Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 4

Morgunblaðið - 05.10.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hitablásarar Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.890 Rafmagnshita- blásari 5Kw 3 fasa 12.830 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa 8.890 15 metra rafmagnssnúra 2.390 INDUSTRIAL GRADE Fjöltengibox IP44 H07RN F3G1,5 1,5 m snúra 1.990 Kapalkefli 10m H05vv-F3G1,5mm 2.690 Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur umhverfisverðlaun ferðamálastofu í ár fyrir fegrun umhverfis og bætt aðgengi. Verkefnið var lokaáfangi í byggingu bryggjupalla milli safn- húsanna þriggja og uppsetningu lýs- ingar á svæðinu. Þordís Kolbrún Gylfadóttir, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra, af- henti Anítu Elefsen og Örlygi Krist- finnssyni, fulltrúum Síldarminja- safnsins, verðlaunin á ferðamála- þingi í Hörpu í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Síldarminjasafnið sé gott dæmi um frumkvöðlavinnu þar sem menn- ingar- og atvinnusaga bæjarfélags hefur orðið að aðdráttarafli fyrir ferðafólk og verið mikilvægur liður í að endurnýja bæjarbraginn. Þar séu umhverfismál, ásýnd og aðgengi af- ar mikilvægir þættir. Ferðamálastofa hefur veitt um- hverfisverðlaunin árlega frá árinu 1995 og er þetta í annað sinn sem þau falla í skaut styrkþega úr fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða en hann tók til starfa haustið 2011. Dómnefnd skipuðu Halldór Ei- ríksson, arkitekt og formaður stjórnar framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða, Helena Guttorms- dóttir, lektor og námsbrautarstjóri umhverfisskipulagsbrautar Land- búnaðarháskólans, og Ólöf Ýrr Atla- dóttir ferðamálastjóri. Síldarminjasafnið sæmt umhverfisverðlaunum  Verðlaunin veitt á ferðamála- þingi í Hörpu Umbætur Umhverfi Síldarminjasafnsins hefur tekið miklum breytingum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Endurnýjun á gólfi Borgarfjarðar- brúarinnar lýkur um miðjan næsta mánuð. Hún hefur staðið yfir með hléum í fimm ár og kostað samtals 520 milljónir eða sem svarar einni milljón á hvern lengdarmetra. Áður en Borgarfjarðarbrúin sem tekin var í notkun árið 1981 var orðin tvítug þurfti að ráðast í viðgerðir á hluta stöpla hennar. Steypt var ný kápa utan um þá. Var unnið að því til ársins 2010. Þá var brúargólfið orðið illa farið vegna mikils álags og slitið ofan í járnagrind brúarinnar. Hafist var handa við endurnýjun gólfsins á árinu 2012 og hefur verið unnið að því með hléum síðan. Steypan hefur verið hreinsuð af og steypt nýtt lag með sterkri steypu sem sérstaklega er hrærð í þessum tilgangi. Sérstaklega sterk steypa Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vega- gerðarinnar á Vesturlandi, segir að unnið hafi verið að framkvæmdunum snemma vors og seint á haustin til að trufla umferðina sem minnst. Á með- an unnið er að viðgerðum þarf að loka annarri akrein brúarinnar og er umferðinni stýrt með ljósum. Það getur haft í för með sér tafir fyrir vegfarendur. Samtals hefur ljósa- stýring verið í sextán og hálfan mán- uð þau fimm ár sem viðgerðin hefur staðið yfir eða í nærri hálft annað ár. Nú er unnið að viðgerð á tveimur höfum, samtals 80 metrum. Áætlað er að framkvæmdum við þennan síð- asta áfanga ljúki 14. nóvember. Sérfræðingur í steypufræðum og starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið brautryðjendastarf við hönnun ofursteypunnar sem notuð er í brúar- gólfið og einnig í kápu á stöplana á sínum tíma. Í steypuna er notuð sér- staklega slitsterk möl úr fjörunni í Harðakambi við Ólafsvíkurenni. Steypan á að hafa mikinn brotstyrk og þola frostþenslu. Ingvi segir að þessi steypuuppskrift hafi einnig ver- ið notuð við viðgerð á brúnni yfir Blöndu við Blönduós. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarfjarðarbrú Endurnýjun hefur staðið yfir með hléum í fimm ár og kostað samtals 520 milljónir. Hver metri með ofursteypu kost- ar eina milljón  Endurnýjun á gólfi Borgarfjarðar- brúarinnar lýkur í næsta mánuði Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Siðareglurnar eru ekki lagalega bindandi en undirritun þeirra er til marks um gæði og heilindi íslenskr- ar ferðaþjónustu,“ segir dr. Taleb Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), en hann kom hingað til lands til að vera viðstaddur undirritun alþjóðlegra siðareglna UNWTO fyrir ferðaþjón- ustu á Ferðamálaþingi 2017, sem nú hafa verið þýddar á íslensku. „Reglunar voru fyrst settar fram af Sameinuðu þjóðunum árið 2001 og ætlaðar opinberum aðilum en með undirritun ferðaþjónustuaðila á einkamarkaði víkkum við út gild- issvið þeirra,“ segir hann og vísar til þess að þær Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Ásta Kristín Sigurjóns- dóttir, fyrir hönd Íslenska ferða- þjónustuklasans skrifuðu undir siðareglunar á fundinum í gær. „Umfang siðareglnanna nær allt frá vinnumansali í ferðaþjónustu til náttúruverndar og eru þess vegna gæðavottun sem öll fyrirtæki í ferðaþjónustu ættu að vilja flagga.“ Mikilvægur tímapunktur Dr. Taleb Rifai hælir bæði um- svifum og uppbyggingu ferðaþjón- ustu á Íslandi sem hann segir að mörgu leyti vera til fyrirmyndar en örum vexti fylgi líka vandamál. „Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og landið stendur á tímapunkti þar sem ákveða þarf heildarstefnu um atvinnugreinina, þ.e. hvert þið viljið stefna og hvar þið viljið vera eftir áratug,“ segir hann og vísar þá m.a. til siðareglnanna og náttúruvernd- ar. „Hnattræn mengun virðir engin landamæri og það er verkefni okkar allra að vinna að því að takmarka, t.d. losun gróðurhúsalofttegunda en við verðum líka að gæta að við- kvæmum svæðum í náttúrunni. Hér er náttúran einstök og þið verðið að huga að því hvernig þið nálgist hana og nýtið.“ Spurður um framhaldið og eft- irfylgni siðareglnanna segir dr. Ta- leb Rifai að Sameinuðu þjóðirnar stefni að því að halda ráðstefnu um reglurnar og þannig binda þær í samning sem væri lagalega bind- andi fyrir þau ríki sem skrifa undir hann. Gæðavottorð ferðaþjónustu  Aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna var viðstaddur undirritun siðareglna UNWTO á Ferðaþingi 2017  Ísland þarf að setja sér heildarstefnu Gæðavottun á rekstri » Alþjóðlegar siðareglur UNWTO í ferðaþjónustu eru ekki lagalega bindandi. » Eru vottun um gæði og heil- brigði fyrirtækja í greininni. » Gilda um opinbera aðila og einkaaðila. Morgunblaðið/Eggert Í ræðustól Dr. Taleb Rifai, sem er aðalritari ferðamálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, hélt erindi á Ferðaþingi 2017 í Hörpu í gær. Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu er með tvo menn í haldi vegna hníf- stunguárásar í íbúðarhúsnæði í Æsufelli í Reykjavík, sem átti sér stað á þriðjudag. Hópur manna ruddi sér leið inn í íbúðina en maður sem varð fyrir hnífstungunni var gest- komandi í íbúðinni. Eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús gekkst hann undir aðgerð og er ekki talinn í lífshættu að sögn Einars Guðbergs Jónssonar lögreglufulltrúa. Skýrslutökur standa yfir bæði af mönnunum tveimur og fórnarlamb- inu. Þá hafa skýrslur verið teknar af vitnum að árásinni. Mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald en hvorugur þeirra hefur játað á sig verkanðinn. Tveir í haldi vegna hnífstungu  Fórnarlambið ekki talið í lífshættu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.