Cavani, og þeir eru lykillinn að góðu gengi í Rússland. Þá eru Úrúgvæjar með sterka vörn með Diego Godín sem besta mann. Miðjan er mesta spurningar- merkið. Sádi-Arabía er með á HM í fyrsta sinn síðan 2006 og í fimmta sinn alls. Sádar voru nokkuð sannfærandi í undankeppninni en síðan þá hafa þeir skipt um þjálfara og frammistaðan í síðustu leikjum gefur ekki góð fyrirheit. Nær allir leikmenn sádi-arabíska liðsins leika í heimalandinu. Mohammad Al-Sahlawi er prímusmótorinn í sóknarleik liðsins en hann hefur gert 28 mörk í 36 landsleikjum. Sádar eru sennilega með slakasta lið mótsins fyrir utan Panama. A-riðill: Rússland, Úrúgvæ, Egyptaland, Sádi-Arabía B-riðill: Portúgal, Spánn, Íran, Marokkó C -riðill: Frakkland, Perú, Danmörk, Ástralía D-riðill: Argentína, Króatía, Ísland, Nígería E-riðill: Brasilía, Sviss, Kostaríka, Serbía F-riðill: Þýskaland, Mexíkó, Svíþjóð, Suður-Kórea G-riðill: Belgía, England, Túnis, Panama H-riðill: Pólland, Kólumbia, Senegal, Japan A lveg frá því að tilkynnt v a r u m að Rússar m y n d u halda HM 2018 og Katarar HM 2022 árið 2010 hefur ágæti þeirra ákvarðana verið vefengt. Fyrst um sinn var horft til kosningaferlisins sjálfs og ásakana um mútuþægni FIFA-liða en í seinni tíð hefur verið horft til mannréttindabrota og vafasamra stjórnarhátta stjórnvalda í ríkjunum tveimur. Þótt athyglin hafi einna helst beinst að Katörum undanfarin ár hefur morðtilræðið við fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal í Salisbury í mars sem og sá stutti tími sem er til stefnu dregið sviðsljósið að Rússum. Sniðganga vegna eiturs Rússum hefur verið kennt um til- ræðið við Skrípal, og dóttur hans Júlíu, þótt þeir neiti reyndar sök. Novichok-taugaeitri var beitt gegn þeim feðginum og þykir Vesturlanda- búum öruggt að Rússar beri ábyrgð. Samstaða var á meðal Vesturlanda um viðbrögð við málinu. Fjöldi þjóða vísaði rússneskum erind- rekum úr landi og nokkur ákváðu að engir ráðamenn myndu mæta í þá knattspyrnuveislu sem boðið verður upp á í sumar. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem senda ráða- menn sína ekki til Rússlands. „Af hálfu Íslands felast aðgerð- irnar í því að öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum verður frestað um óákveðinn tíma. Af þeirri ákvörðun leiðir að íslenskir ráðamenn munu ekki sækja heims- meistaramótið í Rússlandi á kom- andi sumri,“ sagði í yfirlýsingu utan- ríkisráðuneytisins í mars. Breskir ráðamenn munu heldur ekki sækja Rússa heim í sumar. Þá hafa Svíar, Danir, Japanar, Ástralar og Pólverjar sagst vera að íhuga slíkt hið sama. Evrópuþingið vill sniðgöngu Síðasta miðvikudag sendu 46 Evr- ópuþingmenn frá sér yfirlýsingu þar sem kallað var eftir því að ríki Evr- ópusambandsins sniðgengju HM í ljósi þess að Pútín bryti í gríð og erg gegn evrópskum gildum. Skrípal- málið væri einungis nýjasti kaflinn. „Við getum ekki einfaldlega látið eins og heimsmeistaramótið í ár sé einhver venjulegur íþróttavið- burður,“ sagði í bréfinu. Ekki var hvatt til þess að Evrópu- sambandsríki sendu ekki keppnis- lið á mótið. Eingöngu til þess að það væri sniðgengið með sama hætti og bæði Bretar og Íslendingar hafa ákveðið. Fordómar