Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 24

Morgunblaðið - 05.10.2017, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is Eitt mesta úrval landsins af HÖNSKUM NÚ ER AÐ KÓLNA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn september fer í meta- bækurnar sem afar hlýr og úr- komusamur mánuður. Úrkoma mældist yfir meðallagi á flestum veðurstöðvum landsins. Óvenju hlýtt og blautt var á austanverðu landinu. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar sem Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, tók saman. Sem dæmi um hlýindin á Aust- urlandi má nefna að á Teigarhorni í Berufirði var meðalhitinn í sept- ember 9,7 stig eða 2,8 stig ofan meðalhita áranna 1961-1990. Reyndist hann 3. hlýjasti sept- ember í röð 145 mælinga. Á Egilsstöðum var meðalhitinn 10,5 stig, sá hæsti á landinu, heil- um 4,3 stigum fyrir ofan meðaltal fyrrnefndra ára. Er þetta 2. hlýj- asti september í röð 63 mælinga. Hlýrra var í sama mánuði 1996. Þá var meðalhitinn 11,1 stig og frávik- ið hærra sem því nemur. Á Egils- stöðum hefur verið mælt frá 1955. Hitinn yfir meðallagi Meðalhiti í Reykjavík mældist 9,7 stig, 2,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og 1,0 stigi yf- ir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 10,1 stig, 3,8 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 1,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er 6. hlýjasti september í röð 136 mælinga á Akureyri og sá 11. hlýjasti í röð 147 mælinga í Reykjavík. Í Stykk- ishólmi var meðalhitinn 9,5 stig og 10,1 á Höfn í Hornafirði. Úrkoma var mikil í september og mældist yfir meðallagi á flest- um stöðvum landsins. Óvenjulega mikil úrkoma var á Austur- og Suðausturlandi í lok mánaðar sem olli miklum vatnavöxtum í ám, flóðum og skriðuföllum í þeim landshluta, eins og fram hefur komið í fréttum. Úrkoma í Reykjavík mældist 89,4 millimetrar og er það 34% umfram meðallag áranna 1961 til 1990 en um 15% undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri mæld- ist úrkoma í september 73,1 milli- metri og er það 87% yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og um 20% yfir meðallagi síðustu tíu ára. Úr- koma í Stykkishólmi mældist 109,2 millimetrar. Mörg úrkomumet eystra Á Höfn í Hornafirði mældist úr- koma 336,8 millimetrar sem er það mesta sem hefur mælst þar í sept- ember. Þónokkrar tilfærslur hafa verið á úrkomumælingum á Höfn, segir í yfirliti Veðurstofunnar. Mælingar hófust á Höfn 1965 og stóðu til 1985. Síðan var mælt í Hjarðarnesi og Akurnesi og svo aftur á Höfn frá árinu 2007. Nokkur önnur septemberúr- komumet voru sett, t.d. á Gilsá í Breiðdal (492 mm), Neskaupstað (417 mm), Stafafelli í Lóni (383 mm) og Skaftafelli (384 mm). Að auki mældist mikil úrkoma á flest- um sjálfvirkum úrkomustöðvum á Austurlandi í mánuðinum. „Að öll- um líkindum hefur einnig mikið rignt til fjalla á Suðaustur- og Austurlandi í lok mánaðar sem kemur ekki nægilega vel fram í mælingum þar sem fáar úrkomu- stöðvar eru á því svæði,“ segir í yfirliti Veðurstofunnar. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 114,9, um 10 stundum færri en að meðallagi í september. Á Akureyri mældust 79,8 sólskins- stundir, 5,6 stundum færri en í meðalári. Rigning yfir meðal- lagi um allt land  Nýliðinn september var afar hlýr og úrkomusamur Morgunblaðið/Eggert Austurland Miklir vatnavextir voru í september. Litlu munaði um tíma að Lagarfljót flæddi yfir brúna. Menn voru í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum. Veðurstofan hefur gert upp svokall- að „veðurstofusumar“ sem nær yfir mánuðina júní til september, að báð- um mánuðum meðtöldum. Meðalhitinn í Reykjavík reyndist 10,5 stig, 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,15 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 10,4 stig, 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 stigum yfir meðalhita síðustu tíu ára. Sumarið í Reykjavík er það 21. hlýjasta frá upphafi samfelldra mæl- inga 1871 og það 16. hlýjasta á Akur- eyri frá upphafi mælinga 1882. Úrkoma í Reykjavík mældist 208,1 millimetri í sumar sem er 90% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoma í sumar 163,8 mm sem er 20% um- fram meðallag áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru fjórum færri en í meðalári í Reykjavík en sex fleiri á Akureyri. Árið hlýtt til þessa Fyrstu níu mánuðir ársins hafa verið hlýir á landinu, segir í yfirliti Veðurstofunnar. Febrúar, maí og september voru sérlega hlýir. Í Reykjavík er hiti 1,5 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og 0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ár. Á Akureyri er hiti 2,0 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 fyrstu níu mánuði ársins og 0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Mánuðirnir níu eru í 8. hlýjasta sæti í Reykjavík frá upphafi sam- felldra mælinga og í því 5. á Akur- eyri. Úrkoma í Reykjavík hefur ver- ið 30% umfram meðallag og um 24% umfram meðallag á Akureyri. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Veðurblíða Veðrið lék við höfuðborgarbúa í sumar, sérstaklega þegar á leið. Margir lögðu leið sína í Grasagarðinn og nutu góðra veitinga. Sumarið hlýtt og sólríkt í borginni Sólskinsstundir » Sólskinsstundir mældust 682 í Reykjavík í sumar, 70 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990, en 17 stundum færri en síðustu tíu ár. » Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 529 sem er 27 stundum undir meðallagi ár- anna 1961 til 1990 og 61 stund færri en að meðaltali síðustu tíu ár.  „Veðurstofusumarið“ 2017 er liðið Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, eru á meðal fyrirlesara á 10 ára af- mælismálþingi samtakanna Göngum saman sem haldið verð- ur í Veröld, húsi Vigdísar, á morg- un, föstudag. Samtökin voru stofnuð 2007 og er helsti tilgang- ur þeirra að safna fé til rann- sókna sem auka skilning á uppruna og eðli krabba- meins í brjóstum. Á málþinginu verður tilkynnt um styrkveitingar úr styrktarsjóði samtakanna. Þingið sem haldið er undir yfir- skriftinni „Draumur um lækningu“ hefst kl. 15 með ávörpum Vigdísar og Jóns Atla, en aðrir ræðumenn eru Gunnhildur Óskarsdóttir, for- maður samtakanna, Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor emeritus, Birna Þorvaldsdóttir doktorsnemi, Rósa Björk Barkardóttir, klínískur pró- fessor á Landspítala, Magnús Karl Magnússon, prófessor við lækna- deild, og Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráð- herra. Framsýnn hópur „Þessi samtök hafa verið ákaflega dugleg og framsýn með því að leggja áherslu á stuðning við grunn- rannsóknir,“ sagði Magnús Karl Magnússon í samtali við Morgun- blaðið. „Þau hafa unnið alveg ótrú- legt hugsjónastarf.“ Magnús Karl segir að á þeim ára- tug sem er liðinn frá því að Göngum saman hóf starfsemi hafi samtökin lagt fram um 70 milljónir króna til krabbameinsrannsókna. Hefur féð að stærstum hluta farið í vísinda- legar rannsóknir, aðallega doktors- rannsóknir, launakostnað nemenda og efniskostnað. „Vegna þessa stuðnings hefur orðið til ný kynslóð vísindamanna á þessu sviði, sem eru að vinna mjög mikilvægt starf.“ gudmundur@mbl.is Hafa lagt 70 milljónir í krabbameinsrannsóknir  Tíu ára afmælismálþing Göngum saman á morgun Morgunblaðið/Eggert Göngum saman Frá göngu samtakanna á mæðradaginn í vor. Magnús Karl Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.