Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 41

Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Mynd af mynd Ferðamenn standa í röð og vanda sig við að taka ljósmyndir af ljósmyndum á skjá í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Myndirnar eru vinsælt myndefni meðal gesta í húsinu. Eggert Samkvæmt því sem við sjálf- stæðismenn höfum mátt heyra og lesa erum við upp til hópa, ef ekki barnaníðingar, þá a.m.k. vitorðs- eða stuðningsmenn þeirra. Ekki bara vitstola fólk viðhefur orð í þessa veru. Karl Ágúst Úlfsson mætti á Austurvöll ásamt fleiri hetjum til að bendla okkur við vernd ofbeldismanna. Eiríkur Guðmundsson og Jóhann Hlíðar predika fagnaðarerindið í RÚV. Eiríkur líkir okkur við óþrif sem þarf að skola út. Nú er liðin næstum öld síðan slíkum málflutningi var hampað í ríkisfjöl- miðlum í öðru Evrópulandi. „Fjölmiðillinn“ er því sem næst á einu máli. (Í einsleitni dagsins er ekki rétt að hafa orðið í fleirtölu). Við höfum orðið vitni að ýmsu á undanförnum árum, en ofsinn nú tekur öllu fram. Aðstandendur brotaþola Ég skil aðstandendur brotaþola mæta vel. Sjálfur hef ég staðið í slíkum sporum. Fyrir tíu árum mætti eiturlyfjasali á spítala þar sem dótt- ir mín lá. Hún hafði þá verið laus við eiturlyf ár- um saman, en lá nú vel við höggi. Söluskammt- urinn var of stór og því fór sem fór. Glæpamaðurinn fékk aldrei uppreist æru og hvernig skyldi nú standa á því? – Jú, hann var aldrei dæmdur, ekki einu sinni ákærður og andlátið naumast rannsakað. Ég þurfti sjálfur að biðja um að lögregla væri kölluð til. Aldrei flaug það að mér að ígrunda stjórnmálaskoðanir þess brotlega. Ekki heldur að lögreglan hefði svæft málið. Hvað þá þöggun vinstrimanna til að auðvelda eigin eiturlyfjaneyslu. Manndráp af þessu tagi eru einfaldlega þess eðlis að tíðarandinn tekur þeim nokkuð sáttur. Upp á það verða aðstandendur að horfa; tískustrauma í afbrotum. „Fjölmiðillinn“, afbrot og refsingar Það er vel að „Fjölmiðillinn“ ber hag þolenda afbrota nú orðið fyrir brjósti. En bara sumra. Ekki alls fyrir löngu fór fréttakona til að fylgj- ast með „lækningum“ með kannabis og útmál- aði ágæti þess í útsendingunni! Mikill fjöldi ungs fólks hefur misst geðheilsuna vegna þessa máttuga lækningalyfs. Aðrir hafa týnt lífinu. Flestir eða allir læknar hér á landi bera á einn veg þar um. Sú tölfræði er samt ekki borin á torg. Slík upplýsing hentar ekki. Ung frétta- kona hafði sína skoðun. Hún nefndi þá sem and- æfa eiturlyfjum grátkór. Líklega er það nokkuð rétt hjá henni, en sem háðsyrði fannst mér það ekki smekklegt. Sjómenn eru ekki taldir hæfir til að fara til sjós ef eiturlyf greinist í blóði þeirra. En það tekur langan tíma að áhrifin hverfi að fullu. Væri ekki ástæða til að aðrir sem bera ábyrgð sættu sömu takmörkunum? Ég hef komið í fjár- málafyrirtæki erlendis þar sem það er sjálfsögð regla. Kannski myndi líka draga úr ofsanum. Málflutningur andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins í öðrum flokkum Málflutningur formanns Samfylkingarinnar er eins og við er að búast af honum. Loga er rökhugsun og þar af leiðandi röksemdafærsla ekki töm. En að Oddný