Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég hef komið hingað til Íslands á hverju sumri og stundum oftar en einu sinni,“ segir Sigurður Helgason stærðfræðingur og prófessor við hinn virta MIT-háskóla í Bandaríkj- unum. Sigurður hefur verið búsettur vestra um áratugaskeið en Morg- unblaðið hitti hann á dögunum áður en hann hélt heim á leið. Tilefni heimsóknarinnar í ár var margþætt; stofnun styrktarsjóðs Sigurðar sem fjallað er um hér á síðunni, 90 ára af- mæli hans og fimmtugsafmæli dótt- ur hans. Sigurður hefur verið kvæntur Artie Helgason síðan 1957. Hún er frá Pittsburgh en átti grískan föður. Þau eiga tvö börn, Thor Helga, sem er 58 ára, og Önnu Lóu, sem er fimmtug. „Börnin mín eru auðvitað fædd í Boston en leggja mikla áherslu á sambandið við Ísland. Sonur minn hefur til að mynda lagt talsvert í það að læra íslensku,“ segir Sigurður sem kveðst halda góðu sambandi við nokkur frændsystkini sín hér á landi. Sigurður fæddist á Akureyri 30. september 1927 og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1945. Eftir ársnám við verk- fræðideild Háskóla Íslands hélt Sigurður til Danmerkur þar sem hann lauk mag. scient.-prófi í stærð- fræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1952. Hann hélt þá vestur um haf og nam við Princeton-háskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1954. Sigurður kenndi við Princeton-háskóla, Chi- cago-háskóla og Columbia-háskóla og varð prófessor við MIT árið 1965. Eftir hann liggur fjöldi bóka og vís- indagreina um stærðfræði. Sigurður hefur verið heiðursdoktor við Há- skóla Íslands frá árinu 1986 en hann er auk þess heiðursdoktor við Kaup- mannahafnarháskóla og Uppsalahá- skóla. Árið 1991 hlaut hann stór- riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu. Fæst enn við rannsóknir – Ert þú enn að fást við stærð- fræði? „Já, ég er það. Ég hætti að vísu formlegri kennslu fyrir tveimur ár- um en fæst enn við rannsóknir í stærðfræði. Það eru fyrst og fremst stærðfræðileg vandamál sem koma upp af sjálfu sér; mér hefur alltaf gefist betur að fást við slík vandamál en vandamál sem eru annaðhvort gömul og margar kynslóðir hafa átt við árangurslaust eða vandamál sem eiga ekki við minn smekk. Smekkur skiptir miklu máli í stærðfræði. Hins vegar fylgir því einnig mjög mikil ánægja að leysa vandamál sem hef- ur verið ráðgáta í mörg ár. Allir stærðfræðingar vilja meira og meira af slíkri reynslu,“ segir Sigurður. „Ég held að segja megi að stærð- fræði sem rannsóknarfag hafi byrj- að með Ólafi Daníelssyni. Hann tók mastersgráðu í Höfn 1904, kenndi svo stærðfræði og eðlisfræði við Kennaraskólann í 10 ár, skrifaði einnig doktorsritgerð sína sem hann varði í Höfn 1909. Hann skrifaði einnig kennslubækur í stærðfræði; Reikningsbók 1906, Hornafræði 1922, Algebru 1927, Um flatar- myndir 1920. Þessar bækur eru merkilegar sem söguleg dokúment, ekki aðeins efnisins vegna en einnig vegna formála bókanna. Í formála Algebrunnar skrifar hann til dæmis: „En stærðfræðin er fyrst og fremst sjálfstæð vísinda- grein, sú fullkomnasta sem til er, og auk þess eru ýmsar greinar vís- indanna, einmitt þær sem mesta þýðingu hafa haft fyrir menningu nútímans, svo sem eðlisfræði, stat- istík, stjörnufræði, jafnvel hagfræði, o.s.frv., ritaðar á merkjamáli stærð- fræðinnar.“ Hér er ég viss um að Ólafur hefði bætt við tölvumenningunni sem er byggð á stærðfræðinni og hefði glaðst yfir hve fljótt Íslendingar til- einkuðu sér tækni á þessu sviði. En þó að þetta að ofan skýri út þýðingu stærðfræði í daglegu lífi er það engu að síður mjög erfitt að skýra út stærðfræðirannsóknir fyrir þeim sem ekki eru stærðfræðingar. Það er líkt því að skýra út málverk fyrir blindum. En hér vil ég leggja áherslu á myndband af fyrirlestri Finns Lárussonar með titlinum „The Naked Pure Mathematician“ sem er auðvelt að finna á netinu. Finnur lauk bachelorsgráðu hér við deildina, fékk inntöku í graduate school bæði við MIT og Harvard, en fór til Chicago þar sem hann lauk doktorsprófi. Var fyrir ári eða svo skipaður prófessor við háskólann í Adelaide. Við það tækifæri hélt hann fyrirlestur fyrir „the man in the street“. Slíkt viðfangsefni er mjög erfitt fyrir hvaða stæðfræðing sem er en Finnur gerði þetta sér- staklega vel og ég vil því mæla með þessu myndbandi.“ Sambandið hefur gjörbreyst Sigurður segir að stærðfræði- deildin við HÍ hafi þróast vel. „Það sést til dæmis á því hve margir hafa komist inn sem grad- uate-nemendur í fínum háskólum vestra. Á MIT eru um það bil 350 sem sækja um á hverju ári en aðeins 20 eru teknir. Í ár var einn sem komst inn, en kaus Harvard.