Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.09.2017, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Sigurður Þorri Gunnarsson siggi@mbl.is „Þegar ég var unglingur var ég allt- af syngjandi. Stærsti draumurinn minn var að verða söngkona og skapa mína eigin tónlist. Þegar ég var 14 ára gömul söng ég í rokk- hljómsveit sem hét Clickhaze. Við vörum öll mjög áhugasöm og spil- uðum daga og nætur. Á sama tíma tók ég upp fyrstu sólóplötuna mína. Það var svo eftir 9. bekk að ég ákvað að láta drauminn minn rætast og fara „all in“ í tónlistina,“ segir Eivør spurð um upphaf feril síns í Færeyjum á unglingsárum. Það eru oft tilviljanir sem hafa stór áhrif á líf okkar og það var klárlega þannig í tilfelli Eivarar sem fluttist hingað til lands eftir að hafa kynnst ís- lenskum söngkennara í Færeyjum. „Á tímabili þegar ég var 16 ára átti ég í vandræðum með röddina mína, ég var búin að ofgera henni, og í Færeyjum var ekki boðið upp á söngkennslu. En ég var svo heppin að hitta söngkennarann Ólöfu Kol- brúnu sem kom til Færeyja með námskeið í söng akkúrat á þessum tíma þegar ég þurfti á því að halda. Við Ólöf náðum mjög vel saman en hún bauð mér til Íslands að búa hjá sér og fá meiri raddþjálfun. Ég þáði það og flutti til Íslands nánast án fyrirvara með það í huga að vera þar í nokkrar vikur. Þar var ég hinsvegar í 5 ár,“ segir Eivør um flutninginn hingað til lands á sínum tíma. Óvænt frægð á Íslandi Eivør flutti því ekki til Íslands með háleit markmið um að slá í gegn. „Ég sá alls ekki fyrir mér að verða þekkt fyrir tónlistina mína á Íslandi. Fyrsta árið fór í að ná rödd- inni aftur. Það var eins og að byrja upp á nýtt, en hægt og rólega kom röddin aftur og ég byrjaði að trúa á stóra drauminn minn aftur. Þegar ég var búin að ná mér ári seinna safnaði ég saman í hljómsveitina Krákuna og tók upp með þeim plötu. Við héldum tónleika um allt land og áður en ég vissi stóð ég á af- hendingu Íslensku tónlistarverð- launanna með þrenn verðlaun í hendi,“ segir Eivør spurð út í upp- haf skjótra vinsælda hennar hér á landi. „Þetta var svolítið óraunverð- legt fyrir mig á þessum tíma. Ég var mjög hissa á hvað Íslendingar tóku vel á móti mér. Ég finn enn þá þessa hlýju í hjarta mér sem ég fann þá þegar ég hugsa um þessa tíma og mun aldrei gleyma þeim,“ bætir Eivør við. Tilraunakenndari tónar Árið 2010 má segja að Eivør hafi skipt um stefnu í tónlistinni. Hún var þá orðin vel þekkt fyrir tónlist í svokölluðum þjóðlagastíl en langaði að prufa eitthvað nýtt. „Ég ákvað að brjóta rammann í kringum sjálfa mig. Það var eins og ég á einhvern hátt væri búin með einn kafla. Út úr þessu kom platan LARVA sem var dimm rock trip hop plata og eins og titillinn lýsir. Hún var listræn end- urfæðing fyrir mig,“ segir Eivør um stefnubreytinguna sem féll ekki í kramið hjá öllum. „Það voru ekki allir af mínum áheyrendum sem tóku þessu vel. Ég fékk fullt af skilaboðum þar sem fólk var miður sín yfir þessari plötu og hvernig stíllinn minn hafði breyst. Ég var spurð um hvert gamla góða Eivør væri farin,“ segir Eivør og hlær. „Þetta var bæði erfitt en líka mjög mikilvægt tímabil fyrir mig og byrj- un á nýju tímabili í tónlistinni hjá mér,“ bætir Eivør við en LARVA var fyrsta platan hennar á ensku. „Þetta með tungumálið lít ég mjög mikið á eins og hljóðfæri. Ég lít ekki á það eins og ég þurfi að velja annað hvort færeysku eða ensku. Ég hef aldrei tekið ákvörðun um að fara frá færeyskunni. Þetta gerist bara náttúrulega og stundum hljóma textar bara betur á fær- eysku og stundum betur á ensku. Lögin verða bara að fá að vera það sem þau eru,“ segir Eivør þegar hún er spurð hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun að fara að gefa út tónlist á ensku. Enskan opnar nýja markaði Að syngja á ensku hefur vissu- lega opnað nýja markaði fyrir Evøru, sem er nú búsett í Kaup- mannahöfn, og er hún farin að hasla sér völl á Englandi. „Árið 2015 gaf ég út plötuna SLØR á færeysku. Í fyrra var SLØR síðan þýdd yfir á ensku og gefin út í Englandi. Það byrjaði bara með því að ég var að leika mér með hvernig nokkur af þessum lögum myndu hljóma á ensku og allt í einu var ég farin í að þýða alla plötuna. Það er búið að ganga vel í Englandi og spennandi að komast inn á nýjan markað,“ segir Eivør sem fylgdi eftir útgáfu SLØR með tónleikaferð um Eng- land fyrr á árinu og mun taka þráð- inn upp aftur í nóvember með fleiri tónleikum þar í landi. Eivør er farin að vinna að nýju efni og stefnir hún að útgáfu nýrrar plötu á næsta ári. „Svo er ég líka að vinna tónlist fyrir Netflix-þáttaröðina The Last King- dom. Við erum að gera þáttaröð 3 og 4 í byrjun næsta árs þannig að það er alveg nóg að gera og verk- efnin mjög fjölbreytt,“ segir Eivør brosandi. Jólin koma á Íslandi Eivør hefur verið dugleg í gegn- um tíðina að koma fram sem gestur á hinum ýmsu jólatónleikum hér á landi. „Mér hefur þótt það alveg yndislegt að koma til Íslands í kringum jólin. Það er næstum því orðið þannig að mér finnst ekki komin jól fyrr enn ég er búin að vera á Íslandi. Það er eitthvað við Ísland og jólin sem er eitthvað sér- stakt,“ segir Eivør dreymin á svip sem lengi hefur langað til þess að halda sína eigin jólatónleika hér á landi. „Í ár ákvað ég að kýla á það. Ég ætla að hafa bandið mitt með sem ég er búin að túra með í mörg ár og ætla líka að hafa strengja- kvartett ásamt nokkrum gestum, allt fólk sem mér þykir vænt um að vinna með,“ segir Eivør um tón- leikana sem munu fara fram dagana 9. og 10. desember í Silfurbergi í Hörpu. Fyrir áhugasama er búið að opna fyrir miðasölu á tix.is og í miðasölu Hörpu. Gyðjan sem hreyfir við hjörtum Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir á stað í hjörtum margra Íslendinga enda má segja að ferill hennar hafi hafist fyrir alvöru þegar hún var búsett hér um hríð. Eivør er nú búsett í Kaupmannahöfn og er mikið að gera hjá henni en hún hefur m.a. verið á tónleikaferðalagi um England á árinu. Hún stefnir svo á heimsókn hingað til lands í desember þar sem hún mun halda þrenna jólatónleika í Hörpu. Wolfgang Smith England Eivør hefur verið á tón- leikaferð um England á þessu ári. Sem Jonson Jólatónleikar Eivør heldur þrenna jólatónleika í Hörpu í desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.