Harðardóttir, fyrrver- andi formaður, skuli lítillækka sjálfa sig með ómerkilegum dylgjum er raunalegt. Í Samfylk- ingunni eru enn margir sem eiga það ekki skilið. Ég bjóst svo sem ekki við miklu af Viðreisn og BF. En þau hafa sannarlega sokkið dýpra en ég taldi unnt. Hvers vegna láta flokks- menn með sómakennd þetta yfir sig ganga? Hvers vegna bera þau ekki blak af Bjarna Benedikssyni forsætisráðherra þegar hann að ósekju er látinn gjalda gjörða aldraðs föð- ur síns? Og enginn dregur í efa að Benedikt gekk gott eitt til. Fyrir nokkrum árum braut maður sem var í framvarðasveit Samfylkingarinnar kynferð- islega gróflega á ungum dreng. Í upprifjun tímarits birtust myndir af honum með for- ystumönnum flokksins á góðum stundum. Ekki hefði hvarflað að nokkrum sjálfstæð- ismanni að gera forystumönnum Samfylking- arinnar upp annarlegar hvatir í því sam- bandi. En reyndar geri ég ekki mikinn mun á siðferði þeirra sem bíða 18 ára afmælis til að neyta aldursyfirburða og hinna sem tæla 17 ára stúlkur. Bogi Ágústsson, Þorgerður Katrín og önn- ur sem ég veit að blöskrar. Lyftið umræðu samstarfs- og samferðamanna ykkar upp úr göturæsinu. Ekki láta ykkur lynda að þannig sé talað í ykkar nafni. Össur Skarphéðinsson, skildu Loga eftir einan með skömmina af orð- um sínum. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Bogi Ágústsson, Þorgerður Katrín og önnur sem ég veit að blöskrar. Lyftið umræðu samstarfs- og samferðamanna ykkar upp úr göturæsinu. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Til varnar Sjálfstæðisflokknum Ríkisstjórnin er fallin og kosn- ingar eru boðaðar. Að baki þeirri atburðarás er svívirðilegt ofbeldi gegn börnum. Það er löngu orðið tímabært að við umbyltum með- ferð okkar á kynferðisofbeld- ismálum í takt við það sem er satt og rétt, þ.e. þannig að kerfið rúmi enga þolinmæði gagnvart þeim sem brjóta gegn börnum. Á líkan máta og þjóðir heims hafa sam- einast um þá afstöðu að efnavopn eru óheimil í stríði, þá verðum við að sameinast um þá grundvallarafstöðu að of- beldi gegn börnum sé aldrei liðið. Umgengni um leifar forfeðranna Víkurkirkjugarður var grafreitur Reykvík- inga í aldir, á horni Aðalstrætis og Kirkjustræt- is. Enginn veit með vissu hve langt aftur í aldir forfeður okkar hafa lagt sína látnu þar til hinstu hvílu, en vísbendingar eru um að stað- urinn hafi verið notaður sem slíkur allt frá land- námi. Ýmsar framkvæmdir hafa þrengt að helgi reitsins á umliðinni öld. Þegar bakhús Lands- símastöðvarinnar var reist og jafnframt lagður vegur inn í portið fundust við framkvæmdirnar járnhellur með grafskriftum. Síðar er Síminn lagði símakapal þvert yfir garðinn kom upp fjöldi mannabeina. Lengi hefur mér fundist skorta reisn og virðingu yfir umgengni okkar um þennan stað, leifar for- feðranna. Nú eru uppi hugmyndir hjá borgaryfirvöldum að heimila byggingu hótels í þessum aldna kirkjugarði. Ég hef litla skoðun á skipulagsmálum almennt, eða hvort fjölbýli skuli byggð þar eða hótel hér. En þegar um er að ræða jarðneskar leifar genginna kynslóða, þá hrýs mér hugur við því að hús eigi að rísa ofan á þeim. Hin djúpa viska Að setja ramma í samfélaginu um okkar sam- eiginlegu mál er sístætt verkefni og oft ekki öf- undsvert. Við þurfum að biðja fyrir þeim ein- staklingum sem takast á herðar þau verkefni en um leið veita gagnrýnið aðhald, spyrja spurn- inga og krefjast svara. Djúp viska býr í ritum Biblíunnar, sem hefur uppbyggileg áhrif á líf þess sem les þau í trú. Rit Gamla testamentisins eru þrenns konar, lögmálsrit, rit kennd við spámenn og spekirit. Í lögmálinu eru boðorðin tíu og aðrar grunn- reglur sem veita forsendur til að skapa réttlátt og farsælt samfélag. Spámannaritin vísuðu ekki eingöngu til fæðingar Jesú Krists, heldur fyrst og fremst stóðu spámennirnir fyrir gagnrýni á ríkjandi valdhafa og meðferð þeirra á lögum og reglum. Hin spámannalega rödd þráir bætt samfélag, réttlæti, sannleika og frið. Hún þarf að heyrast skýrar í samfélagi okkar í dag. Spekiritin vísa síðan til hinnar djúpu visku sem höfundur þeirra hvetur okkur til að leitast eftir. Viskan vekur nýjar spurningar og veitir lær- dóm sem stuðlar að því að við lærum af reynsl- unni og gerum síður sömu mistökin aftur og aft- ur. Í einu spekiritanna sem grundvallar kristna menningu er sagt frá því er spekin tekur til máls. Þar segir: „Heyr, spekin kallar. Viskan hefur upp raust sína. Uppi á hæðunum, við veginn og við krossgöturnar stendur hún, við hliðin út úr borginni, þar sem gengið er inn, kallar hún hástöfum: Til yðar tala ég, menn, og rödd minni er beint til mannanna barna.“ (Orðskv. 8:1-4) Í myndlíkingunni er spekin staðsett við krossgöturnar og á lífsveginum, hæðunum og við borgarhliðin, í þessum texta hefur hún hátt, á öðrum stöðum hvíslar hún. Hún vill ná til okk- ar með öllum ráðum og vekja spurningar og svör og veita lærdóm sem haldreipi er í við hverja úrlausn og ákvarðanatöku. Hér er um að ræða visku sem ekki fæst með háskólaprófum eða fjölda IQ-stiga, þessi viska hafnar ego-inu og öllu sem er sjálflægt en vill að við opnum augun og eyrun og önnur skiln- ingarvit fyrir því sem verðmætast er í lífinu. Þegar málefni barnanna okkar eru annars vegar finnum við að viskan krefur samfélagið um svör og nýja forgangsröðun, þar sem börnin njóta vafans, þar sem á þau skal hlustað og of- beldi gagnvart þeim upprætt með öllu. Spurningar vakna varðandi hugmyndir borgaryfirvalda um skipulag hins forna Vík- urkirkjugarðs. Hvernig kemur það við þig að hús eigi að rísa ofan á gröfum genginna kyn- slóða? Ég tel þær fyrirætlanir ekki gefa verð- mætamati samfélagsins háa einkunn. Ætli sömu örlög bíði Fossvogskirkjugarðs eða Kópavogskirkjugarðs eftir einhverja áratugi eða -hundruð? Nýjar spurningar Með kosningar við sjóndeildarhring og mál- efni á hverjum degi sem krefjast úrlausnar og visku, leitum þá þess sem er rétt, gagnrýnum til uppbyggingar og spyrjum nýrra spurninga og krefjumst nýrra svara, til að við lærum, þroskumst og eflum kærleikann í samfélagi okkar. Eftir Agnesi M. Sigurðardóttur » Þessi viska hafnar ego-inu og öllu sem er sjálflægt en vill að við opnum augun og eyr- un og önnur skilningarvit fyrir því sem verðmætast er í lífinu. Agnes M. Sigurðardóttir Við verðum að bæta okkur Höfundur er biskup Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.