“ Og margt hefur breyst frá því hann nam við HÍ. „Ef maður ber saman þegar ég var hérna ’45-’46 þá var sambandið við umheiminn sáralítið. Það var ekkert bókasafn í stærðfræðideild- inni. Eitthvað var til á Lands- bókasafninu en það var ákaflega óþægilegt af því maður fór ekki í hillurnar sjálfur. Maður þurfti að skrifa umsókn í þríriti til bókavarð- ar sem fór svo að leita. Þá tók það kannski hálftíma og svo kom stund- um í ljós að bókin var alls ekki það sem maður vildi fá. Það var ákaflega illa arranserað. Og það var náttúr- lega lítið til hvort sem var. En svo komu tölvurnar. Og Ís- lendingar voru mjög fljótir að til- einka sér tölvunotkun. Það hjálpaði mikið upp á einangrunina. Menn geta skrifast á í tölvupósti í dag en í gamla daga kostaði ábyggilega viku að koma bréfi til Danmerkur. Ég man þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Foreldrar mínir bjuggu á Akureyri og þá tók alltaf hálfan mánuð að fá bréf enda þurfti það að fara fyrst til Reykjavíkur. Flugferðir voru heldur ekki eins tíðar þá. Sambandið var því lélegt. Ég bjó þarna í einhverri kytru í Kaupmannahöfn og hafði engan síma. Þannig að ef ég vildi hringja til Íslands þurfti ég að fara niður á járnbrautarstöð og panta samband. Sambandið er það sem hefur gjörbreyst frá þeim tíma.“ Kynntist John Nash Á löngum og farsælum ferli hefur Sigurður fengið birtar fjölda greina í virtum tímaritum og vakið eftirtekt í fræðasamfélaginu. Hann segir að það hefði ekki verið mögulegt ef ekki hefði verið fyrir þá sem ruddu brautina. Nefnir hann sérstaklega til sögunnar dr. Ólaf Daníelsson en kennsluefni hans vakti áhuga Sig- urðar á stærðfræði. Árið 1996 sendu Sigurður og Guðmundur Arnlaugs- son frá sér lítið kver um Ólaf og verk hans. „Mér fannst að ungu stærð- fræðingarnir hérna hefðu ekki kynnst Ólafi nægilega og vildi bæta úr því,“ segir Sigurður. Einn af þeim samferðamönnum sem Sigurður nefnir í spjalli okkar er stærðfræðingurinn John Nash. Þeir kynntust þegar Sigurður flutt- ist fyrst til Boston árið 1954 og varð vel til vina, en Nash átti síðar eftir að öðlast mikla frægð. Ævi hans voru gerð skil í kvikmyndinni A Beautiful Mind þar sem Russell Crowe fór með aðalhlutverkið. Þegar Sigurður er spurður hvaða sviði stærðfræðinnar hann hafi helst gefið sig að nefnir hann Lie-grúpu- fræði. „En stærðfræðin er þannig að maður sérhæfir sig ekki alltof mikið vegna þess að það er oft það besta sem gerist í stærðfræði þegar tvær mismunandi greinar stærðfræð- innar koma saman. Það er oft það sem gerir útslagið. Sagan sýnir það náttúrlega – en maður veit það ekki fyrirfram.“ Fæst við stærðfræðileg vandamál  Dr. Sigurður Helgason stofnaði styrktarsjóð við Háskóla Íslands í tilefni af níræðisafmæli sínu  Hefur verið stærðfræðiprófessor við MIT um áratugaskeið og sent frá sér fjölda bóka og greina Morgunblaðið/Eggert Stærðfræðingur Dr. Sigurður Helgason hélt upp á níræðisafmæli sitt í Reykjavík á dögunum. Hann hefur stofnað styrktarsjóð fyrir unga stærðfræðinga. Sigurður hefur verið prófessor við MIT-háskóla um áratugaskeið. Sigurður Helgason hefur lengi látið sig stærðfræðideildina við HÍ varða. Hann hefur heimsótt nemendur og fræðimenn þar á hverju ári og stutt við starfið. „Ég tók eftir því fyrir mörgum árum að bóka- kosturinn í stærðfræðideildinni var mjög lélegur. Ég fékk því bóka- lista frá öllum í deildinni og keypti allar bækurnar og flutti til lands- ins í fjórum ferðum. Þá voru eiginlega engin takmörk fyrir þyngd í flugvél – það var bara plássið sem skipti máli. Þannig að bókasafnið í deildinni er ekki svo slæmt,“ segir Sigurður. Á dögunum stofnaði hann verðlaunasjóð við HÍ sem veitir við- urkenningar til nemenda sem ljúka grunnnámi í stærðfræði. Stofnfé sjóðsins er 11.000 Bandaríkjadalir en að auki lagði Sigurður fram 8.000 Bandaríkjadali til að veita verðlaun úr sjóðnum við stofnun hans. Stofnaði verðlaunasjóð SIGURÐUR HEFUR LENGI STUTT VIÐ STÆRÐFRÆÐIDEILD HÍ Tilfinningalíf kaupandans ÍMARK býður til morgunfundar 27. september um kauphegðun viðskiptavina. Peter Fader er prófessor við Wharton School í University of Pennsylvania í USA og hefur um árabil rannsakað kauphegðun viðskiptavina (Customer Centricity) og notkun á gögnum til þess að spá fyrir um hegðun einstakra hópa. Staður: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Tími: Miðvikudagur 27. september kl. 8:30– 11:00 Fyrirlesari: Peter Fader „The Essentials of Customer Centricity“ Fundarstjóri: Björgvin Ingi Ólafsson Skráning og nánari upplýsingar á www.imark.is í samstarfi við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.