Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 2017 Við lifum á öld ferða- langsins. Á undan- förnum áratugum hef- ur ferðum fólks í afþreyingarskyni fjölg- að mjög og samkvæmt spám Alþjóðaferða- málastofnunarinnar verður ekkert lát þar á. Væntingar reyndra ferðalanga um upp- lifun, afþreyingu og þjónustu hafa vaxið og æ fleira fólk hefur lifibrauð sitt af því að framreiða þessa upp- lifun. Á sama tíma vex skilningur á því hversu mikil og djúpstæð áhrif ferðaþjónusta getur haft á það sam- félag og umhverfi sem hún hrærist innan, sem og hversu mikilvægt það er að atvinnugreinin dafni í sátt við íbúa og náttúru. Áfangastaðurinn er grunneining ferðaþjónustunnar og mikilvægt er að uppbygging hans og skipulag séu hugsuð frá grunni. Kortleggja þarf stöðuna með tilliti til þjónustufram- boðs, sérstöðu og auðlinda, en ekki síst kanna hug íbúa til atvinnugrein- arinnar – og fá fram hugmyndir fólks um hvaða áhrif það vill sjálft að greinin hafi á daglegt líf og nánasta umhverfi íbúa. Ferðamálastofa hefur um árabil talað fyrir því að þróun ferðaþjón- ustunnar verði mótuð á heildstæðan hátt, að lagt verði í þá vinnu að sam- þætta áætlanagerð, greina þarfir á víðum grunni og móta rekstraráætl- anir ríkis og sveitarfélaga í auknum mæli með hliðsjón af ferðaþjónust- unni, þörfum hennar, sem og áhrif- um á samfélag og umhverfi. Starfsfólk Ferðamálastofu hefur frá árinu 2014 kynnt sér gerð áfangastaðaáætlana víða um heim og mótað tillögur um með hvaða hætti beita mætti þessari aðferða- fræði á heildstæðan hátt á Íslandi, ferðaþjónustu og samfélaginu öllu til heilla. Verkefnið var sett á forgangs- lista verkefna í Vegvísi fyrir ferða- þjónustuna 2015 og var árið 2016 sett af stað í góðri samvinnu Ferða- málastofu og Stjórnstöðvar ferða- mála. Engum blandast hugur um þann gríðarlega vöxt sem einkennt hefur íslenska ferðaþjónustu undanfarin ár og íslenskt samfélag hefur notið góðs af. Ferðaþjónustan hefur skip- að sér í efsta sæti á lista þeirra at- vinnugreina sem afla okkur erlends gjaldeyris, hún hefur skapað lung- ann af þeim störfum sem sárlega vantaði í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008, hún er drifkrafturinn að baki hagvexti undanfarinna missera. Hin mikla fjölgun ferðamanna hefur á sama tíma skapað ýmsar áskoran- ir. Íslenskt samfélag hefur þannig þurft að ganga gegnum krappt lær- dómsferli, bæði að greina hverjar áskoranirnar eru, og ekki síður móta leiðir til að bregðast við þessum áskorunum með það að markmiði að tryggja til langs tíma sjálfbæran vöxt atvinnugreinarinnar í sátt við umhverfi og samfélag. Þetta eru ekki lítil viðfangsefni. Með gerð áfangastaðaáætlana er átt við heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferða- manna á viðkomandi svæði/áfanga- stað, þ.m.t. þarfir gesta, heima- manna, fyrirtækja og umhverfis. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðila ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggj- ast nýta við þá vinnu. Í öllu ferlinu er lögð mikil áhersla á samtal og samráð opinberra aðila, fyrirtækja, ferðaþjónustunnar og íbúa. Einnig er mikilvægt að taka fram að áfangastaðaáætlanir eru lif- andi verkfæri sem endurskoðaðar verða reglulega í takt við breyttar forsendur greinarinnar. Gert er ráð fyrir að áætlanagerð ljúki á árinu 2018, og að þá verði tilbúin ýtarleg gögn um stöðu mála í hverjum landshluta, sameiginleg markmið sem fólk er sammála um að stefna að í málefnum ferðaþjónust- unnar og skilgreindar leiðir og verk- efni sem þarf að vinna til þess að ná þeim markmiðum. Það er hins vegar ljóst, að til þess að sú mikla vinna sem hagsmuna- aðilar um allt land eru núna að inna af hendi skili tilætluðum árangri, verða áfangastaðaáætlanirnar að verða leiðarljós í áætlanagerð og verkefnafjármögnun á næstu árum. Vinna þarf markvisst eftir áætlun hvers svæðis og taka mark á henni til þess að tryggja til framtíðar þá hagsmuni sem hér liggja undir. Stjórnvöld verða að vera tilbúin til að taka tillit til þeirra, sem og aðrir hagsmunaaðilar. Aðrar opinberar áætlanir ríkis og sveitarfélaga þurfa einnig að endurspegla þær áherslur sem hér eru markaðar og öfugt. Allt þarf þetta að spila saman svo við göngum öll í sömu áttina. Við þurf- um öll að vinna saman. Ferðaþjónustan er mikilvæg at- vinnugrein, sem getur, ef rétt er á spilum haldið, auðgað mannlíf og tryggt fjölbreytni í búsetuskilyrðum um allt land til langrar framtíðar. Við væntum mikils af þeirri vinnu sem núna er í fullum gangi um allt land og trúum, að með samstilltu átaki getum við byggt upp ferða- þjónustu sem einkennist af metnaði, fyrirhyggju og framtíðarsýn. Heildstæð nálgun til mótunar á framtíð ferðaþjónustunnar Eftir Ólöfu Ýri Atladóttir og Hrafnhildi Ýri Víglundsdóttur » Í öllu ferlinu er lögð mikil áhersla á sam- tal og samráð opinberra aðila, fyrirtækja, ferða- þjónustunnar og íbúa. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Ólöf Ýrr er ferðamálastjóri. Hrafn- hildur Ýr er verkefnisstjóri svæðis- bundinnar þróunar á Ferðamálastofu. olof@ferdamalastofa.is hrafnhildur@ferdamalastofa.is Ólöf Ýrr Atladóttir ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Ábyrgðar- og þjónustuaðilar: Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 Optical Studio Keflavík, s. 4213811 Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.