Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, vonar að það verði gæfuspor fyrir flokkinn að hann hafi stigið til hliðar sem formaður. Eins og kom fram í fyrrakvöld sagði Benedikt af sér formennsku í Við- reisn og Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir tók við formannsembættinu. Benedikt kvaðst taka þessa ákvörðun vegna slæmrar stöðu flokksins í skoð- anakönnunum. Hann starfar áfram með flokknum og verður í framboði í Norðausturkjördæmi. Benedikt er einn stofnandi Við- reisnar og hefur verið heilinn á bak við hann, og hjartað eins og hann seg- ir sjálfur, frá fyrsta stefnumótunar- fundi samtakanna í júní 2014, fundi sem hann setti sjálfur. „Mér þyk- ir auðvitað mjög vænt um flokkinn og þess vegna tók ég þessa ákvörð- un, málefnin skipta meira máli en ég,“ segir Benedikt spurður hvort það hafi ver- ið sárt að stíga upp af formannsstólnum. Hann segir ekki á áætluninni að taka við for- mannsembættinu aftur en enginn viti sína ævi fyrr en öll sé. Viðreisn varð að formlegum stjórn- málaflokki í maí 2016 og fékk sjö þingmenn kjörna í síðustu kosningu, nú lítur út fyrir að flokkurinn nái eng- um manni inn. Benedikt er sannfærð- ur um að flokkurinn eigi eftir að eflast þrátt fyrir slakt gengi í skoðanakönn- unum nú. „Ég er sannfærður um að við eflumst. Við þurfum auðvitað að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og ég heyri að þau eiga mikinn hljóm- grunn en af einhverjum ástæðum hef- ur dofnað yfir fylginu, það þýðir ekk- ert að loka augunum fyrir því. Þess vegna er það nú sem ég stíg þetta skref og vona að okkar málefni slái aftur í gegn.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að Þorgerður Katrín í formannsstólnum verði flokknum endanlega að falli. „Þorgerður hefur svo marga kosti, hún er geislandi af fjöri og góður flokksfélagi. Auðvitað vitum við að hún er umdeild en það er með bestu stjórnmálaforingjana að það gustar oft um þá,“ segir Benedikt. Þýðir ekki að loka augunum fyrir fylginu  „Málefnin skipta meira máli en ég,“ segir Benedikt Jó- hannesson og vonar að málefni Viðreisnar slái aftur í gegn Benedikt Jóhannesson Einhverfu drengjunum tveimur sem ekki fengu skólavist í framhalds- skóla í haust hefur verið boðin skóla- vist í Tækniskólanum frá og með 1. nóvember. Björn Eggert Gústavs- son og Óskar Gíslason eru 16 ára. Þeir fengu hvergi pláss í framhalds- skóla í haust eins og jafnaldrar þeirra og leit út fyrir að þeir þyrftu að bíða fram á næsta haust með að fá skólavistina sem þeir eiga rétt á. Í Tækniskólanum er starfsbraut fyrir einhverfa þar sem pláss er fyrir sex nemendur og var hún full í haust. „Það varð brotthvarf og þess vegna getum við tekið þá inn. Einn nemandi fór og við fáum auka fjár- magn frá ráðuneytinu til að geta tek- ið inn sjöunda nemendann,“ segir Kolbrún Kolbeinsdóttir, skólastjóri Tæknimenntaskólans, sem er undir- skóli Tækniskólans. Mun breyta miklu Brotthvarf nemendans kom óvænt að sögn Kolbrúnar og vissu þau ekki af máli Björns og Óskars, en ráðuneytið hafði samband og bað þau um að taka þá tvo inn og veitti auka fjármagn með öðrum þeirra. Gísli Bragason, faðir Óskars, segir nýtilkomna skólavist breyta miklu fyrir son sinn, en tryggi samt ekki að aðrir foreldrar þurfi ekki að standa í því sama seinna meir. Gísli var kom- inn með lögfræðing í málið sem hafði Komnir með skólavist  Málarekstur er ekki útilokaður Skólastrákar Björn Gústavsson (t.v.) og Óskar Gíslason. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon sent menntamálaráðuneytinu bréf þar sem hann krafðist svara um mál- efni drengjanna. Ekki hafði borist neitt svar við því en ráðuneytið hafði frest til hádegis í dag. Næsta skref að sögn Gísla var að taka ákvörðun um hvort höfða skyldi mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að brjóta á drengjunum. Þá sendi Umboðs- maður Alþingis menntamálaráð- herra bréf þann 26. september þar sem m.a. var óskað eftir upplýs- ingum um mál drengjanna tveggja og aðkomu ráðuneytisins að þeim. Ráðuneytið hafði frest til 10. október til að svara bréfinu, en ekkert svar hafði borist á þeim tíma. Gísli er viss um að þessi þrýst- ingur hafi gert gæfumuninn. Hann útilokar þó ekki að halda áfram með málið. „Það er búið að hafa af honum tvo og hálfan mánuð í skóla. Það þarf að skoða hvort rétt sé að halda mál- inu áfram til þess að reyna að koma í veg fyrir að fleiri þurfi að standa í sömu sporum.“ ingveldur@mbl.is Stefanía Óskarsdóttir stjórnmála- fræðingur man ekki til þess að for- maður stjórnmálaflokks hafi hætt svona skyndilega skömmu fyrir kosningar. Nokkur dæmi séu þó um formannsskipti vegna slaks gengis, t.d. Halldór Ásgrímsson þegar hann hætti í pólitík 2006 eftir sveitar- stjórnarkosningar og þá hafi verið mikil pressa á Bjarna Benedikts- syni fyrir kosningarnar 2013 að stíga til hliðar. „Markús Örn Ant- onsson hætti skyndilega sem for- ystumaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnar- kosningar 1994. Þá tók Árni Sigfús- son við en það var þremur mán- uðum fyrir kosningar, ekki tveimur vikum. Hjá Samfylkingunni steig Árni Páll til hliðar í fyrravor og Oddný G. Harðardóttir tók við og hjá Bjartri framtíð vék Guðmundur Steingrímsson fyrir Óttari Proppé, en allt hafði það lengri aðdrag- anda,“ segir Stefanía. Hún segir mikið stress komið upp í flokknum fyrir kosningar og þá sé forystusauðnum kennt um. „Það sást á Benedikt á síðustu dögum að hann var undir gífurlega miklu álagi, hann hafði farið í nokkra þætti, ekki staðið sig vel og virtist líða illa. Það hef- ur heyrst af und- iröldu í Viðreisn í einhverja mán- uði og að vilji væri til að skipta út formanni. Það hefur ábyggilega verið komið óþol í bakhjarla flokks- ins út af slöku gengi, það er stutt gaman ef flokkurinn nær ekki að vera inni á þingi nema hluta úr ári.“ Stefanía segir að vera megi að formannsskipti geri móralnum inn- an flokksins gott en veit ekki hvort Þorgerður Katrín muni hífa fylgið upp. „Þetta veltur á að ná einhverju fylgi í Kraganum, þar sem Þorgerð- ur er, og í Reykjavíkurkjördæm- unum og mögulega fljóta þannig inn á þing, en þetta verður engu að síður þungur róður.“ Verið undiralda í Við- reisn í nokkurn tíma Stefanía Óskarsdóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það segir sig sjálft að veiði umfram ráðgjöf ár eftir ár er ekki góð fyrir makrílstofninn,“ segir Þorsteinn Sig- urðsson, fiskifræðingur og sviðsstjóri uppsjávarlífríkis á Hafrannsókna- stofnun. Útlit er fyrir að heildarveiði næsta árs geti orð- ið um eða yfir 900 þúsund tonn, en ráðgjöf Alþjóða- hafrannsókna- ráðsins, ICES, er upp á 551 þúsund tonn. Verulegur sam- dráttur er í ráð- gjöfinni frá síðasta ári og segir