Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 6
citroen.is KOMDU OG MÁTAÐU CITROËN C4 CACTUS 2.540.000KR. VERÐ ÁÐUR 2.940.000 KR. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, S. 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, S. 515 7050 Í tilefni þess að nýr C4 Cactus verður kynntur í maí þá seljum við síðustu bílana af núverandi gerð með 400.000 kr. afslætti! Keyrðu inn í vorið á nýjum, sparneytnum Citroën C4 Cactus! Citroën C4 Cactus er nettur en rúmgóður með opið og bjart innra rými. Mælaborðið er stílhreint og 7” snertiskjárinn gerir allar aðgerðir einfaldar og þægilegar. Citroën C4 Cactus er sparneytinn, með skilvirkri vél og nýrri undurþýðri sjálfskiptingu. CITROËN C4 CACTUS FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ Velferðarmál Áformað er að fram­ kvæmdir við byggingu íbúðarhús­ næðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykja­ víkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildar­ kostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalána­ sjóður hélt um úthlutun stofnfram­ laga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúða lánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverj­ um tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðis­ markaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvenna­ athvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjöl­ skylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sam­ býliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sig­ þrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma. jonhakon@frettabladid.is Konur dvelja lengur en áður í Kvennaathvarfinu Kostnaður Kvennaathvarfsins við byggingu nýs íbúðarhúsnæðis fyrir konur er yfir 300 milljónir króna. Vonast er til að framkvæmdir hefjist í haust. Stjórnmál Miðflokkurinn vill fjölga lögreglumönnum um land allt og efla þjálfun þeirra og búnað. Flokkurinn vill einnig setja á fót öryggis­ og varnarmálastofnun, gera RÚV að áskriftarsjónvarpi, hækka lífeyrisgreiðslur til öryrkja og eldri borgara og lækka skatta. Hann vill afnema verðtryggingu, skerðingar bóta og erfðafjárskatt. Flokkurinn vill nýta gas­ og olíu­ lindir í íslenskri lögsögu enda muni notkun þessara efna aukast mikið á heimsvísu á komandi árum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að ályktunum landsþings Miðflokksins, sem fer fram um helgina. Í drögunum er talað um að skyn­ semisstefna sé mikilvæg og að leita þurfi bestu og skynsamlegustu lausnanna með því að hlusta á öll sjónarmið. Ákvarðanir skuli byggja á rökum. Flokkurinn vill draga úr valdi embættismanna. „Stjórnmálamenn eru fulltrúar almennings, ábyrgir fyrir að leiða samfélagið eftir þeirri stefnu sem þeir hafa boðað. Á undanförnum árum hafa stjórnmálamenn hins vegar fært völd í allt of ríkum mæli yfir á hendur embættismanna­ kerfisins, nefnda, hagsmunaafla og fleiri aðila. Þegar stjórnmálamenn gefa frá sér ákvörðunarvaldið og ábyrgðina á þann hátt skerðist vald almennings um leið og lýðræðið virkar þá ekki eins og skyldi,“ segir í tilkynningu frá flokknum. – bg Vilja gera RÚV að áskriftarsjónvarpi Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kynnti áform um byggingu nýs húsnæðis á fundi Íbúða lánasjóðs. Byggingin verður fjármögnuð með stofnframlögum. FréttaBlaðið/SiGtryGGur ari Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. FréttaBlaðið/Ernir Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Sigþrúður Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins 2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 1 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 8 3 -E 8 A 4 1 F 8 3 -E 7 6 8 1 F 8 3 -E 6 2 C 1 F 8 3 -E 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 0 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.