Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 28
Aðalfundur Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. 2. Borin verður upp tillaga um heimild til að ganga til viðræðna við VR um sameiningu. Náist samkomulag verður tillaga um sameiningu lögð fyrir félagsmenn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Gils Einarsson munu mæta á fundinn og kynna starfsemi VR og sameiningu VR og Verslunarmannafélags Suðurlands. Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja Má n i H r a f n s ­son og Joey Chan eru þessi dægrin að koma sér fyrir í húsi ömmu hans við Drafnarstíg sem iðar af lífi eins og það gerði öll þau fimmtíu ár sem Jóhanna heitin Kristjónsdóttir hafði þar sínar höfuðstöðvar í lífsins leik og baráttu. Tvö yngri systkini Mána búa í húsinu ásamt ungu hjónunum auk þess sem þar valsa þrír kettir býsna drjúgir um. Tveir eru með lög­ heimili á Drafnarstígnum og fylgdu systkinum Mána, en sá þriðji er hús­ tökuköttur sem hefur haslað sér völl í kjallaranum. Þau hafa gengið honum nafnið Stray, með vísan til þess að hér virðist alvöru flækingur vera á ferðinni. „Mér datt reyndar ekki í hug að ég gæti gert þetta,“ segir Máni þegar hann er spurður að því hvernig það kom til að hann eignaðist ættar­ óðalið. „En síðan létum við bara reyna á þetta en þetta var allt mjög tæpt alltaf, alls staðar og það þurfti margt að ganga upp. En þetta hafð­ ist,“ segir Máni sem er sonur Hrafns Jökulssonar og Elísabetar Ronalds­ dóttur en hann hefur fetað í fótspor móður sinnar og lagt kvikmynda­ gerð fyrir sig. Vera, frænka hans, Illugadóttir og Guðrúnar Gísladóttur leikkonu segir tilfinninguna sem fylgi því að ömmu­ húsið haldist innan fjölskyldunnar ákaflega notalega. „Sérstaklega vegna þess að þetta er svo sérstakt hús og um margt einkennandi fyrir ömmu. Það er gaman að vita að það sé búið í því og að það sé líf í því. Svo skaðar ekki að það sé innan fjölskyldunnar og maður getur fylgst með,“ segir hún og hlær. „Það var alltaf eins og að koma í framandi heim þegar maður kom til ömmu. Hér var allt svo undarlegt og skrýtið. Framandi munir og svona. Mínar minningar úr þessu húsi eru mikið þannig.“ Góður andi „Það er mjög góður andi hérna alla­ vegana,“ segir Máni og Joey tekur undir. „Það er svo mikill karakter og saga í þessu húsi.“ Máni bætir við að þau gæti þess að andi ömmu hans haldi sér þótt þau standi í ýmsum breytingum. „Við pössuðum okkur líka á því að halda í suma hluti sem hafa alltaf verið hérna,“ segir hann og bendir á sérkennilegan óróa sem hangir yfir eldhúsborðinu. „Eins og þennan sem maður rekur hausinn í svona tíu sinnum á dag. Og svo fengum við að geyma galdrakarlinn líka.“ „Hún er ættmóðir og þetta er ættaróðal,“ segir aldursforsetinn í hópnum, Kristjón Kormákur, rit­ stjóri DV, sonur Elísabetar Jökuls­ dóttur og Guðjóns Kristinssonar, hleðslu­ og trélistamanns. „Það var jafnvel næstum óþægilegt að keyra hérna fram hjá fyrst eftir að hún dó,“ segir Kristjón um óðalið sem er svo samofið minningunum um ömmu hans. „En að sama skapi er ánægjulegt að þetta haldist áfram innan ættarinnar.“ „Ég hugsa oft til ömmu þegar við erum að gera einhverjar breytingar hérna og hvað ætli hún myndi segja um þetta. Og mér skilst bara að hún sé mjög sátt við þetta eins og þetta er. Ennþá,“ segir Máni og glottir. Hjálpsami töffarinn Á síðari hluta ævinnar urðu löndin fyrir botni Miðjarðarhafs helsti leik­ völlur Jóhönnu. Þar ferðaðist hún út um allt, skipulagði hópferðir og alls konar hjálparstarf, með áherslu á ungar stúlkur í Jemen. Vera lagði Mið-Austurlandafræði fyrir sig þegar hún hélt utan í fram- haldsnám – skyldi hún ekki hafa tekið þessa stefnu undir áhrifum frá ömmu sinni? „Jú. Hún var mjög sterkur áhrifavaldur þar og hún hefur haft mikil áhrif á mig alveg frá blautu barnsbeini,“ segir Vera sem hefur starfað hjá RÚV um árabil þar sem hún stjórnar meðal annars hinum vinsælu þáttum Í ljósi sögunnar á Rás 1. En höfðuð þið aldrei áhyggjur af ömmu þegar hún var á flakki um Mið-Austurlönd þar sem má á öllu eiga von? „Ég var náttúrlega bara svo lítil að mér var bara sagt þetta, að núna væri amma í Kaíró og nú væri amma í Jemen,“ segir Vera. „Svo tók ég á móti bréfum frá henni þar sem hún var að segja mér frá lífinu í Kaíró og ég bara tók þessu eins og sjálfsögðum hlut. En auðvitað þegar maður hugsar um þetta núna þá Ókeypis sálfræðitímar hjá ömmu Tæpt ár er liðið síðan Jóhanna Kristjónsdóttir lést eftir baráttu við krabbamein. Í hálfa öld bjó hún í græna húsinu við Drafnarstíg sem verður áfram ættaróðal þar sem Máni Hrafnsson hefur keypt húsið. Fréttablaðið tók hús á Mána, eiginkonu hans Joey og hitti þar fyrir tvö önnur barnabörn Jóhönnu, Veru Illugadóttur og Kristjón Kormák. Joey og Máni í ævintýralegum garðinum við ættaróðalið ásamt þeim Veru og Kristjóni en öll mótuðust þau í húsinu undir leiðsögn og góðum ráðum ömmu Jóhönnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ALVEG FRÁ ÞVÍ VIÐ SÖGÐ- UM HENNI AÐ VIÐ ÆTL- UÐUM AÐ GIFTA OKKUR Á HAWAII FÓR HÚN Í STRANGT AÐHALD, LÍK- AMSRÆKT, HUGAÐI AÐ MATARÆÐINU OG REYKTI AÐEINS MINNA. Joey Þórarinn Þórarinsson thorarinn@frettabladid.is ↣ 2 1 . A P R Í L 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -E D 9 4 1 F 8 3 -E C 5 8 1 F 8 3 -E B 1 C 1 F 8 3 -E 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.