Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Sigurður Pálsson,
skáld og rithöfundur,
er látinn, 69 ára að
aldri. Sigurður lést á
líknardeild Landspít-
alans sl. þriðjudag eft-
ir erfið veikindi.
Sigurður fæddist 30.
júlí 1948 á Skinnastað í
N-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hans voru
Guðrún Elísabet Arn-
órsdóttir húsmóðir og
sr. Páll Þorleifsson
prófastur.
Hann lauk stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1967 og
stundaði frönskunám í Toulouse og
París. Þá nam hann leikhúsfræði og
bókmenntir í Sorbonne. Sigurður
lauk einnig námi í kvikmyndaleik-
stjórn.
Sigurður fékkst við ýmis störf í
gegnum tíðina. Hann starfaði meðal
annars sem fréttarit-
ari, leiðsögumaður,
kennari og vann auk
þess við sjónvarp og
kvikmyndir. Ritstörf
og þýðingar ein-
kenndu þó að mestu
leyti ævistarf hans.
Sigurður var forseti
Alliance Française um
skeið og formaður Rit-
höfundasambands Ís-
lands.
Sigurður var einn af
Listaskáldunum
vondu 1976. Fjölmarg-
ar ljóðabækur hafa
birst á prenti eftir Sigurð, sú fyrsta
kom út 1975 undir heitinu Ljóð
vega salt. Ljóðabókin Ljóð námu
völd var tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
1993.
Árið 2007 hlaut Sigurður Ís-
lensku bókmenntaverðlaunin fyrir
Minnisbók og hafði þá áður verið
tilnefndur fyrir ljóðabækurnar
Ljóðlínuskip (1995) og Ljóðtímaleit
(2001). Sigurður hefur einnig ritað
skáldsögur og fengist við leikrita-
smíð, skrifað sjónvarps- og útvarps-
handrit og óperutexta. Ljóðabækur
hans hafa verið þýddar á fjölmörg
erlend tungumál, m.a. búlgörsku og
kínversku.
Sigurður hlaut fjölmargar við-
urkenningar fyrir störf sín um æv-
ina. Hann var valinn borgar-
listamaður Reykjavíkurborgar á
tímabilinu 1987-1990 og hlaut verð-
laun Jónasar Hallgrímssonar á degi
íslenskrar tungu 2016. Á nýársdag
2017 veitti forseti Íslands Sigurði
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir framlag hans til íslenskra
bókmennta og menningar.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar
er Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndaleikstjóri. Sonur þeirra er
Jóhannes Páll.
Andlát
Sigurður Pálsson skáld
Ingveldur Geirsdóttir
Kristján H. Johannessen
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Stjórnmálaflokkar eru nú flestir
komnir á fullt við að undirbúa kom-
andi alþingiskosningar, nú þegar
rétt um 5 vikur eru í settan kjördag.
Morgunblaðið setti sig í samband við
talsmenn þeirra flokka sem sæti
eiga á Alþingi og spurði: Hver verða
stóru kosningamálin?
„Það er mikilvægt að mál sem
verða til þess að ríkisstjórnin
springur, þ.e.a.s. mál er snerta þol-
endur kynferðisofbeldis, verði til
umræðu. Að mínu mati er mikilvægt
að þessi mikla atburðarás leiði til
þess að hér skapist raunveruleg við-
horfsbreyting í garð þessa mála-
flokks og að hann komist inn í póli-
tíska umræðu,“ segir Katrín
Jakobsdóttir, formaður Vinstri
grænna, og bætir við að skarpar víg-
línur hafi myndast þann stutta tíma
sem ríkisstjórn Bjarna Benedikts-
sonar sat við völd.
„Ríkisstjórnin stóð ekki við vænt-
ingar um að ráðast ætti í raunveru-
lega uppbyggingu á heilbrigðisþjón-
ustu, menntakerfi og velferðar-
kerfi,“ segir Katrín og heldur áfram:
„Nú þegar hvergi hefur verið sótt
fram á þessum sviðum vil ég einmitt
meina að þessi mál verði einnig ofan
á. […] Við viljum sjá breytingu á rík-
isstjórnarstefnu og félagshyggju-
stjórn að loknum kosningum.“
Klára Evópusambandsmálið
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, segir að kosninga-
málið verði barátta fyrir mannsæm-
andi lífi fyrir alla Íslendinga, betra
velferðarkerfi og félagslegur stöðug-
leiki. „Það þarf líka að leggja mikla
áherslu á að mæta framtíðinni með
kraftmiklu menntakerfi. Síðan eru
réttlætismál eins og að þjóðin fái að
greiða atkvæði um áframhaldandi
viðræður við ESB, það þarf að hnika
stjórnarskránni áfram og síðan
verða kosningarnar að fá að snúast
um raunverulega ástæðu fyrir því að
önnur ríkisstjórnin á einu ári fellur.
Þjóðin þarf að ræða mál eins og heið-
arleika og gegnsæi, annars komumst
við aldrei út úr þessu vantrausti sem
nú ríkir á milli þjóðarinnar og Al-
þingis,“ segir Logi.
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, segir
kosningarnar m.a. munu snúast um
aukinn stuðning við þá sem verst
hafa það í samfélaginu. „Mál eins og
að aldraðir geti verið úti á vinnu-
markaði og tekið virkan þátt í sam-
félaginu,“ segir hann og bætir við að
einnig verði áhersla lögð á heilbrigð-
ismál, menntamál. „Ég held það
verði einnig rætt um ferðaþjón-
ustuna og náttúruna sem orðið hefur
fyrir miklum áhrifum af þessari
stærstu atvinnugrein okkar,“ segir
hann og bendir á að brýnt sé að
ferðaþjónustan verði sjálfbær. „Þeg-
ar nær dregur kosningum skýrast
línur enn frekar og áherslan færist
yfir á fáein mál,“ segir hann.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar
framtíðar, segir aðdraganda og
ástæðu stjórnarslita hljóta að verða
stórt kosningamál. „Í ljósi þessi að
við vorum að slíta stjórnarstarfi, rétt
fyrir helgi, út af grunnprinsippmál-
um um vinnubrögð og gagnsæi, þá er
það mjög ofarlega í huga.“
Þá segjast Píratar vera að vinna í
sínum helstu stefnumálum um þess-
ar mundir og verða þau kynnt á
næstu dögum í endanlegri mynd.
Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, for-
maður Flokks fólksins, næði sam-
kvæmt könnunum mönnum inn á
þing. Hún segir flokkinn berjast fyr-
ir almannahag. „Við viljum útrýma
fátækt. Hún er þjóðarskömm. Við
viljum taka til hendinni í sambandi
við húsnæðismál, afnema frítekju-
markið með öllu og verðtryggingu og
okurvexti auk þess að við viljum
gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu.“
Ekki náðist í Bjarna Benedikts-
son, formann Sjálfstæðisflokksins,
og Benedikt Jóhannesson, formann
Viðreisnar, við gerð fréttar.
Aðdragandi slita kosningamál
Menntamál, heilbrigðismál og ferðaþjónustan eru meðal þess sem formenn flokka nefna sem kosn-
ingamál Ræða þarf það mál sem leiddi til stjórnarslita Fátækt ofarlega á blaði Flokks fólksins
Morgunblaðið/Eggert
Fundahöld Þingflokksformenn allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi hittu forseta þingsins í gærdag.
BUDAPEST Í UNGVERJALANDI
GDANSK Í PÓLLANDI
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir
sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá
Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir.
Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en
baðmenningu Ungverja má rekja hundurðir ára aftur
í tímann. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis
menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg
Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur
til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún
var helsta vígi Hansakaupmanna i Evrópu. Glæsilegur
arkitektúr, forn menning og fjölmargar tónlistarhátíðir
hafa gert borgina við flóann að vinsælustu
ferðamannborg Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
RIGA Í LETTLANDI
Miðaldaborg fra 12 öld. Gamli og nýi tíminn mætast
í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá
árinu 1201 og er verndaður af Unesco. Þar ber hæst
kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem
litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum
Evrópu.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GLÆSILEGAR BORGIR
Í AUSTUR-EVRÓPU
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir i A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
3-4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði i mat og drykk.
Þá eru hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum.
Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki
svo og kvöldverði/veislur i höllum, köstulum eða húsum
frá miðöldum
Getum boðið mjög gott verð á flugi, hótelum og rútu, svo
og íslenskan fararstjóra ef þess er óskað.
Nokkur dæmium borgir semvið bjóðum
uppá
Kristján Þór Júlíusson mennta-
málaráðherra og fulltrúar Lands-
samtaka íslenskra stúdenta
undirrituðu í gær styrktarsamn-
ing til eins árs. Með samningi
þessum er ætlun menntamála-
ráðuneytisins að skapa og styðja
við sterkan samstarfsvettvang há-
skólastúdenta sem sé milli þeirra
og stjórnvalda í öllum umræðum
um háskólamál.
Landssamtök íslenskra stúd-
enta (LÍS) eru samtök há-
skólanema á Íslandi og erlendis;
regnhlífar-
samtök átta að-
ildarfélaga sem
stúdentar í há-
skólum jafnt
heima og er-
lendis eru
skráðir í. Hlut-
verk samtak-
anna er að
standa vörð um
hagsmuni stúd-
enta og stilla saman strengi fé-
laga þeirra.
Styðja við samstarfsvettvang stúdenta
Kristján Þór
Júlíusson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Spínatið kemur óþvegið til landsins í
plastpokum frá Spáni og veitinga-
staðurinn notaði þetta spínat óþveg-
ið. En nú hafa þeir breytt verklagi
sínu,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson,
deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur.
Morgunblaðið greindi frá því á
þriðjudag að dautt nagdýr hefði
fundist í salati sem keypt var á veit-
ingastað. Í ljós hefur komið að um er
að ræða húsamús, 6,2 grömm að
þyngd. Sérfræðingur hefur rann-
sakað dýrið. Ekki er talið líklegt að
hægt verði að skera úr um hvort dýr-
ið sé íslenskt eða erlent. Deilt hefur
verið um hvenær músin komst í sal-
atið. Af orðum Óskars má ráða að
Heilbrigðiseftirlitið telji að músin
hafi komið með spínatinu frá Spáni.
Einar Ásgeirsson, einn eigenda veit-
ingastaðarins Fresco, er ekki sama
sinnis. „Músin kom ekkert með spí-
natinu, það eru alveg hreinar línur.
Við erum með vél sem þvær salat og
músin fer ekkert í gegnum það sigti.“
Halldór Jökull Ragnarsson, gæða-
stjóri hjá Innnes, segir að allt spínat
hafi verið innkallað og því verði farg-
að á föstudag. Ekki standi til að
endurskoða verklag hjá fyrirtækinu.
„Við segjum við okkar viðskipta-
vini í þessu fagi að þeir eigi að skola
og þvo vöruna. Sumir segja að þetta
sé það gott að þess sé ekki þörf.
Þetta er vissulega gæðavara en það
er alltaf betra að hafa vaðið fyrir neð-
an sig.“
Deilt um það hvenær mús
komst í salat á veitingastað
Heilbrigðiseftirlitið segir að spínat hafi ekki verið þvegið
Mynd/Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Salat Eigandi Fresco segir óhugs-
andi að mús hafi komið af staðnum.