Fréttablaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 36
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is
Okkur þykir mjög skemmtilegt að kynna okkur mismunandi karaktera, fabúl
era um hvernig þeir myndu búa og
hvers konar hluti þeir myndu hafa
í kringum sig. Með því að vinna út
frá ákveðnum punkti, sem maður
velur ekki endilega sjálfur, gefst
frelsi til þess að skapa eitthvað
algerlega nýtt. Uppfinningamenn
geta líka verið svo margvíslegir,
þeir geta verið að búa til fljúgandi
glimmerkisur, rækta hina full
komnu kartöflu eða finna upp
skriftina að eilífu lífi. Okkur fannst
því uppfinningamaðurinn gott
þema til að vinna út frá, því það
kveikir strax á ímyndunaraflinu,“
segir Auður Ösp Guðmundsdóttir
en hún ásamt Höllu Hannesdóttur
stendur fyrir smáhúsasmiðju í
Hönnunarsafni Íslands í dag.
Í smiðjunni fá þátttakendur að
útbúa, smíða og innrétta herbergi
Smáhúsasmiðja fyrir
uppfinningamenn
Halla
Hannesdótir
og Auður Ösp
Guðmunds-
dóttir standa
fyrir smáhúsa-
smiðju í dag
klukkan 15 í
Hönnunarsafni
Íslands. Mynd/
SiGtryGGur Ari
í dúkkuhúsaskala. Hægt er að velja
mismunandi efni til að vinna úr,
timbur, pappa, textíl, leir og fleira.
Smiðjurnar eru fyrir alla aldurs
hópa.
„Það er ótrúlega forvitnilegt að
sjá hvernig fólk les mismunandi í
efni og finnur upp á einhverju sem
manni hefði aldrei dottið í hug
sjálfum,“ segir Halla.
„Í seinustu smiðju fengum við
nokkra óvænta gesti í heimsókn
– vöruhönnuð, mataruppfinn
ingakonu, slökunarsérfræðing og
fatahönnuð sem öll bjuggu til sín
eigin rými. Það var alveg frábært
og það myndaðist svo góð stund
þar sem allir fengu leyfi til að skapa
án nokkurrar pressu um að greina
eða rannsaka of mikið. Stundum
er bara svo gott að njóta og búa til
sögur í góðum hópi,“ bætir hún við.
Smiðja Auðar og Höllu sprettur
út frá sýningunni Einn á móti átján
sem þær sýndu í Spark Design
Space á HönnunarMars 2015. Þar
sýndu þær dúkkuhús á þremur
hæðum og þrjár útgáfur af húsum á
einni hæð.
„Okkur fannst mjög spennandi
að vinna með skala þar sem við
skissum mjög mikið báðar í smærri
módel þegar við erum að vinna að
verkefni í raunstærð. Við ákváðum
því að hafa „miniature“ sem
útgangspunkt að þessu verkefni
og úr urðu dúkkuhúsin,“ útskýrir
Auður.
„Stærra dúkkuhúsið er hugs
að sem húsgagn sem getur fylgt
manni á lífsleiðinni, ekki einungis
sem dúkkuhús heldur einnig sem
furðuskápur. Í húsinu myndast
ævintýraheimur með þeim hlutum
sem þar tínast inn, hvort sem það
eru dúkkuhúsgögn eða nýir hlutir í
samansafni safnarans.
Við vorum með ýmsar fyrir
myndir varðandi útlitið á húsinu
en skemmtilegast fannst okkur
þó að keyra um og safna gluggum
úr hverfum Reykjavíkur, en við
völdum nokkra sem notaðir voru í
glugga í dúkkuhúsin.“
Smiðjan hefst klukkan 15 í dag
í Hönnunarsafni Íslands. Fleiri
smiðjur eru á döfinni í sumar og
fleiri spennandi verkefni bíða
Auðar og Höllu.
„Það er heilmargt í gangi. Við
erum til dæmis að byrja á splunku
nýju verkefni saman sem verður
vonandi kynnt í haust.“
Vöruhönnuðirnir
Auður Ösp Guð-
mundsdóttir og
Halla Hannes-
dóttir standa fyrir
smáhúsasmiðju
í Hönnunarsafni
Íslands. Smiðjan
byggir á eldra
verkefni sem þær
sýndu á Hönn-
unarMars 2015.
Ótrúlega fljótlagaður, ódýr og góður svínakjötsréttur sem hentar vel í matinn hvort
sem er í miðri viku eða um helgina.
Þessi uppskrift getur dugað fyrir 8
manns.
600 g svínalund
2 msk. sojasósa
2 msk. olía
1 tsk. karrí
1 tsk. hunang
Salt og nýmalaður pipar
Hnetusósa
350 g hnetusmjör
2 msk. chilli-sósa
0,5 dl mango chutney
1 hvítlauksrif, pressað
Hreinsið kjötið og skerið í strimla.
Blandið saman sojasósu, olíu, karríi
og hunangi í plastpoka. Setjið
kjötið í blönduna og marinerið í
nokkra klukkutíma í ísskáp. Brúnið
kjötið á pönnu og bragðbætið með
salti og pipar.
Hnetusósan er gerð þannig að
hnetusmjörið, chutney, chillisósan
og hvítlaukurinn er sett í pott og
hrært vel á meðan sósan þykknar í
hitanum. Bætið við örlitlu vatni ef
sósan verður of þykk. Það má bera
sósuna fram sér með kjötinu eða
setja það í hana. Einnig er hægt að
setja kjötið á spjót, grilla það úti
og hafa sósuna til hliðar. Gott er að
hafa hrísgrjón með.
Svínakjöt með hnetusósu
Svínakjöt í hnetusósu er í miklu uppáhaldi hjá mörgum.
Gleðilegt sumar
Ég fer á fjöll
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
www.fi.is
6 KynninGArBLAÐ FÓLK 2 1 . A p r Í L 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
2
1
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
9
K
_
N
Y
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
8
4
-2
3
E
4
1
F
8
4
-2
2
A
8
1
F
8
4
-2
1
6
C
1
F
8
4
-2
0
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
2
0
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K