Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 24

Morgunblaðið - 05.10.2017, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Laugavegi 103, við Hlemm | 105 Reykjavík | Sími 551 5814 | www.th.is Eitt mesta úrval landsins af HÖNSKUM NÚ ER AÐ KÓLNA Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn september fer í meta- bækurnar sem afar hlýr og úr- komusamur mánuður. Úrkoma mældist yfir meðallagi á flestum veðurstöðvum landsins. Óvenju hlýtt og blautt var á austanverðu landinu. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar sem Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna, tók saman. Sem dæmi um hlýindin á Aust- urlandi má nefna að á Teigarhorni í Berufirði var meðalhitinn í sept- ember 9,7 stig eða 2,8 stig ofan meðalhita áranna 1961-1990. Reyndist hann 3. hlýjasti sept- ember í röð 145 mælinga. Á Egilsstöðum var meðalhitinn 10,5 stig, sá hæsti á landinu, heil- um 4,3 stigum fyrir ofan meðaltal fyrrnefndra ára. Er þetta 2. hlýj- asti september í röð 63 mælinga. Hlýrra var í sama mánuði 1996. Þá var meðalhitinn 11,1 stig og frávik- ið hærra sem því nemur. Á Egils- stöðum hefur verið mælt frá 1955. Hitinn yfir meðallagi Meðalhiti í Reykjavík mældist 9,7 stig, 2,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 og 1,0 stigi yf- ir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 10,1 stig, 3,8 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 og 1,9 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta er 6. hlýjasti september í röð 136 mælinga á Akureyri og sá 11. hlýjasti í röð 147 mælinga í Reykjavík. Í Stykk- ishólmi var meðalhitinn 9,5 stig og 10,1 á Höfn í Hornafirði. Úrkoma var mikil í september og mældist yfir meðallagi á flest- um stöðvum landsins. Óvenjulega mikil úrkoma var á Austur- og Suðausturlandi í lok mánaðar sem olli miklum vatnavöxtum í ám, flóðum og skriðuföllum í þeim landshluta, eins og fram hefur komið í fréttum. Úrkoma í Reykjavík mældist 89,4 millimetrar og er það 34% umfram meðallag áranna 1961 til 1990 en um 15% undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri mæld- ist úrkoma í september 73,1 milli- metri og er það 87% yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og um 20% yfir meðallagi síðustu tíu ára. Úr- koma í Stykkishólmi mældist 109,2 millimetrar. Mörg úrkomumet eystra Á Höfn í Hornafirði mældist úr- koma 336,8 millimetrar sem er það mesta sem hefur mælst þar í sept- ember. Þónokkrar tilfærslur hafa verið á úrkomumælingum á Höfn, segir í yfirliti Veðurstofunnar. Mælingar hófust á Höfn 1965 og stóðu til 1985. Síðan var mælt í Hjarðarnesi og Akurnesi og svo aftur á Höfn frá árinu 2007. Nokkur önnur septemberúr- komumet voru sett, t.d. á Gilsá í Breiðdal (492 mm), Neskaupstað (417 mm), Stafafelli í Lóni (383 mm) og Skaftafelli (384 mm). Að auki mældist mikil úrkoma á flest- um sjálfvirkum úrkomustöðvum á Austurlandi í mánuðinum. „Að öll- um líkindum hefur einnig mikið rignt til fjalla á Suðaustur- og Austurlandi í lok mánaðar sem kemur ekki nægilega vel fram í mælingum þar sem fáar úrkomu- stöðvar eru á því svæði,“ segir í yfirliti Veðurstofunnar. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 114,9, um 10 stundum færri en að meðallagi í september. Á Akureyri mældust 79,8 sólskins- stundir, 5,6 stundum færri en í meðalári. Rigning yfir meðal- lagi um allt land  Nýliðinn september var afar hlýr og úrkomusamur Morgunblaðið/Eggert Austurland Miklir vatnavextir voru í september. Litlu munaði um tíma að Lagarfljót flæddi yfir brúna. Menn voru í viðbragðsstöðu á Egilsstöðum. Veðurstofan hefur gert upp svokall- að „veðurstofusumar“ sem nær yfir mánuðina júní til september, að báð- um mánuðum meðtöldum. Meðalhitinn í Reykjavík