Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 2
Morgunblaðið/Ómar
Kátína Hamrað er á mikilvægi þess að börn fari í mikilvægar sprautur.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ef þátttaka í bólusetningum er ekki
betri en skráningar benda til getum
við lent í vanda og sjúkdómahættan
fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðna-
son sóttvarnalæknir í samtali við
Morgunblaðið.
Samkvæmt skýrslu sem
sóttvarnalæknir birti í gær var þátt-
taka í almennum bólusetningum 12
mánaða og fjögurra ára barna á Ís-
landi í fyrra talsvert lakari en árið á
undan. Hann segir að ef fram haldi
sem horfi geti blossað hér upp sjúk-
dómar sem ekki hafa sést um árabil.
Í því samhengi má nefna að nú geis-
ar mislingafaraldur í Evrópu og
gætu stök tilfelli sést hér ef þátttöku
hrakar. Við þessu þurfi því að bregð-
ast. Tólf mánaða eru börn sprautuð
til þess að fyrirbyggja kíghósta, stíf-
krampa, barnaveiki, lömunarveiki,
Hib-bakteríusýkingu og pneumó-
kokkasýkingar. Fjögurra ára
sprautan er svo gegn barnaveiki,
stífkrampa og kíghósta.
95% hlutfall væri
ásættanleg mæting
Sé sprautan við fjögurra ára aldur
tekin sem dæmi þá var mæting í
hana á síðasta ári 85% að meðaltali,
þar af 87% á Vestfjörðum. Á Suð-
urnesjum fór þetta hlutfall hins veg-
ar niður í 79% og 80% á Suðurlandi.
Á höfuðborgarsvæðinu var mæting-
in 86%. Ásættanlegt væri hins vegar
að hlutfallið væri um 95%, segir Þór-
ólfur Guðnason. Sú er líka raunin
viðvíkjandi mætingu í bólusetningu
við þriggja og fimm mánaða aldur-
inn.
Gera þarf betur
Ástæður fyrir minni þátttöku eru
ekki ljósar, segir sóttvarnalæknir,
en mestar líkur eru á að innköllunar-
kerfi heilsugæslunnar fyrir börn á
þessum aldri sé ekki í lagi, að mati
sóttvarnalæknis.
„Oft hendir til dæmis um eins árs
aldurinn að börn séu veik þegar þau
og foreldrarnir eru boðuð í sprautu
og getur gleymst að hafa samband
aftur. Þetta er ein hugsanleg skýring
sem mér kemur í hug. Að minnsta
kosti þarf að gera betur í öllu fyrir-
byggjandi starfi og þetta förum við
betur yfir með starfsfólki heilsu-
gæslunnar á næstunni,“ sagði Þór-
ólfur.
Sjúkdómahættan fer vaxandi
Færri foreldrar mæta með börn í tólf mánaða og fjögurra ára sprautur Innköllun heilsugæslunnar
hugsanlega í ólagi Fyrirbyggja á kíghósta, stífkrampa, barnaveiki, lömunarveiki og fleiri sjúkdóma
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
29. september í 4 nætur
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
44.995
m/morgunmat
PRAG
Helgarferð á spottprís
ÁÐUR KR.
79.900
NÚ KR.
39.950FL
UG
SÆ
TI
á flugsæti
m/gistingu
FY
RI
R2 1
Allt að
39.950 kr.
afsláttur á mann
„Þetta var allt til gamans gert og
rétt til þess að fá fisk í soðið. Aflinn
fer til heimilis og fjölskyldu og af-
ganginn fá vinir og vandamenn,“
segir Ágúst Guðmundsson. Hann
býr í Vestmannaeyjum en er
Strandamaður í húð og hár og fer
oft á æskuslóðir sínar. Þar var hann
um síðastliðna helgi og reri á sínu
litla bátshorni frá Djúpavík fram á
Reykjarfjörðinn. Hitti ljósmyndari
Morgunblaðsins Ágúst þegar hann
var að gera að afla dagsins í fjör-
unni, rétt framan við gömlu síld-
arverksmiðjuna. Með Ágústi var
Gylfi Sigurðsson, smiður í Hafnar-
firði, sem er einn fjölmargra sem
sækja mikið vestur á Strandir til að
afla sér lífsorku í stórbrotnu um-
hverfinu á þessum slóðum.
„Það togar alltaf í mig að fara
norður á Strandir og æ meira eftir
því sem ég eldist. Ég fer nú ekki
langt, eitthvað út á fjörðinn sem
var alveg spegilsléttur og fallegur
um helgina. Þar renni ég fyrir fisk.
Það er alltaf þorsk að fá, en hins
vegar er minna af svartfugli, en
hann veiddi ég gjarnan áður og
finnst vera herramannsmatur,“
segir Ágúst. sbs@mbl.is
Ágúst Guðmundsson Strandamaður rær út á spegilsléttan Reykjarfjörðinn á bátshorni sínu
Morgunblaðið/Golli
Sækir fisk
í soðið í
Djúpavík
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru nær allir kröfuhafar búnir
að samþykkja planið eins og við höf-
um lagt það upp,“ segir Kjartan Már
Kjartansson, bæjarstjóri í Reykja-
nesbæ.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar sam-
þykkti á fundi sínum í gær aðgerðir
vegna endurskipulagningar fjárhags
bæjarins og Reykjaneshafnar.
Reykjanesbær hefur fengið láns-
loforð frá Lánasjóði sveitarfélaga upp
á 3,6 milljarða króna. Lánsloforðinu
fylgir það skilyrði að markmið aðlög-
unaráætlunar bæjarins, sem sam-
þykkt var í apríl, náist og að sam-
komulag liggi fyrir við Eftirlitsnefnd
með fjármálum sveitarfélaga um skil-
yrði varðandi
frekari lántökur á
tímabili um-
ræddrar aðlög-
unaráætlunar.
Eignarhalds-
félaginu Fasteign
verður skipt upp í
tvö félög, annars
vegar félag sem
heldur utan um
eignir sem tengj-
ast grunnþjónustu sveitarfélagsins
(EFF1) og hins vegar félag sem held-
ur utan um eignir sem ekki tengjast
grunnþjónustu sveitarfélagsins
(EFF2). Skuldir félaganna verða
endurfjármagnaðar og gerðir við þau
nýir leigusamningar. Hafi Reykja-
nesbær ekki náð undir 150% lög-
bundið skuldaviðmið í árslok 2022
getur sveitarfélagið nýtt sér sölurétt
á öllu hlutafé í EFF2 til kröfuhafa fé-
lagsins og þannig losað um skuld-
bindingar til lengri tíma.
Hluti af láni Reykjanesbæjar verð-
ur endurlánaður til Reykjaneshafnar
og mun nýtast til að greiða upp hluta
skulda hafnarinnar. Ekki verða þó
allar skuldir hafnarinnar greiddar
upp heldur verður hluti þeirra endur-
fjármagnaður með veði í lóðum hafn-
arinnar, en sölu á lóðum er ætlað að
standa undir greiðslu þeirra lána.
„Það þarf mikið aðhald. Menn
þurfa að vera með bein í nefinu og
mega ekki missa sig í stórkostleg út-
gjöld. Það eru kosningar framundan
og auðvelt að falla í freistingar,“ segir
Kjartan.
Boða kaflaskil suður með sjó
Reykjanesbær fær 3,6 milljarða lánsvilyrði og hefur náð
samkomulagi við flesta kröfuhafa Mikils aðhalds þörf
Kjartan Már
Kjartansson