áhyggjuefni Líkt og Evrópuþingmennirnir héldu fram er Skrípal-málið einungis nýj- asti kaflinn í nokkuð langri bók. Ýmis önnur mál hafa verið notuð til þess að rökstyðja þann málstað að Rússland sé ekki heppilegur gestgjafi heimsmeistaramótsins. Líkt og fótboltaunnendur sem hafa horft á rússnesku deildina vita vel eru kynþáttafordómar áhorf- enda vandamál. Síðast á þriðjudaginn kærði FIFA rússneska knattspyrnusambandið fyrir hegðun áhorfenda á vináttu- landsleik Rússa og Frakka í mars. Frakkar unnu leikinn 3-1 en áhorf- endur gerðu meðal annars apaköll að miðjumanninum Paul Pogba. En kynþáttafordómar eru ekki einu fordómarnir sem valda áhyggj- um. Fordómar gegn hinsegin fólki þykja jafnvel enn stærra vanda- mál, er til dæmis hægt að líta til rússneska sjálfsstjórnarhéraðsins Tsjetsjeníu þar sem hinsegin fólki var, samkvæmt Novaya Gazeta, safnað saman í fangabúðir, það pyntað og drepið. Árið 2014 stóðu aktívistar í Bret- landi og Bandaríkjunum að undir- skriftasöfnun sem miðaði að því að HM yrði fært í ljósi fordóma gegn hinsegin fólki. Á meðal þeirra sem skrifuðu undir voru bandarískir öld- ungadeildarþingmenn en hundruð þúsunda skrifuðu undir. Íhlutun í Úkraínu Síðast en ekki síst má nefna hern- aðar íhlutun Rússa í Úkraínu. Inn- limun Krímskaga í Rússland árið 2014 leiddi til að mynda til þess að breskir og bandarískir stjórnmálamenn köll- uðu eftir því að mótið yrði fært. Þá heyrðust raddir stjórnmála- manna, meðal annars frá Þýska- landi, þegar flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu í júlí 2014. Rúss- um hefur verið kennt um árásina. Michael Fuchs, þýskur þingmaður, sagði þá að áhrifaríkara væri að færa heimsmeistaramótið en að innleiða frekari viðskiptaþvinganir. Meint viðvera rússneskra her- manna í Donbass í Austur-Úkraínu hefur leitt til sams konar málflutn- ings. David Cameron, þáverandi for- sætisráðherra Breta, var í ágúst 2014 sagður vera að vinna að því að fá heimsmeistaramótið fært. Ljóst er nú að ekkert varð úr þeirri vinnu. Rússar afar umdeildir gestgjafar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla fer fram í Rússlandi í sumar. Gestgjafinn þykir umdeildur og hefur bæði verið hvatt til sniðgöngu og þess að mótið verði tekið af Rússum vegna mannréttindabrota og hernaðaríhlutunar. 2 leiki af níu hefur Rússland unnið á HM eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. 16 mörk gerði Mohammad Al-Sahl awi í undankeppni HM. Enginn skoraði meira. 63 prósent af mörkum Egypta í undankeppni HM skoraði Mohamed Salah. 5 sinnum hefur Úrúgvæ komist í undanúrslit á HM, síðast fyrir átta árum. Rússinn Anton Svetsj rís hátt yfir Frakkann Olivier Giroud í æfingaleik liðanna sem fór fram í Sankti Pétursborg í mars. NORdicPhOtOS/AFP 46 EvrópuþingmEnn hvEtja ríki Evrópusam- bandsins til þEss að sniðganga hm í rúss- landi í sumar. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@frettabladid.is 2 1 . A p R í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H E L G I n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 8 3 -D E C 4 1 F 8 3 -D D 8 8 1 F 8 3 -D C 4 C 1 F 8 3 -D B 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.