Þor- steinn að hrygningarstofninn sé á nið- urleið og árgangurinn frá 2015 sé slak- ur. Vissulega sé mikil óvissa í matinu, en ljóst sé að veiðiálagið sé alltof hátt og fiskveiðidánartala sé helmingi hærri heldur en ráðlagt er. Samkvæmt mati ICES mun hrygningarstofninn áfram minnka árin 2018 og 2019 verði veitt umfram ráðlagðan afla. Spurður hvernig standi á því að stofninn sé í heildina sterkur þrátt fyr- ir mikla veiði síðustu ár segir Þor- steinn: „Það er ekki vegna góðrar stjórnunar heldur er það vegna góðrar nýliðunar.“ Ekki má vanmeta lærða gönguhegðun -En hvað gerist ef veiði langt um- fram ráðgjöf heldur áfram ár eftir ár, hættir makríllinn þá að ganga eins langt norður á bóginn og síðasta ára- tug? „Það er það sem kenningin gengur út á, að fiskurinn gangi ekki lengra en hann þurfi til að fá það fóður sem hann þarf. Svo geta aðrir þættir spilað inn í, til dæmis getur verið fæðuskortur af einhverjum öðrum ástæðum á öðrum svæðum. Svo má ekki vanmeta lærða gönguhegðun þegar fiskurinn hefur gengið eftir ákveðnu mynstri í ákveð- inn tíma. Það átti greinilega við til dæmis um síldina þegar stóru árgang- arnir voru að koma inn á sínum tíma. Þá breyttist göngumynstrið og rútínan hélst síðan nokkuð stöðug um tíma þó árgangarnir minnkuðu. Útbreiðslusvæði makríls í Norð- austur-Atlantshafi var frá Portúgal, Biscayaflóa, í kringum Bretlandseyjar og upp í Noregshaf. Það var ekki fyrr en fyrir áratug sem makríllinn fór að ganga í miklum mæli inn í íslenska lög- sögu. Fiskurinn sem áður var skil- greindur sem flækingur á Íslands- miðum taldist brátt til mikilvægra nytjategunda og hefur síðustu ár einn- ig veiðst við Svalbarða og í græn- lenskri lögsögu, en stærsti fiskurinn hefur leitað lengst eftir æti. ESB með yfir 400 þúsund tonn Enginn heildarsamningur er í gildi um stjórnun makrílveiðanna, en Evr- ópusambandið, Noregur og Færeyjar hafa samið sín á milli um makrílveið- arnar þar sem heildarkvóti er lækk- aður um 20% frá síðustu ráðgjöf. Þau hafa skipt með sér aflaheimildum á næsta ári þannig að 183.857 tonn koma í hlut Norðmanna, Færeyingar fá 102.924 tonn og Evrópusambandið 402.596 tonn. Þjóðrinar þrjár ákváðu að miða við að heildaraflinn yrði 817 þúsund tonn á næsta ári og tóku frá 15,6% fyrir önn- ur strandríki, þ.e. Ísland, Grænland og Rússland. Samkvæmt því ættu þessar síðarnefndu þjóðir að fá að veiða um 128 þúsund tonn, en það er langt undir því sem Íslendingar veiddu á þessu ári. Reikna má með að Íslendingar miði eins og áður við 16,5% af þeim heildar- afla sem ESB, Noregur og Færeyjar miða við eða um 135 þúsund tonn, en ekkert er ákveðið í þeim efnum. Þá er eftir að reikna með afla Grænlendinga og Rússa og ekki er ólíklegt að heildar- aflinn fari yfir 900 þúsund tonn 2018 eins og áður sagði. Hrygningarstofn á niðurleið  Makrílafli umfram ráðgjöf ár eftir ár  Of mikið veiðiálag Þorsteinn Sigurðsson Sænska jólageitin hefur nú fengið sinn fasta stað við verslunarhúsnæði IKEA og nýtur sín vel. Mörgum þyk- ir geitin skipa veigamikinn sess í jólahaldinu, en nokkr- ar hafa þó orðið brennuvörgum að bráð. Þá hefur minnst ein geit lotið í lægra haldi fyrir íslenskum vetri og fauk sú um koll. Geitin í ár er sú stærsta til þessa. Morgunblaðið/Eggert Jólageitin sænska mætt utan við IKEA TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.