Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 11

Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Við erum á Facebook Laugavegi 82 | 101 Reykjavík Sími 551 4473 Fegurðin kemur innan frá Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Str. 38-58 Nýjar yfirhafnir Nýjar haustvörur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Blússa kr. 5.990 Peysa með stroffkraga kr. 7.400 - 4 litir Bolur kr. 7.900 Rúllukraga- peysa kr. 7.400 - 4 litir Fylgdu okkur á facebook.com/laxdal.is Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422 Frábær verð (sömu og á hinum norðurlöndunum) Skoðið laxdal.is/MysticAmber Ný haustlína frá Nýjar haustvörur Meyjarnar Mjódd | sími 553 3305 NÝJAR VÖRUR ÚTSÖLULOK laugardaginn 23. sept. 15% auka afsláttur af útsöluvörum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun Allt um sjávarútveg Árlegu átaksverkefni Bleiku slauf- unnar verður hleypt af stokkunum 30. september næstkomandi en degi fyrr verður útlit hennar þetta árið opinberuð. Hins vegar hefur Krabbameinsfélag Íslands hafið forsölu á Bleiku slaufunni og geta þeir sem það kjósa fengið hana senda í pósti til sín fyrir mán- aðamót. Hönnuður slaufunnar þetta árið er Ása Gunnlaugsdóttir, hönnuður og gullsmiður. Samkeppni var hald- in um útlit slaufunnar og er það í sjötta sinn sem það er gert. Er sam- keppnin afrakstur samstarfs Krabbameinsfélagsins og Félags ís- lenskra gullsmiða. Alls bárust níu tillögur í keppnina í ár og segir í til- kynningu frá Krabbameinsfélaginu að afar erfitt hafi reynst að velja úr innsendum tillögum enda hafi þær allar verið mjög metnaðarfullar. Hönnun Bleika slaufan þótti vel heppnuð í fyrra. Spenna er fyrir nýju slaufunni. Slaufan til styrktar ráðgjafarþjónustu Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að móðir skuli sæta nálgunarbanni í sex vikur gagnvart dóttur sinni og ekki koma í 50 metra fjarlægð frá dvalarstað dótturinnar, veita henni eftirför, heimsækja eða nálgast á almanna- færi. Þá má hún heldur ekki setja sig í samband við dótturina með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti. Í úrskuði héraðsdóms kemur fram að dóttirin hafi verið vistuð tímabundið utan heimilis á grund- velli barnaverndarlaga, en í grein- argerð lögreglu sem hefur hafið rannsókn á meintu viðvarandi and- legu og líkamlegu ofbeldi móður- innar gegn dótturinni kemur fram að um sé að ræða barsmíðar með opnum lófa eða krepptum hnefa og hafi móðirin leitast við að höggin lentu í andliti brotaþola. Bæði móðirin og sambýlismaður hennar sem hafði verið tilgreindur sem vitni þvertaka fyrir að ofbeldi hafi átt sér stað. Aftur á móti stað- festi vinkona dótturinnar að ofbeldi hefði átt sér stað þegar hún hefði verið í heimsókn. Áður hafa barnaverndaryfirvöld vistað hálfsystur dótturinnar utan heimilis. Þá segir að móðirin og sambýlismaðurinn hafi þrátt fyrir að börnin hafi verið vistuð utan heimilis reynt að nálgast þau á þeim stað þar sem þau dvelja til að sækja þau. Fluttu til landsins þremur árum Mæðgurnar fluttust til Íslands fyrir þremur árum og greindi dótt- irin frá því að samband þeirra hefði aldrei verið gott og móðirin meðal annars „lamið brotaþola [dótturina] í klessu og ekki leyft henni að fara í skóla eftir það til að koma í veg fyrir að marblettir sem hún hefði fengið sæjust og hefði slíkt gerst nokkrum sinnum.“ Ástandið hefði batnað þeg- ar þær fluttu til Íslands, en svo versnað að nýju. Nálgunarbann gegn móður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.