Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 8

Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Þeir sem töpuðu forsetakosning-unum í Bandaríkjunum hafa þurft óvenjulega langan tíma til að kyngja þeirri niðurstöðu. Hillary Clinton hefur gefið út bókina Hvað gerðist? Einfalda svarið er „Trump vann“. En það pass- ar ekki í bók sem þegar hefur selst í 300.000 eintökum. Aðdáendum Hillary er létt því bókin staðfestir að hún sjálf hafði ekkert með ósigurinn að gera.    Miðað við hatriðá Trump vestra, ekki síst í hópi hans gömlu flokksfélaga, demó- krata, getur karlinn ekki gert neitt sem verðskuldar ekki fordæmingu.    Ræða hans hjá Sameinuðu þjóð-unum hefur þó mælst furðu vel fyrir. Ekki síst þegar haft er í huga að hann taldi hugsanlega nauðsyn- legt að tortíma Norður-Kóreu. En hafa verður í huga að Bill Clinton boðaði þetta sama fyrir tæpum 20 árum.    Nokkrir „erlendir leiðtogar“hafa þegar fordæmt ræðu Trumps, þeirra á meðal talsmenn Norður-Kóreu.    Mbl.is segir frá því að það hafiutanríkisráðherra Írans einn- ig gert og sagt ræðuna vera „fávísan hatursáróður“. Reglulega eru sýnd- ar myndir af stórfundum æðsta valdamanns Írans, ayatollah Khame- nei, þar sem þúsundir hrópa í kór kröfu um að leggja Bandaríkin í rúst. Þá segir í fréttum að Wallst- röm, utanríkisráðherra Svía, hafi sagt: „Þetta var röng ræða, á röngum tíma, fyrir ranga áheyrendur.“ Kannski þarf Karl Gústaf 16. að draga ráðherrann aftur að landi? Trump Kunnir kappar STAKSTEINAR Wallström Veður víða um heim 20.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 súld Bolungarvík 7 rigning Akureyri 10 rigning Nuuk 4 skýjað Þórshöfn 11 rigning Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 14 léttskýjað Stokkhólmur 11 skýjað Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 14 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 15 rigning Glasgow 16 rigning London 16 skýjað París 17 alskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 14 skúrir Berlín 15 skýjað Vín 13 rigning Moskva 16 léttskýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað Róm 20 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 16 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 21 alskýjað Chicago 25 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:09 19:33 ÍSAFJÖRÐUR 7:13 19:39 SIGLUFJÖRÐUR 6:56 19:22 DJÚPIVOGUR 6:39 19:03 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdóm- ara sem auglýstar voru lausar til um- sóknar 1. september sl. Umsóknar- frestur rann út 18. september. Í frétt á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra hafi ákveð- ið að víkja sæti í málinu vegna um- sóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlög- manns. Hún telji að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að umsækjendur dragi óhlut- drægni hennar i efa. Hefur ráðherra óskað eftir því við forsætisráðherra að öðrum ráðherra í ríkisstjórninni verði falin meðferð málsins. Þegar umsóknir liggja fyrir tekur til starfa dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda. Nefndina skipa: Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari, formaður, Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir lögfræðing- ur, Ragnheiður Harðardóttir hér- aðsdómari og Óskar Sigurðsson hæstaréttarlögmaður. Varamenn eru: Greta Baldurs- dóttir hæstaréttardómari, Valtýr Sigurðsson hæstaréttarlögmaður, Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, Halldór Halldórsson dóm- stjóri og Guðrún Björk Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður. Þetta er sú sama nefnd og fjallaði um umsækjendur um 15 dómara- embætti í Landsrétti. Þá lýstu fjórir aðalmenn sig vanhæfa og tóku vara- menn sæti þeirra. Nú verður kannað hvort einhverjir nefndarmenn þurfi að víkja sæti vegna vanhæfis. Það verður að teljast líklegt því 37 sóttu um embætti í Landsrétti en umsækj- endur nú eru 41. Nefndin tók sér tvo og hálfan mánuð til að fara yfir um- sóknir dómara við Landsrétt. Umsækjendur nú eru með fjöl- breyttan bakgrunn. Þarna er meðal annars að finna 10 hæstaréttarlög- menn, 10 héraðsdómslögmenn og 8 aðstoðarmenn dómara. Flest eru í Reykjavík Embættin átta sem um ræðir eru: Eitt embætti dómara sem hafa mun starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sinna störfum við alla héraðsdóm- stólana eftir ákvörðun dómstólaráðs og jafnframt vera dómstjóri í Hér- aðsdómi Vestfjarða. Eitt embætti dómara sem hafa mun starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en sinna störfum við alla héraðsdómstólana og embætti sex dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Skipað verður í flest embættin frá og með 1. janúar 2018. Fyrr í embættið á Vestfjörðum reynist það mögulegt. Dómnefnd mun meta hæfni 41 umsækjanda  Dómsmálaráðherra víkur sæti Morgunblaðið/Þorkell Héraðsdómur Flestir nýju dóm- aranna munu starfa í Reykjavík. Sigríður Á. Andersen Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Aðventuprýði í Prag Í þessari skemmtilegu aðventuferð gistum við í þremur heillandi borgum. Í hverri þeirra kynnumst við fagurlega skreyttum jólamörkuðum með fjölbreyttum varningi og sýnishorni af því dæmigerða í mat og drykk heimamanna.Við hefjum ferðina í Pilsen í Tékklandi, förum svo til heimsborginnar Prag og endum ferðina í Nürnberg í Þýskalandi. Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. 2. - 9. desember Fararstjóri: Pavel Manásek Íslendingar geta nú sótt um vegabréf í sendiráði Ís- lands í París, Tókýó og aðal- ræðisskrifstof- unni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu. Hingað til hefur búnaður verið til staðar í sendiráðum Íslands í Kaup- mannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Lond- on, Berlín, Washington D.C. og Pek- ing. Nú er því hægt að sækja um vegabréf á 10 stöðum í heiminum, utan Íslands. Útgáfa vegabréfa fer í gegnum Þjóðskrá á Íslandi og er almennur afgreiðslutími þeirra um þrjár vikur. Íslendingar með skráða búsetu í erlendum ríkjum þar sem íslenskt sendiráð er starfrækt eru sam- kvæmt Þjóðskrá 41.584 talsins og 4.808 í ríkjum þar sem ekki er sendi- ráð. Auka þjónustuna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.