Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 38

Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leitarsveitir í Mexíkó héldu áfram að leita að eftirlifendum jarðskjálftans mikla, sem skók landið á þriðjudag- inn, í gær. Her, lögreglulið og sjálf- boðaliðar voru að störfum alla fyrri- nótt í þeirri von að finna mætti fólk á lífi í húsarústum þeim sem skjálftinn skildi eftir sig. Að minnsta kosti 225 manns eru sagðir hafa látið lífið í skjálftanum, og er talið að tala látinna geti enn hækkað. Skólabörn á meðal hinna látnu Miguel Osorio Chong, innanríkis- ráðherra Mexíkó, sagði að leitarmenn myndu ekki unna sér hvíldar fyrr en búið væri að útiloka að fleiri fyndust á lífi. Athyglin beindist einna mest að leit í skólahúsi sem hrundi í Mexíkóborg, höfuðborg landsins, en þar létust 21 skólabarn og fimm fullorðnir í skjálft- anum. Enn var rúmlega 30 barna saknað og leituðu mörg hundruð manns að þeim í gær, en einum kenn- ara og tveimur nemendum var bjarg- að fljótlega eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Biðu foreldrar og aðstandendur í ofvæni eftir því að heyra fregnir af ástvinum sínum. Grunsemdir hafa þegar vaknað um að skólabyggingin hafi ekki uppfyllt reglugerðir og lög um jarðskjálfta- varnir. Verður líklega rannsakað hvort koma hefði mátt í veg fyrir að byggingin hryndi í skjálftanum. Samúðarkveðjur víða að Þjóðarleiðtogar sendu stjórnvöld- um í Mexíkó samúðar- og stuðnings- kveðjur sínar í gær. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi samúðar- kveðju sína á samfélagsmiðlinum Twitter. Bað hann þar Guð um að blessa íbúa Mexíkóborgar og ná- grennis, og hét því að Bandaríkin myndu styðja við fórnarlömb skjálft- ans. Þá voru Frans páfi og Angela Merkel Þýskalandskanslari á meðal þeirra sem vottuðu fórnarlömbum hamfaranna virðingu sína. Eyðileggingin í Mexíkóborg vakti vondar minningar frá árinu 1985, en skjálftann nú bar upp á sama dag og jarðskjálftinn varð það ár, en 10.000 manns létu lífið þann dag. Eru það verstu náttúruhamfarir í sögu Mexíkó. Einungis eru um 12 dagar frá því að tæplega hundrað manns létust í öðrum jarðskjálfta sunnar í landinu. Jarðfræðingar segja að skjálftarnir tveir tengist þó ekki neitt, þar sem skjálftamiðjur þeirra séu langt hvor frá annarri. Örvæntingarfull leit í kjölfar jarðskjálftans  Staðfest að meira en 220 manns létu lífið í hamförunum AFP Leitarstarf Þúsundir sjálfboðaliða hafa lagt nótt við nýtan dag til þess að finna fólk á lífi í rústum eftir jarðskjálftann sem skók Mexíkó í fyrradag. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum á götum Barcelona í gær eftir að spænska lögreglan handtók 13 opinbera starfsmenn Katalóníuhér- aðs og gerðu milljónir kjörseðla upptækar. Var aðgerðum lögreglunnar ætlað að koma í veg fyrir umdeilda atkvæðagreiðslu, sem fara á fram 1. október næstkomandi um sjálfstæði Katalóníu. Spænsk stjórnvöld segja atkvæða- greiðsluna ólöglega og hyggjast koma í veg fyrir hana með öllum ráðum. Ákváðu stjórnvöld til dæmis í gær að frysta allt fjármagn sem Kata- lóníuhérað hefur til umráða. AFP Fjölmenn mótmæli í Barcelona vegna sjálfstæðismálsins Kjörgögn gerð upptæk og fjármagn héraðsins fryst Franski kokkurinn Sebastien Bras óskaði í gær eftir því að veitingastað sínum yrði sleppt úr hinni víðfrægu Michelin-handbók á næsta ári. Staðurinn, Le Suquet, sem finna má í þorpinu Laguiole í suðurhluta Frakk- lands, hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 1999, en slíkt þykir mikill heiður. Er staðurinn einungis einn af 27 veitingastöðum í Frakklandi sem njóta þeirra forrétt- inda. Bras segir hins vegar að álagið sem fylgir því að vera með þrjár stjörnur sé of mikið, þar sem þess sé krafist að matseðillinn hans sé gallalaus á hverjum einasta degi. Bras sé því tilbúinn til þess að hefja „nýjan kafla“ í lífi sínu, þar sem hann væri laus við stjörnurnar og álagið. „Kannski verð ég minna frægur fyrir vikið, en ég sætti mig við það,“ sagði Bras. Afsalar sér Michelin-stjörnunum Sebastien Bras FRAKKLAND Kínverjar tilkynntu í gær að þeir væru vel á veg komnir með fyrir- hugaðan leiðangur sinn til Mars, en þeir stefna að því að ómannað geimfar lendi á rauðu plánetunni ekki síðar en árið 2020. Mun geimfarið bera með sér ým- iss konar rannsóknartæki, þar á meðal sex sjálfvirka „marsjeppa“, sem ætlað er að gera rannsóknir á yfirborði og andrúmslofti Mars. Zhang Rongqiao, yfirmaður leið- angursins, sagði á sérstakri ráð- stefnu um geimrannsóknir, sem haldin var í Peking, höfuðborg Kína, að áætlað væri að ferðalag geimfarsins tæki um sjö mánuði og að lent yrði á norðurhveli Mars. Kínverjar hafa lagt mikið í geim- ferðaáætlun sína á undanförnum árum, en stjórnvöld þar líta á hana sem merki um velmegun landsins. Þeir skutu á loft í júlí fyrsta geim- sjónauka sínum, en honum er m.a. ætlað að taka myndir af svarthol- um. Mars- ferðalag „á áætlun“  Áforma lend- ingu á Mars 2020 51 ríki undirritaði í gær sáttmála á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem kveðið er á um algjört bann við kjarnorkuvopnum. Sáttmálinn var samþykktur í júlí síðastliðnum, en ekkert af kjarnorkuveldum heims tók þátt í tilurð hans. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, fagn- aði sáttmálanum sem fyrsta stóra skrefinu sem stigið hefði verið í af- vopnunarmálum í rúmlega tuttugu ár. Hann játaði þó að mikið verk væri enn óunnið áður en hægt yrði að eyða þeim 15.000 kjarnaoddum sem áætlað væri að til væru í heiminum. „Í dag fögnum við tíma- mótum. Nú þurfum við að halda áfram á hinni erfiðu braut, sem mun leiða okkur að eyðingu allra kjarnorkuvopna,“ sagði hann. Gæti grafið undan afvopnun Ekki voru þó allir sáttir við und- irritun sáttmálans. Atlantshafs- bandalagið, NATO, sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu í gær, þar sem það fordæmdi sáttmálann, og sagði að hann gæti þvert á móti stuðlað að enn frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. „Á tímum þegar heimsbyggðin þarf að sýna sam- stöðu gegn vaxandi hættu, sér í lagi þeirri miklu hættu sem stafar af kjarnorkuvopnaáætlun Norður- Kóreu, lítur sáttmálinn algjörlega framhjá þessum áskorunum í ör- yggismálum heimsins,“ sagði með- al annars í tilkynningu bandalags- ins. Sagði þar jafnframt að það að reyna að eyða kjarnorkuvopnum heimsins án nokkurs samráðs við þau ríki sem byggju yfir slíkum vopnum væri hvorki fallið til þess að auka öryggi nokkurrar þjóðar né til þess að ýta undir frið og stöðugleika á alþjóðavettvangi. Sáttmálinn mun ganga formlega í gildi þegar að minnsta kosti fimmtíu ríki hafa staðfest hann, og er talið að það ferli geti tekið mán- uði eða ár. Á meðal þeirra ríkja sem undirrituðu hann í gær voru Brasilía, Suður-Afríka, Austurríki og Írland. sgs@mbl.is Kjarnorkuvopn gerð útlæg  NATO fordæmir sáttmála SÞ AFP Kjarnorkuafvopnun Frá undirritun sáttmálans í New York í gær. Málverkasýning á vinnustofunni Lyngási 7 Garðabæ, laugardag og sunnudag 23. - 24. september kl. 13 - 17 Verið Velkomin Haukur Dór - 690 5161

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.