Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.10.2017, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Hitablásarar Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.890 Rafmagnshita- blásari 5Kw 3 fasa 12.830 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.990 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Rafmagnshitablásari 3Kw 1 fasa 8.890 15 metra rafmagnssnúra 2.390 INDUSTRIAL GRADE Fjöltengibox IP44 H07RN F3G1,5 1,5 m snúra 1.990 Kapalkefli 10m H05vv-F3G1,5mm 2.690 Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur umhverfisverðlaun ferðamálastofu í ár fyrir fegrun umhverfis og bætt aðgengi. Verkefnið var lokaáfangi í byggingu bryggjupalla milli safn- húsanna þriggja og uppsetningu lýs- ingar á svæðinu. Þordís Kolbrún Gylfadóttir, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra, af- henti Anítu Elefsen og Örlygi Krist- finnssyni, fulltrúum Síldarminja- safnsins, verðlaunin á ferðamála- þingi í Hörpu í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Síldarminjasafnið sé gott dæmi um frumkvöðlavinnu þar sem menn- ingar- og atvinnusaga bæjarfélags hefur orðið að aðdráttarafli fyrir ferðafólk og verið mikilvægur liður í að endurnýja bæjarbraginn. Þar séu umhverfismál, ásýnd og aðgengi af- ar mikilvægir þættir. Ferðamálastofa hefur veitt um- hverfisverðlaunin árlega frá árinu 1995 og er þetta í annað sinn sem þau falla í skaut styrkþega úr fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða en hann tók til starfa haustið 2011. Dómnefnd skipuðu Halldór Ei- ríksson, arkitekt og formaður stjórnar framkvæmdasjóðs ferða- mannastaða, Helena Guttorms- dóttir, lektor og námsbrautarstjóri umhverfisskipulagsbrautar Land- búnaðarháskólans, og Ólöf Ýrr Atla- dóttir ferðamálastjóri. Síldarminjasafnið sæmt umhverfisverðlaunum  Verðlaunin veitt á ferðamála- þingi í Hörpu Umbætur Umhverfi Síldarminjasafnsins hefur tekið miklum breytingum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Endurnýjun á gólfi Borgarfjarðar- brúarinnar lýkur um miðjan næsta mánuð. Hún hefur staðið yfir með hléum í fimm ár og kostað samtals 520 milljónir eða sem svarar einni milljón á hvern lengdarmetra. Áður en Borgarfjarðarbrúin sem tekin var í notkun árið 1981 var orðin tvítug þurfti að ráðast í viðgerðir á hluta stöpla hennar. Steypt var ný kápa utan um þá. Var unnið að því til ársins 2010. Þá var brúargólfið orðið illa farið vegna mikils álags og slitið ofan í járnagrind brúarinnar. Hafist var handa við endurnýjun gólfsins á árinu 2012 og hefur verið unnið að því með hléum síðan. Steypan hefur verið hreinsuð af og steypt nýtt lag með sterkri steypu sem sérstaklega er hrærð í þessum tilgangi. Sérstaklega sterk steypa Ingvi Árnason, svæðisstjóri Vega- gerðarinnar á Vesturlandi, segir að unnið hafi verið að framkvæmdunum snemma vors og seint á haustin til að trufla umferðina sem minnst. Á með- an unnið er að viðgerðum þarf að loka annarri akrein brúarinnar og er umferðinni stýrt með ljósum. Það getur haft í för með sér tafir fyrir vegfarendur. Samtals hefur ljósa- stýring verið í sextán og hálfan mán- uð þau fimm ár sem viðgerðin hefur staðið yfir eða í nærri hálft annað ár. Nú er unnið að viðgerð á tveimur höfum, samtals 80 metrum. Áætlað er að framkvæmdum við þennan síð- asta áfanga ljúki 14. nóvember. Sérfræðingur í steypufræðum og starfsmenn Vegagerðarinnar hafa unnið brautryðjendastarf við hönnun ofursteypunnar sem notuð er í brúar- gólfið og einnig í kápu á stöplana á sínum tíma. Í steypuna er notuð sér- staklega slitsterk möl úr fjörunni í Harðakambi við Ólafsvíkurenni. Steypan á að hafa mikinn brotstyrk og þola frostþenslu. Ingvi segir að þessi steypuuppskrift hafi einnig ver- ið notuð við viðgerð á brúnni yfir Blöndu við Blönduós. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarfjarðarbrú Endurnýjun hefur staðið yfir með hléum í fimm ár og kostað samtals 520 milljónir. Hver metri með ofursteypu kost- ar eina milljón  Endurnýjun á gólfi Borgarfjarðar- brúarinnar lýkur í næsta mánuði Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Siðareglurnar eru ekki lagalega bindandi en undirritun þeirra er til marks um gæði og heilindi íslenskr- ar ferðaþjónustu,“ segir dr. Taleb Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO), en hann kom hingað til lands til að vera viðstaddur undirritun alþjóðlegra siðareglna UNWTO fyrir ferðaþjón- ustu á Ferðamálaþingi 2017, sem nú hafa verið þýddar á íslensku. „Reglunar voru fyrst settar fram af Sameinuðu þjóðunum árið 2001 og ætlaðar opinberum aðilum en með undirritun ferðaþjónustuaðila á einkamarkaði víkkum við út gild- issvið þeirra,“ segir hann og vísar til þess að þær Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Ásta Kristín Sigurjóns- dóttir, fyrir hönd Íslenska ferða- þjónustuklasans skrifuðu undir siðareglunar á fundinum í gær. „Umfang siðareglnanna nær allt frá vinnumansali í ferðaþjónustu til náttúruverndar og eru þess vegna gæðavottun sem öll fyrirtæki í ferðaþjónustu ættu að vilja flagga.“ Mikilvægur tímapunktur Dr. Taleb Rifai hælir bæði um- svifum og uppbyggingu ferðaþjón- ustu á Íslandi sem hann segir að mörgu leyti vera til fyrirmyndar en örum vexti fylgi líka vandamál. „Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og landið stendur á tímapunkti þar sem ákveða þarf heildarstefnu um atvinnugreinina, þ.e. hvert þið viljið stefna og hvar þið viljið vera eftir áratug,“ segir hann og vísar þá m.a. til siðareglnanna og náttúruvernd- ar. „Hnattræn mengun virðir engin landamæri og það er verkefni okkar allra að vinna að því að takmarka, t.d. losun gróðurhúsalofttegunda en við verðum líka að gæta að við- kvæmum svæðum í náttúrunni. Hér er náttúran einstök og þið verðið að huga að því hvernig þið nálgist hana og nýtið.“ Spurður um framhaldið og eft- irfylgni siðareglnanna segir dr. Ta- leb Rifai að Sameinuðu þjóðirnar stefni að því að halda ráðstefnu um reglurnar og þannig binda þær í samning sem væri lagalega bind- andi fyrir þau ríki sem skrifa undir hann. Gæðavottorð ferðaþjónustu  Aðalritari ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna var viðstaddur undirritun siðareglna UNWTO á Ferðaþingi 2017  Ísland þarf að setja sér heildarstefnu Gæðavottun á rekstri » Alþjóðlegar siðareglur UNWTO í ferðaþjónustu eru ekki lagalega bindandi. » Eru vottun um gæði og heil- brigði fyrirtækja í greininni. » Gilda um opinbera aðila og einkaaðila. Morgunblaðið/Eggert Í ræðustól Dr. Taleb Rifai, sem er aðalritari ferðamálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, hélt erindi á Ferðaþingi 2017 í Hörpu í gær. Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu er með tvo menn í haldi vegna hníf- stunguárásar í íbúðarhúsnæði í Æsufelli í Reykjavík, sem átti sér stað á þriðjudag. Hópur manna ruddi sér leið inn í íbúðina en maður sem varð fyrir hnífstungunni var gest- komandi í íbúðinni. Eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús gekkst hann undir aðgerð og er ekki talinn í lífshættu að sögn Einars Guðbergs Jónssonar lögreglufulltrúa. Skýrslutökur standa yfir bæði af mönnunum tveimur og fórnarlamb- inu. Þá hafa skýrslur verið teknar af vitnum að árásinni. Mennirnir tveir hafa verið úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald en hvorugur þeirra hefur játað á sig verkanðinn. Tveir í haldi vegna hnífstungu  Fórnarlambið ekki talið í lífshættu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.