Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 64

Morgunblaðið - 21.09.2017, Side 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017 Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað Vinnsluhæð 240 mm Vinnslubreidd 250 mm Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm Hakkavél: Já Mótor: 550 wött Hæð: 1470 mm Þyngd: 58 kg Verð aðeins kr. 69.900 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560 8888 - www.vfs.is það konsept og spila nokkra tón- leika í röð á Íslandi. Eini tíminn sem það var hægt í Hörpu var á milli jóla og nýárs þar sem hún er svo bókuð.“ Hvað ef við bjóðum fullt af fólki? „Svo pældum við í því að gera eitthvað meira: Hvað ef við bjóðum fullt af fólki? Hvað ef við fáum fólk sem við höfum verið að vinna með eða höfum einhverja tengingu við? Ekki endilega að við höfum unnið með því, heldur líka fólk sem við fíl- um eða höfum fengið innblástur hjá og alls konar tengingar?“ Georg segir að í framhaldinu hafi þeir fé- lagar haft samband við fjölmarga, en það gefi augaleið að ekki komist allir. „Það spilar inn í hver er laus og hver nennir, við fáum ekki allt sem við viljum. Það eru mörg nöfn komin en einhverjir eru enn á bið- lista, nöfn sem fólk þekkir og önnur sem það þekkir minna. Svo verður dans og líklega myndlistarsýning og kannski ljósmyndasýningar og alls konar uppákomur og sölubásar með ýmislegt á boðstólum sem aldrei hefur verið til áður. Harpa er skrýtinn staður og þeg- ar maður labbar inn veit maður ekki hvort maður er á tónleikastað eða í flugstöð. Við leggjum undir okkur bygginguna og búum til allt aðra stemningu en hefur verið þar áður, tökum mómentið og búum til minningu sem er allt öðruvísi en nokkur hefur upplifað þarna inni.“ Forvitnileg verkefni forvitnilegs listafólks John Best, umboðsmaður hljóm- sveitarinnar og samstarfsmaður til fjölda ára, segir að hugmyndin að hátíðinni hafi kviknað undir lok síð- asta árs þó að aðdragandinn sé lengri. „Í gegnum árum hefur hljómsveitin oft verið beðin að taka þátt í forvitnilegum verkefnum for- vitnilegs listafólks. 2012 gerðum við Dularfullu kvikmyndatilraunina, þegar við fengum áhugaverða leik- stjóra til að búa til stuttmyndir út frá lögunum á Valtara til þess að létta álagi af hljómsveitinni, enda vildu strákarnir ekki fara í viðtöl vegna plötunnar. Norður og niður er í raun sprottið af áþekkri hugs- un. Þegar farið er um heiminn í tón- leikaför hitta menn alls kyns skap- andi fólk og Sigur Rós hefur unnið með fólki í tónlist, leiklist, listdansi og kvikmyndagerð. Samhliða þeim Norður og niður með Si  Sigur Rós leggur Hörpu undir sig milli jóla og nýárs  Fernir tónleikar og fjölbreytt listahátíð undir heitinu Norður og niður Morgunblaðið/Ernir Fjör Dan Deacon sannaði það í Nasa að hann er mikill stuðbolti. Ljósmynd/John Bozinov Draumkennt Hljómsveitin Hugar: Bergur Þórisson og Pétur Jónsson. Ljósmynd/Norður og niður Ljósmynd/Sigur Rós VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Milli jóla og nýárs leikur Sigur Rós á fernum tónleikum í Hörpu, spilar 27., 28., 29. og 30. desember í Eld- borgarsalnum. Á sama tíma verður listahátíðin Norður og niður haldin í Hörpu. Norður og niður er sjálfstæður viðburður en Sigur Rós stendur einnig að hátíðinni. Á henni verða tónlistarviðburðir, innsetningar, dans, kvikmyndasýningar og óvæntar uppákomur vina og sam- verkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina úti um allt hús. Lokahnykkurinn á Íslandi Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitinni sé alltaf ofarlega í huga að spila hér á landi þegar skipulagðar eru tón- leikaferðir: „Við byrjum stundum á Íslandi, en oftast höfum við tekið lokahnykkinn hér.“ Hann segir að það sé dýrt fyrir sveitina að halda tónleika hér sem séu sambærilegir við þá sem hún heldur ytra og þannig tapi hljómsveitin yfirleitt á þeim tónleikum sem hún hefur haldið hér, „og stundum fullt af peningum“. „Að þessu sinni langaði okkur til að tapa ekki alveg eins miklu og síðast og líka að gera eitthvað öðru- vísi, ekki bara vera í Höllinni enn eina ferðina, ekki það að ég sé að dissa Höllina, en við höfum spilað þar svo oft. Annað sem kom til var að í tónleikaferðinni spilum við í London á þrennum tónleikum og líka á þrennum tónleikum í París og á tvennum í Berlín og okkur lang- aði til að halda aðeins áfram með Listahátíð Það er Sigur Rós alltaf ofarlega í huga að spila hér á landi. Orri Páll Dýra- son, Jón Þór Birgisson og Georg Hólm. Samvinna Sóley Stefáns- dóttir, Sindri Már „Sin Fang“ Sigfússon og Örvar Smárason vinna að breiðskífu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.