Morgunblaðið - 21.09.2017, Page 16
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Stefnt er að því að starfsemi Haf-
rannsóknastofnunar geti flutt í nýtt
hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í
ársbyrjun 2019, en áætlað er að
þessi áfangi hússins rísi á um 15
mánuðum. Reiknað er með að jarð-
vinna við bygginguna geti hafist
upp úr næstu mánaðamótum eða
um leið og framkvæmdaleyfi verður
veitt. Bygging hússins var sam-
þykkt með þremur atkvæðum gegn
tveimur á fundi skipulags- og bygg-
ingarráðs Hafnarfjarðar á þriðju-
dag, en Sjálfstæðisflokkurinn og
Björt framtíð mynda meirihluta í
bæjarfélaginu.
Það er Fornubúðir eignarhalds-
félag sem byggir húsið og leigir
Hafrannsóknastofnun til 25 ára.
Jón Rúnar Halldórsson, forsvars-
maður félagsins, segir mikilvægt
fyrir Hafnarfjörð að fá þennan
stóra vinnustað í bæinn og um leið
eina af undirstöðustofnunum sam-
félagsins.
Eins og um samsetta röð
minni bygginga sé að ræða
Hafrannsóknastofnun kom að
þarfagreiningu og fyrirkomulagi í
húsnæðinu, sem er fimm hæða hátt
og tengist eldri skemmu þar sem
verður aðstaða fyrir útgerð rann-
sóknaskipa. Í útboðslýsingu var
reiknað með 112 starfsmönnum í
húsinu, en eftir því sem verkefnið
þróaðist var á endanum miðað við
140 störf.
Batteríið Arkitektar ehf. hanna
húsið og í greinargerð deiliskipu-
lags fyrir Fornubúðir 5 segir meðal
annars að útlit byggingar að höfn-
inni skuli vera brotið upp eins og
um samsetta röð minni bygginga sé
að ræða. Hver húshluti skuli að há-
marki vera 15 metra breiður og í
mismunandi meginlit. Jarðhæðin að
höfninni skeri sig þó frá efri hæðum
í lit. Við val á litum hafi arkitektar
horft til nokkurra bygginga við
höfnina sem eru í jarðlitum og tóna
vel við þekkta litanotkun víða í
bænum, einkum í gamla bænum.
Fordæmisgefandi bygging
Í bókun fulltrúa Samfylkingar-
innar og VG á fundi skipulags- og
byggingarráðs á þriðjudag kemur
fram að fulltrúar minnihlutans
styðja komu Hafrannsóknastofnun-
ar í Hafnarfjörð, en geti ekki sam-
þykkt þessa nýja tillögu.
„Byggingin verður fordæmisgef-
andi fyrir hafnarsvæðið. Auk þess
verður að hafa í huga að enn á eftir
að fara í opna hugmyndasamkeppni
um framtíðarskipulag Flensborgar-
hafnar. Það er alveg ljóst að mál
Fornubúðar 5 verður að taka eitt-
hvert tillit til framtíðarskipulags
Flensborgarhafnar. Nýja deili-
skipulagið segir einungis til um há-
mark byggingarmagns en ekki
hvernig eigi að fullnýta bygging-
arreitinn.
Minnihlutinn leggur til að ný til-
laga verði unnin sem tekur mið af
fyrirliggjandi skipulagslýsingu
Flensborgarhafnar. Í henni segir að
þar skuli byggja „Lágreistar bygg-
ingar sem falla vel að aðliggjandi
byggð“. Auk þess er kveðið á um að
byggingarmagn og hæð nýrrar
byggðar á svæðinu verði aukið í
góðri sátt við aðliggjandi byggð,“
segir í bókun minnihlutans.
Óskiljanleg afstaða
Í bókun fulltrúa Bjartrar fram-
tíðar og Sjálfstæðisflokks segir
meðal annars: „Fulltrúar Bjartrar
Framtíðar og Sjálfstæðisflokks
minna á að í öllum ferli skipulagsins
hafa fulltrúar minnihlutans í skipu-
lags- og byggingarráði tekið þátt í
umræðum og ákvarðanatöku um
skipulag Fornubúða 5 án athuga-
semda og er því þessi afstaða þeirra
í árslöngu ferli um skipulag Flens-
borgarhafnar óskiljanleg.
Þegar verið að er að breyta deili-
skipulagi – svo koma megi fyrir
frekara byggingarmagni er mikil-
vægt að horfa til framtíðar og eins
heildstætt og hægt er. Fyrstu
skrefin í frekari uppbyggingu fyrir
höfnina liggja í lýsingu fyrir Flens-
borgarhöfn og væntingar okkar
kjörna fulltrúa eru því miklar um
að vel takist til með uppbyggingu á
höfninni í heild sinni, enda er höfnin
mikilvæg í sjálfsmynd Hafnfirðinga.
Hér eru tekin fyrstu skref í þess-
ari uppbyggingu með tilkomu Haf-
rannsóknastofnunar, þar sem
áhersla á uppbrot, opnar götuhliðar
og uppbyggingu við hafnarmann-
virki haldast í hendur.“
Byggt yfir Hafró við Fornubúðir
Húsið á að vera tilbúið til notkunar í ársbyrjun 2019 Skiptar skoðanir í skipulags- og byggingarráði
Hafnarfjarðar Útlit byggingar brotið upp með mismunandi litum Mikilvægt fyrir bæjarfélagið
Tölvumyndir/Batteríið Arkitektar ehf.
Hafnarfjörður Séð af Strandgötunni yfir á Fornubúðir þar sem húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun á að rísa á næstu fimmtán mánuðum á hafnarsvæðinu.
Fornubúðir Um eitt hús er að ræða, en mismunandi litir eru notaðir til að brjóta útlit þess upp. Húsið verður fimm hæðir og tengist eldri skemmu.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Abena hjálparvörurnar við þvagleka fást í Rekstrarlandi og
sérfræðingar okkar aðstoða við rétt val á þeim. Þessar
vörur eru af öllum stærðum og gerðum svo auðvelt er
að finna þægilega lausn sem hentar hverjum og einum.
Skírteinishafar geta leitað beint til Rekstrarlands til að
fá Abena þvaglekavörur afgreiddar. Við sjáum um að
koma vörunum beint heim til notenda án aukakostnaðar.
Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | Söluver 515 1100 | rekstrarland.is
Abena þvaglekavörur eru samþykktar af Sjúkratryggingum Íslands
Svörum fyrirspurnum fúslega í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is
Verslunin í Vatnagörðum er opin kl. 9–18 alla virka daga.
VIÐ HUGSUM Í LAUSNUM