Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 34

Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 lögum Sigfúsar Einarssonar. Og Ís- lendingarnir sem mæta í stofuna taka undir og syngja um úti- legumenn í Ódáðahrauni. Nyrst í Nýja Íslandi, um 180 kíló- metra fyrir norðan Winnipeg, er Mikley; skógi vaxin eyja, rómuð fyr- ir náttúrufegurð. Þar settust fyrstu Íslendingarnir að 1876, en það ár fluttu alls 1.100 manns frá Íslandi til Vesturheims og náðu þessir miklu fólksflutningar þá sennilega há- marki. Löndum okkar búnaðist vel í Mikley, enda náðu þeir tökum á veiðimöguleikum í Winnipegvatni sem er úthafi líkast. Um langa hríð átti svo eftir að dafna öflugt íslenskt samfélag í Mikley; sem um 1970 var af fylkisstjórn gerð að fólkvangi – en eyjan, sem nú heitir Hecla Provinci- al Park, tengist fastalandinu með brú og við hana er ljósviti og við hann skilti sem á stendur: Komið aftur. Já, er það ekki alveg tilvalið? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sagan Íslendingahópur við styttu Jóns Sigurðssonar forseta sem er fyrir framan þinghúsið í Winnipeg. Víða á þessum slóðum eru ýmis minni sem hafa tengingar við gamla landið í norðri. Þyrping Á sléttunni þar sem heitir Árborg hefur kona af íslenskum ættum komið upp litlu byggðasafni, þangað sem flutt hafa verið hús sem mörg hver eru lík þeim sem landnemarnir frá Íslandi reistu á sínum tíma og bjuggu í. Fylking Reffilegir dátar úr kanadísku herliði marsera um göturnar í Gimli á Íslendingadeginum, sem þar var haldin hefð samkvæmt snemma í ágúst. „Vestur-Íslendingar rækta menn- ingararfinn og tengslin heim á eig- in forsendum án þess að standa í karpi eða vera í samkeppni við aðra. Fyrir okkur Íslendinga er mikilvægt að leggja rækt við þetta, menningu og sögu, og með því að skapa tækifæri í viðskiptum og öðru eftir atvikum,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, nú fráfar- andi utanríkisráðherra. Á Íslendingahátíðunum tveimur í Vesturheimi í síðasta mánuði, í Norður-Dakota og í Gimli við Winnipegvatn í Kanada, var Guð- laugur Þór ræðumaður, en íslensk- ir ráðamenn flytja jafnan ávarp við þessa tilefni. „Ég hvet alla til að heimsækja Íslendingabyggðirnar vestanhafs, það er mikil upplifun sem er eig- inlega ekki hægt að lýsa. Ég kom þarna 2008, þá heilbrigð- isráðherra, og mér finnst unga fólkið meira áberandi í hópi hátíð- argesta nú en þá. Slíkt er mjög ánægulegt,“ tiltekur Guðlaugur Þór. Um hátíðina í Gimli, sem allt að 40 þúsund manns sækja, segir ráðherrann gaman að sjá hve fólk af mörgu þjóðerni mæti þangað. Á svæðunum í kringum Nýja-Ísland sé fólk af úkraínsku bergi brotið áberandi og það eins og margir fleiri samgleðjist Vestur- Íslendingum á hátíðisdegi. Samgöngur séu greiðari Í vesturferð sinni á dögunum átti Guðlaugur Þór samtöl við ráða- menn bæði í Norður-Dakota og Winnipeg-fylki hvar reifaðar voru hugmyndir um hvernig mætti styrkja samskipti. „Á þessum slóðum búa 100-130 þúsund manns af íslenskum ættum. Margt af því er fólk sem hefur vegnað vel, til dæmis í stjórnmálum, menningu og viðskiptum, þekkir rætur sínar og finnst því áhuga- vert að skapa tengsl við Ísland í starfi sínu. Þarna eru ýmis tæki- færi sem má nýta,“ segir Guð- laugur Þór, sem telur mikilvægt að samgöngur milli Íslands og þess- ara slóða séu greiðari. Í dag sé helst farið á þessar slóðir með flugi til Ottawa og Montréal í Kan- ada eða Minneapolis í Bandaríkj- unum en frá þeim tengipunktum sé löng leið, ýmist tekin með flugi eða akstri um langa leið. Bæði tengsl og tækifæri MIKIL UPPLIFUN, SEGIR UTANRÍKISRÁÐHERRA Vesturfarar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ágústa Johnson kona hans voru gestir á Íslendingadegi. Til hægri eru Þórður Bjarni Guðjónsson aðalræðismaður í Winnipeg og Jórunn Kristinsdóttir eiginkona hans. Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.