Morgunblaðið - 21.09.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.09.2017, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fulltrúar ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar gengu í fyrradag frá samkomulagi sem tryggir félagsmönnum í ASÍ sem starfa hjá ríki og borg sambærileg lífeyriskjör og opinberir starfsmenn njóta eftir breytingarnar sem gerðar hafa verið á lífeyrismálum opinberra starfs- manna. Samkomulagið nær til þúsunda launamanna en alls eru um 12 þúsund launamenn í aðildarfélögum ASÍ við störf hjá ríkinu og sveitarfélögum. Þeir njóta þó ekki allir þessara breytinga því önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg eru ekki aðilar að þessu samkomulagi og gagnrýnir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, þau harð- lega fyrir að vera ekki með og tryggja ekki starfsmönn- um þeirra sem eru í aðildarfélögum ASÍ sambærileg rétt- indi. Fá 5,85% sérstakt iðgjald Við breytingarnar á lífeyrismálum opinberra starfs- manna var gengið frá því að sérstakt framlag til lífeyris- aukasjóða A-deilda LSR og Brúar standi undir óbreytt- um réttindum núverandi sjóðfélaga sem eru opinberir starfsmenn. Ágreiningur var hins vegar um hvernig tryggja ætti starfsfólki innan vébanda ASÍ, sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum, sambærilega uppbót. Úr því hefur nú verið leyst fyrir þá sem starfa hjá ríkinu og Reykjavíkurborg. Byggt er á tryggingafræðilegu mati LSR á hvert sé ígildi þessara breytinga þegar þær eru reiknaðar sem sérstakt iðgjald launagreiðanda og varð niðurstaðan sú að iðgjald vegna ársins 2017 skuli vera 5,85%. Fá því ASÍ starfsmenn hjá ríki og borg þetta iðgjald greitt í lífeyris- sjóð. Það er breytilegt og endurmetið á hverju ári. „Um er að ræða sólarlagsákvæði þannig að nýir starfs- menn hjá okkur líkt og nýir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum fara inn í nýtt kerfi en þetta snérist um að jafna stöðu þeirra starfsmanna sem starfa í dag hjá ríki og Reykjavíkurborg,“ segir Gylfi. Hann segir að því miður hafi önnur sveitarfélög en Reykjavíkurborg ekki talið sig skuldbundin til þess að gera þessar breytingar. Sveitarfélögum stefnt fyrir félagsdóm? ,,Það er miður vegna þess að í kjarasamningunum haustið 2015 í tengslum við rammasamkomulagið (Sal- ek), þá var tekinn frá kostnaður gagnvart launabreyt- ingum til að fjármagna þessa aðgerð þ.m.t. hjá sveitar- félögunum. Því er í sjálfu sér ekki andmælt að við höfum skilið eftir kostnaðarsvigrúm hjá sveitarfélögunum til að mæta þessu en þau telja hins vegar ekki að ramma- samkomulagið þar sem fjallað er um jöfnun lífeyris- réttinda feli í sér einhverja skuldbindingu gagnvart þess- um félögum okkar. Það er alveg ljóst að ríki og Reykjavíkurborg töldu sig hafa þessa skuldbindingu og gengu frá henni með þessum hætti og erum við núna að velta því fyrir okkur að stefna sveitarfélögunum fyrir fé- lagsdóm,“ segir hann. ASÍ semur við ríki og borgina um lífeyrismál  Önnur sveitarfélög taka ekki þátt í samkomulaginu „Framganga sveitarfélaganna og forystumanna þeirra hefur valdið verulegum trúnaðarbresti í sam- skiptum fulltrúa aðildarfélaga ASÍ og samninganefndar sveitarfélag- anna,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. „Við skildum það svo að það yrði séð til þess að sveitarfélögin myndu ekki mismuna starfsmönnum sínum við þessa aðgerð en nú er það niður- staða sveitarfélaganna að ef viðkomandi er fé- lagsmaður í ASÍ, þá njóti hann ekki jöfnunar lífeyr- isréttindanna. Það er alveg ljóst að þegar kjarasamningar losna næst þá verður tekist mjög harkalega á um þetta,“ segir Gylfi. Veldur trúnaðarbresti GAGNRÝNIR SVEITARFÉLÖG HARÐLEGA Gylfi Arnbjörnsson Glæsiverk til sölu Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890 SMIÐJAN Listhús - Innrömmun Opið alla virka daga kl. 11-17, laugardaga kl. 12-14. Leitum að verkum gömlu meistaranna fyrir næstu sýningu okkar Þorvaldur Skúlason Þorvaldur Skúlason Hafsteinn Austmann Karl Kvaran Hágæða innrömmun 27 ára reynsla Magnús Heimir Jónasson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Formenn allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi funduðu að nýju með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í gær. Enn hefur engin niðurstaða fengist í hvaða þing- mál verður reynt að klára áður en þingi er frestað á kjördag, 28. októ- ber. Meðal þeirra þingmála sem enn er verið að ræða en engin samstaða hefur náðst um eru: lögfesting not- endastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA), breytingar á útlendingalög- um, breytingar á lögum tengdum uppreist æru ásamt breytingum á stjórnarskrá. Engin þingmál eru komin í nefndir og flækir það stöðuna en fjárlög voru eina þingmálið sem var komið til fyrstu umræðu þegar slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Vinna áfram í ákveðnum málum Unnur Brá segir að eina niður- staða fundarins í gær hafi verið að það þurfi að halda áfram að vinna í málunum, en það sé jafnframt já- kvætt að menn séu að ræða saman. „Það er ekki nein önnur niðurstaða af þessum fundi en sú að við erum enn að vinna í ákveðnum málum til að kanna hvort við getum náð saman um að afgreiða einhver mál fyrir þing- frestun,“ segir Unnur sem er bjart- sýn á að niðurstaða náist í einhverj- um málum. „Við fundum aftur á föstudaginn og tökum stöðuna þá og könnum hvort við séum komin á þann stað að við getum tekið ákvarðanir.“ Unnur Brá gat ekki sagt til um hvort þingfundur yrði boðaður að fundi loknum á föstudaginn. Stjórnarskráin enn á borðinu Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ennþá sé verið að skoða breytingar á stjórnar- skránni en aðspurður segist hann ekki endilega bjartsýnn á að niður- staða náist í þeim málum. Í um- ræðunni hefur meðal annars verið rætt um að breyta auðlindarákvæði stjórnarskrárinnar. Ásamt því hafa Píratar lagt til að breyta stjórnar- skránni með þeim hætti að hægt verði að breyta henni í framtíðinni með að- komu kjósenda án þess að rjúfa þing og boða til þingkosninga. Spurður um hvort hann væri bjartsýnn á að hægt væri að ná samkomulagi, þinga stutt- lega og fara í kosningabaráttu, segir Logi ólíklegt að hægt sé að ná sam- komulagi sem allir geti fellt sig við og bætir við að það megi ekki gerast að engin mál verði afgreidd á þinginu. Ágreiningur um lykilmál Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að fundurinn hafi verið góður en ágreiningur sé enn uppi. „Það er ágreiningur um hvernig á að ljúka þinghaldi, stjórnarslit voru bara fyrir nokkrum dögum,“ segir Óttarr og bætir við að verið sé að reyna að ná samstöðu um lykilmálin. „Stjórnin lagði fram heilmikla þing- málaskrá og mörg mál lágu fyrir þannig að það sem við erum að reyna, formenn flokkanna, er að ná einhverri samstöðu um nokkur lykilmál sem mega ekki bíða.“ Hann segist jafn- framt hæfilega bjartsýnn á að hægt verði að ná samstöðu í einhverjum málum. „Ég hef lagt áherslu á málefni varðandi útlendingalög, varðandi NPA og einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarskrármálunum áfram en það eru málefni þarna til umræðu eins varðandi uppreist æru,“ segir Óttarr og bætir við að ágreiningurinn sé ekki djúpstæður en það sé eftir að „lenda“ málunum. Samtölin þróast í rétta átt Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samtölin milli formanna flokkanna hafa þróast aðeins með gærdeginum. „Við erum undir góðri stjórn forseta þingsins að reyna að afmarka örfá mál sem við myndum funda um á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson. „Þetta eru mál sem varða framtíðarverklag við stjórnarskrána. Við erum að taka til umfjöllunar hugmyndir sem varða út- lendingalögin, hvort það sé hægt að gera eitthvað í því. Það er verið að ræða mál dagsins, uppreist æru. Það skyldi engan undra, enda hefur dóms- málaráðherra boðað að þar þurfi að gera breytingar,“ sagði Bjarni til að taka dæmi um þau mál sem unnið var að á fundinum. Hann sagði nauðsyn- legt að tryggja áframhaldandi vinnu með þau mál sem ekki verða sam- þykkt á þessu þingi, meðal annars NPA, svo hægt væri að lögfesta það fyrir áramót. Bjarni lagði fram minn- isblað á fundi flokksformannanna í gær um að stjórnarskráin yrði endur- skoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum og hefur sú hugmynd lagst ágætlega í formenn flestra flokka. Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar, og Katrín Jakobs- dóttir, formaður Vinstri grænna, gáfu ekki kost á viðtölum eftir fundinn. Engin niðurstaða í augsýn eftir fund forseta Alþingis  Unnur Brá boðar formenn allra þingflokka á þriðja fundinn á föstudaginn Morgunblaðið/Eggert Fundað Unnur Brá vonast til að ná samstöðu meðal flokka á föstudaginn. „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Píratar hafa tilkynnt að haldin verði prófkjör um land allt fyrir komandi alþingiskosningar. Opnað hefur verið fyrir skráningar á vef- síðu flokksins. Allir geta boðið sig fram að því gefnu að þeir hafi skráð sig í Pí- rata. Atkvæðisrétt hafa þeir sem eru búnir að vera skráðir í flokkinn í 30 daga og því geta nýir félagar ekki tekið þátt. „Nei, því miður. Kosningakerfið okkar hefur alltaf verið þannig og það er bara of stuttur tími til að breyta því. En það eru allir kjör- gengir,“ segir Þórhildur Sunna. Framboðsfrestur rennur út á laugardag klukkan 15 en sama dag hefst kosning og stendur hún í eina viku. Reykjavíkurkjördæmin verða með sameiginlegt framboð. Í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi verður opið prófkjör þar sem allir skráðir Pí- ratar á landsvísu geta kosið. Í Norðausturkjördæmi og Suður- kjördæmi verður lokað prófkjör þar sem aðeins skráðir Píratar í hvoru kjördæmi fyrir sig hafa at- kvæðisrétt. hdm@mbl.is Píratar boða til prófkjörs Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  „Lýðræðið ræður“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.