Morgunblaðið - 21.09.2017, Síða 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2017
Emerging Masters, eða Upprenn-
andi meistarar, nefnist einn af mörg-
um dagskrárflokkum Alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykjavík,
RIFF, sem hefst eftir viku, 28. sept-
ember. Í þeim flokki er veitt innsýn í
störf kvikmyndagerðarmanna sem
farnir eru að vekja athygli fyrir verk
sín og eru taldir upprennandi meist-
arar af áhrifafólki úr heimi kvik-
mynda og að þessu sinni er leikstjóri
flokksins hin þýska Valeska Grise-
bach. Hún útskrifaðist úr Kvik-
myndaskólanum í Vín árið 2001 og
hlaut First Steps-verðlaunin fyrir
útskriftarmynd sína, Mein Stern, í
flokki 60 mínútna kvikmynda á
þýsku og verður sú mynd sýnd á
RIFF. Grisebach hlaut einnig verð-
laun gagnrýnenda á Toronto-
kvikmyndahátíðinni sama ár fyrir
myndina, „fyrir heimildarmynda-
lega frásögn af ljúfsárri unglinga-
ást“, eins og því er lýst í tilkynningu
frá RIFF. Myndin hlaut einnig aðal-
dómnefndarverðlaun á kvikmynda-
hátíðinni í Torino.
Mein Stern, eða Stjarnan mín í ís-
lenskri þýðingu, segir af 14 ára
stúlku, Nicole, og kærasta hennar,
Christopher, sem er vinsælasti
strákurinn í hverfinu. Þau byggja
gjörðir sínar, framkomu og jafnvel
samtöl á því sem þau hafa séð hjá
foreldrum sínum og sýna þannig
heim fullorðinna á grátbroslegan átt
frá sjónarhorni unglinga, eins og því
er lýst.
Önnur kvikmynd eftir Grisebach,
Western, Vestri á íslensku, frá þessu
ári, verður einnig sýnd á hátíðinni en
í henni segir af hópi þýskra bygging-
arverkamanna sem vinna erfiðis-
vinnu í afskekktri búlgarskri sveit.
„Hið ókunna land vekur ævintýra-
þrá hjá mönnunum en þeir þurfa líka
að horfast í augu við eigin fordóma,“
segir um myndina í tilkynningu.
Kvikmyndin var tilnefnd til Un
Certain Regard-verðlaunanna í
Cannes sl. vor.
Valeska Grisebach lærði heim-
speki og þýsk fræði í Berlín, Münch-
en og Vínarborg. Árið 1993 hóf hún
nám í leikstjórn í Kvikmyndaskóla
Vínarborgar hjá Peter Patzak, Wolf-
gang Glück og Michael Haneke.
Upprennandi Valeska Grisebach.
Grisebach upprenn-
andi meistari RIFF
Sænski kvikmyndaleikstjórinn
Maximilian Hult hefur hafið tökur á
næstu kvikmynd sinni, Pity the
Lovers, hér á landi og er hún ein-
göngu með íslenskum leikurum og
tekin upp á íslensku. Leikarar í
myndinni eru Björn Thors, Jóel I.
Sæmundsson, Sara Dögg Ásgeirs-
dóttir, Sigurður Karlsson, Edda
Björgvinsdóttir, Þóra Karítas
Árnadóttir, Hafdís Helga Helga-
dóttir o.fl.
Pity the Lovers er rómantísk
gamanmynd og hófust tökur á
henni 24. ágúst sl. og eru þær langt
komnar. Framleiðslufyrirtæki
myndarinnar er sænskt, LittleBig
Productions, en Anna G. Magn-
úsdóttir er annar tveggja eigenda
þess. Anna segir ástæðuna fyrir því
að myndin er tekin upp hér á landi
með íslenskum leikurum þá að Hult
hafi tekið upp á Íslandi áður og lík-
að vel. Auk þess hafi 25% endur-
greiðsla á framleiðslukostnaði ís-
lenskra sem erlendra framleiðenda
kvikmynda sem teknar eru upp hér
á landi skipt máli þegar kom að
fjármögnun myndarinnar. Ef þurft
hefði að leita frekara fjármagns frá
Svíþjóð hefðu tökur frestast um ár.
Anna segir að í raun komi Íslend-
ingar algjörlega að myndinni, að
undanskildum leikstjóranum, hinu
sænska framleiðslufyrirtæki og
sænskum leikmyndahönnuði.
Hult á að baki sænsk-íslensku
kvikmyndina Hemma sem tekin var
upp á Eyrarbakka og sýnd hér á
landi fyrir þremur árum. Sú kvik-
mynd hlaut mörg verðlaun og
prýðilega gagnrýni í Svíþjóð þegar
hún var sýnd þar. Hult er einnig
handritshöfundur Pity the Lovers
og segir Anna að myndin líti mjög
vel út, leikararnir stórgóðir og tök-
ur hafi gengið vel til þessa.
