Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 92
Þetta er bók um list-sköpun okkar Egg-erts þar sem ég stilli saman texta mínum og ljósmyndum hans og svo eru þarna líka
nokkrar teikningar eftir mig,“ segir
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir um
nýja ljóðabók sína, Villimaður í
París. Ljóðin eru innblásin af dvöl
Þórunnar og manns hennar, Egg-
erts Þórs Bernharðssonar, í París
vorið 2013. Eggert, sem var sagn-
fræðingur og háskólaprófessor, lést
ári síðar.
„Þessi ljóðabók er saga um dvöl
og Eggert skráði ferðina myndrænt.
Það dýpkaði minninguna mikið
að vinna með myndirnar hans,“
segir Þórunn. Hún er spurð hvort
vinnan við bókina hafi að hluta til
verið leið til að takast á við sorgina.
„Já, þá voru nokkur misseri liðin og
sárið byrjað að gróa,“ segir hún. „Ég
fór að hugsa um það um daginn að
ég hefði fyrst eftir missinn verið
eins og hálf melóna, alveg húð-
laus. Við Eggert vorum hjón í 34
ár og grerum auðvitað saman. Það
stillti sjálfsmeðaumkun mína niður
að líta til móðurömmu minnar,
mömmu og fleiri náinna kvenna
og sjá að þær höfðu hlotið miklu
grimmari örlög en ég. Saman-
burðurinn bjargaði mér. Þakklæti
var mér efst í huga og sorg verður
maður að þola. Sorgin gleymir
engum, eins og segir í Þjóðvísu
Tómasar Guðmundssonar.“
Auðmýkt í París
Í Parísarferðinni árið 2013 dvöldu
hjónin í Kjarvalsstofu í hjarta borg-
arinnar. „Það var dásamlegt að fá að
vera í tvo mánuði við Signubakka,“
segir Þórunn, „þótt við værum auð-
vitað að vinna. Ég skrifaði hjá mér
hughrif og gat seinna sest við að
krota upp úr þeim brotum, endur-
lifa atburði og baka og hnoða, með
hjálp myndanna varð úr heilmikill
pakki. Eggert tók ljósmyndir hvert
sem hann fór og dundaði sér við
það á kvöldin að búa til mynda-
bækur sem Pixel prentaði. Það er
óskaplega mikilvægt að hafa myndir
þegar maður er að segja ferðasögu.
Þórunn er spurð út í titil bókar-
innar, Villimaður í París. „Í mennta-
skóla sat ég í máladeild og lærði
frönsku í fjögur ár og auðvitað
dreymdi mig um að fara til Par-
ísar. Við erum öll villimenn, miðað
við siðfágun Parísar. Titillinn er
grín með það,“ segir hún. „París er
þessi gamla, fína menningarmiðja
heimsins. Borg sem á sér mikla sögu.
Maður fer auðmjúkur þangað því
hún gaf okkur ótalmargt af því sem
tilheyrir vestrænni menningu.“
Erlendir höfundar glóa
Þórunn snýr talinu síðan að launa-
sjóði rithöfunda og skálda hér á
landi og segir: „Þvílík náð er það að
fá laun til að skrifa. Erlendir kollegar
góla þegar ég segi þeim að við fáum
laun til að skrifa bækur. Gleymum
ekki heldur að menntun hér er án
teljandi skólagjalda og við höfum
aðgang að námslánum. Það eru for-
réttindi að búa í svona samfélagi,
annars hefði ég ekki skrifað staf, ég
er ekki ein þeirra sem ráða við að
skapa að loknum vinnudegi. Núna
ríkir fögnuður, því útgáfa örtungu
berst í bökkum, og öllu skiptir fyrir
budduna að afnema á bókaskattinn
á næsta ári. Það eru bjartir tímar
fram undan í bókheimum.“
Við getum létt undir
Umönnun foreldra er gefandi en getur tekið á vegna annríkis í daglegu lífi.
Við getum létt undir með sveigjanlegri aðstoð á heimilinu og ráðgjöf.
Heimahreyfing
– sérsniðin styrktarþjálfun
Aðstoð við böðun
Innlit
Viðvera
Aðstoð við heimilishald
Útréttingar og bæjarferðir
PO
RT
h
ön
nu
n
(
HEIMA
Heilsa Vellíðan Daglegt líf
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Sími 563 1400
soltunheima@soltunheima.is
www.soltunheima.is
Hjúkrunarfræðingur kemur heim og saman finnum
við þjónustuúrræði fyrir þínar þarfir. Fyrsta heimsókn
án skuldbindingar og kostnaðar.
Persónuleg og sveigjanleg þjónusta
Kær leikur
Þú ert koddinn milli fóta minna
þú ert sængin sem faðmar mig
tíminn er ekki til
Við erum öll villimenn
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
Þora
góni á mannsamlokur
og stakar sneiðar
hér í háborg rómantíkur
hjartað býr ekki eitt í helli sínum
heldur með öllum sem elska það
gráðugt og einmana
hoppar það í úlfagryfjuna
óró sjatnar
nýtt hjarta vex
hjörtu fjölga sér
– sem betur fer
„Bók um listsköpun okkar Eggerts,“ segir Þórunn. FréttABlAðið/Sigtryggur Ari
Ný ljóðabók Þór-
unnar Jörlu Valdi-
marsdóttur er
innblásin af dvöl
hennar og manns
hennar í París
vorið 2013.
Ljóðum og myndum
er stillt saman.
2 1 . a p r í l 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r48 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
2
1
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
8
3
-D
4
E
4
1
F
8
3
-D
3
A
8
1
F
8
3
-D
2
6
C
1
F
8
3
-D
1
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K