reyndist 10,5 stig, 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en -0,15 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 10,4 stig, 1,4 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 stigum yfir meðalhita síðustu tíu ára. Sumarið í Reykjavík er það 21. hlýjasta frá upphafi samfelldra mæl- inga 1871 og það 16. hlýjasta á Akur- eyri frá upphafi mælinga 1882. Úrkoma í Reykjavík mældist 208,1 millimetri í sumar sem er 90% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoma í sumar 163,8 mm sem er 20% um- fram meðallag áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru fjórum færri en í meðalári í Reykjavík en sex fleiri á Akureyri. Árið hlýtt til þessa Fyrstu níu mánuðir ársins hafa verið hlýir á landinu, segir í yfirliti Veðurstofunnar. Febrúar, maí og september voru sérlega hlýir. Í Reykjavík er hiti 1,5 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 og 0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ár. Á Akureyri er hiti 2,0 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 fyrstu níu mánuði ársins og 0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Mánuðirnir níu eru í 8. hlýjasta sæti í Reykjavík frá upphafi sam- felldra mælinga og í því 5. á Akur- eyri. Úrkoma í Reykjavík hefur ver- ið 30% umfram meðallag og um 24% umfram meðallag á Akureyri. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Hanna Veðurblíða Veðrið lék við höfuðborgarbúa í sumar, sérstaklega þegar á leið. Margir lögðu leið sína í Grasagarðinn og nutu góðra veitinga. Sumarið hlýtt og sólríkt í borginni Sólskinsstundir » Sólskinsstundir mældust 682 í Reykjavík í sumar, 70 fleiri en að meðaltali 1961 til 1990, en 17 stundum færri en síðustu tíu ár. » Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 529 sem er 27 stundum undir meðallagi ár- anna 1961 til 1990 og 61 stund færri en að meðaltali síðustu tíu ár.  „Veðurstofusumarið“ 2017 er liðið Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands, eru á meðal fyrirlesara á 10 ára af- mælismálþingi samtakanna Göngum saman sem haldið verð- ur í Veröld, húsi Vigdísar, á morg- un, föstudag. Samtökin voru stofnuð 2007 og er helsti tilgang- ur þeirra að safna fé til rann- sókna sem auka skilning á uppruna og eðli krabba- meins í brjóstum. Á málþinginu verður tilkynnt um styrkveitingar úr styrktarsjóði samtakanna. Þingið sem haldið er undir yfir- skriftinni „Draumur um lækningu“ hefst kl. 15 með ávörpum Vigdísar og Jóns Atla, en aðrir ræðumenn eru Gunnhildur Óskarsdóttir, for- maður samtakanna, Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor emeritus, Birna Þorvaldsdóttir doktorsnemi, Rósa Björk Barkardóttir, klínískur pró- fessor á Landspítala, Magnús Karl Magnússon, prófessor við lækna- deild, og Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráð- herra. Framsýnn hópur „Þessi samtök hafa verið ákaflega dugleg og framsýn með því að leggja áherslu á stuðning við grunn- rannsóknir,“ sagði Magnús Karl Magnússon í samtali við Morgun- blaðið. „Þau hafa unnið alveg ótrú- legt hugsjónastarf.“ Magnús Karl segir að á þeim ára- tug sem er liðinn frá því að Göngum saman hóf starfsemi hafi samtökin lagt fram um 70 milljónir króna til krabbameinsrannsókna. Hefur féð að stærstum hluta farið í vísinda- legar rannsóknir, aðallega doktors- rannsóknir, launakostnað nemenda og efniskostnað. „Vegna þessa stuðnings hefur orðið til ný kynslóð vísindamanna á þessu sviði, sem eru að vinna mjög mikilvægt starf.“ gudmundur@mbl.is Hafa lagt 70 milljónir í krabbameinsrannsóknir  Tíu ára afmælismálþing Göngum saman á morgun Morgunblaðið/Eggert Göngum saman Frá göngu samtakanna á mæðradaginn í vor. Magnús Karl Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.