Bræður í krísu
Pity the Lovers hefur enn ekki
hlotið íslenskan titil en í henni segir
af bræðrum sem eiga erfitt í ástalíf-
inu og takast á við þann vanda með
ólíkum hætti. Annar forðast náin
sambönd en hinn á í hverju stuttu
sambandinu á fætur öðru. Stefnt er
að því að frumsýna myndina á
næsta ári.
Haft er eftir Hult í tilkynningu að
í fyrstu hafi honum ekki litist á
blikuna að leikstýra á íslensku, þ.e.
leikurum sem tala íslensku í mynd-
inni, en þær áhyggjur hafi gufað
upp þegar aðalleikarar hafi verið
valdir og tökur hafist.
helgisnaer@mbl.is
Ljósmynd/Sigga Ella/LittleBig Productions.
Fundað Hult ræðir við Jóel I. Sæmundsson, Þóru Karítas Árnadóttur og
Björn Thors. Lengst til vinstri er Áslaug Konráðsdóttir skrifta.
Hult gerir kvik-
mynd á íslensku
Leikstjóri Hemma snýr aftur
The Square
Metacritic 74/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 17.15, 20.00,
22.15
The Limehouse
Golem
Bíó Paradís 22.45
Stella í orlofi
Bíó Paradís 18.00
Skjól og skart
Bíó Paradís 18.00
Sami Blood
Metacritic 79/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 20.00
Kongens nei
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 20.00
The Hitman’s
Bodyguard 16
Besti lífvörður í heimi fær
nýjan viðskiptavin, leigu-
morðingja sem þarf að bera
vitni hjá alþjóða glæpadóm-
stólnum.
Metacritic 55/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
American Assassin 16
Fjölskylduharmleikur leiðir
Mitch Rapp í raðir þeirra
bestu sem berjast gegn
hryðjuverkaógnum.
Metacritic 44/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 20.00, 22.20
Smárabíó 20.20, 22.50
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
47 Meters Down 16
Systur fara í hákarlaskoðun í
Mexíkó en festast á hafs-
botni þegar búrið sem á að
vernda þær frá hákörlunum
losnar.
Metacritic 52/100
IMDb 5,8/10
Smárabíó 22.50
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.10
Everything,
Everything
Metacritic 52/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00
Sambíóin Akureyri 17.50
American Made 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Smárabíó 20.20, 22.50
Annabelle:
Creation 16
Metacritic 62/100
IMDb 7,0/10
ambíóin Álfabakka 22.10
Kidnap 12
Frankie, sonur einstæðu
móðurinnar Körlu er horfinn,
honum hefur verið rænt.
Metacritic 44/100
IMDb 6,0/10
Háskólabíó 21.00
Dunkirk 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 94/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Kringlunni 20.00
Emojimyndin Metacritic 12/100
IMDb 2,0/10
Smárabíó 15.30, 17.50
Ég man þig 16
Ungt fólk sem er að gera
upp hús á Hesteyri um miðj-
an vetur fer að gruna að þau
séu ekki einu gestirnir í
þessu eyðiþorpi.
Morgunblaðiðbbbbn
IMDb 7,8/10
Háskólabíó 18.00, 20.50
Bíó Paradís 22.30
The Glass Castle 12
Kvikmynd byggð á æviminn-
ingum Jeannette Walls sem
fæddist árið 1960..
Metacritic57/100
IMDb 7,0/10
Háskólabíó 18.10
Spider-Man:
Homecoming 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 73/100
IMDb 7,9/10
Smárabíó 16.50
Skrímslafjölskyldan
Til að þjappa fjölskyldunni
betur saman skipuleggur
Emma skemmtilegt kvöld en
þau breytast öll í skrímsli.
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.40
Sambíóin Kringlunni 17.50
Sambíóin Akureyri 17.50
Sonur Stórfótar
Adam er ósköp venjulegur
strákur sem uppgötvar að
faðir hans er Stórfótur.
IMDb 6,1/10
Laugarásbíó 18.00
Smárabíó 15.30
Háskólabíó 18.10
Borgarbíó Akureyri 18.00
Agnes grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífs-
myndband, hendir honum út og meinar honum
að umgangast fjögurra ára dóttur þeirra. Atli
flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við
fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem
stendur í garði foreldranna skyggir á garð ná-
grannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á
pallinn.
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 18.00, 22.30, 22.50
Smárabíó 15.40, 17.20, 17.50, 20.20, 22.30
Háskólabíó 18.00, 20.50
Sambíóin Keflavík 20.00
Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00
Undir trénu 12
Mother! 16
Það reynir á samband pars þegar óboðnir gestir birtast.
Metacritic 76/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Álfabakka
17.20, 20.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.25,
20.00, 22.35
Sambíóin Kringlunni
17.00, 19.40, 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.50
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.35
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
It 16
Sjö vinir í bænum Derry í
Bandaríkjunum komast á
snoðir um að í holræsum
bæjarins er á kreiki óvættur.
Metacritic 70/100
IMDb 8,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.00, 18.10, 20.00, 21.00, 22.50
Sambíóin Egilshöll 17.15, 20.00, 22.45
Sambíóin Kringlunni 17.10, 20.00, 22.20, 22.50
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50
Sambíóin Keflavík 22.05
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna