Morgunblaðið - 13.10.2017, Page 21

Morgunblaðið - 13.10.2017, Page 21
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórn bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar kemur saman á morgun til að ræða mál kvikmyndaframleið- andans Harveys Weinsteins sem hefur verið sakaður um að hafa áreitt margar leikkonur kynferðis- lega og nauðgað þremur þeirra. Tal- ið er að stjórnin íhugi að víkja Weinstein úr aka- demíunni, að sögn bandarískra fjölmiðla. Fyrr í vikunni var hon- um vikið úr bresku kvik- myndaakademí- unni, BAFTA, vegna málsins. Stjórn banda- rísku akademíunnar sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi „andstyggilegt“ og „viðbjóðslegt“ framferði Weinsteins og sagði að hegðun hans samræmdist ekki þeim siðferðiskröfum sem gerðar væru til félaga í akademíunni. Stjórnin sagði ekkert um hvers konar refsing kæmi til greina. Bandarískir fjölmiðlar segja að auk hugsanlegrar brott- vikningar íhugi stjórnin meðal ann- ars að svipta Weinstein Óskars- verðlaunum sem hann fékk fyrir kvikmyndina Shakespeare in Love árið 1999 þegar hún var valin besta kvikmyndin. Haft í flimtingum Áður var Weinstein vikið frá störfum í fyrirtækinu The Weinstein Company sem hann stofnaði ásamt bróður sínum, Bob Weinstein. Stjórn fyrirtækisins segist ekki hafa vitað af framferði kvikmyndafram- leiðandans. The New York Times skýrði þó frá því í fyrradag að stjórnarmenn fyrirtækisins hefðu vitað í allt að þrjú ár af greiðslum sem þrjár eða fjórar konur hefðu fengið frá fyrirtækinu gegn því að þær féllu frá málshöfðun á hendur honum fyrir kynferðislega áreitni. Franska leikkonan Lea Seydoux, ein þeirra sem saka Weinstein um kynferðislega áreitni og árás, segir í grein í breska dagblaðinu The Guardian að allir í kvikmynda- framleiðslunni í Hollywood hafi vitað af framferði Weinsteins en látið það afskiptalaust. „Hann notaði vald sitt til að svala kynhvöt sinni.“ Weinstein var einn af áhrifamestu kvikmyndaframleiðendum Holly- wood og er sakaður um að hafa not- að vald sitt til að áreita ungar leik- konur kynferðislega og jafnvel þvinga þær til samfara. Málið hefur vakið áleitnar spurningar um hvers vegna samstarfsmenn Weinsteins sögðu ekki fyrr frá áreitninni og hvers vegna frammámenn í kvik- myndaframleiðslunni brugðust ekki fyrr við athæfi hans. Að sögn banda- rískra fjölmiðla var kynferðisleg áreitni hans á vitorði svo margra í Hollywood að gert hafði verið grín að því í gamanþáttum í sjónvarpi og á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2013. Bandaríski leikarinn Seth MacFarlane sagði þá þegar hann kynnti leikkonur sem voru til- nefndar til Óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki: „Til hamingju, þið dömurnar fimm þurfið ekki leng- ur að láta sem þið laðist kynferðis- lega að Harvey Weinstein.“ Komst hjá ákæru Tímaritið The New Yorker hefur skýrt frá því að fyrirsætan Ambra Battilana Gutierrez hafi kært Wein- stein fyrir kynferðislega áreitni til lögreglunnar í New York árið 2015. Lögreglan bað hana um að vera með hljóðnema innan klæða þegar hún fór á fund hans á hóteli í borginni. Á hljóðupptöku heyrðist Weinstein biðjast afsökunar á að hafa þuklað á brjóstum fyrirsætunnar og reyna að þvinga hana til að fara inn í hótel- herbergi hans. Umdæmissaksókn- ari á Manhattan ákvað að ákæra ekki kvikmyndaframleiðandann eft- ir að í ljós kom að hún hafði tekið þátt í alræmdum svallveislum Silv- ios Berlusconis, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, í villu hans í Mílanó. Weinstein vikið úr kvik- myndaakademíunni?  Athæfi hans sagt hafa verið á vitorði margra í Hollywood Leikkonurnar (frá vinstri) Asia Argento, Judith Godreche, Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow eru á meðal þeirra sem hafa sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. Kvikmyndaframleiðandinn hefur neitað því að hann hafi haft kynmök við konur án samþykkis þeirra. Hann sagði þó fyrr í vikunni að hann hefði leitað sér aðstoðar vegna kynlífsfíknar, eftir að eiginkona hans ákvað að skilja við hann vegna þessara ásakana. AFP Segjast hafa orðið fyrir áreitni Weinsteins Harvey Weinstein Magnús Heimir Jónasson Þorsteinn Ásgrímsson Fjórir særðust í skotárás í verslun í miðbæ Trelleborg í Svíþjóð. Lög- reglan fékk tilkynningu um skot- árásina um klukkan hálfellefu að staðartíma. Leit stóð enn yfir að árásarmönnunum þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hinir særðu voru fluttir á sjúkrahús en ekki var ljóst í gær- kvöldi hve alvarleg meiðsl þeirra væru. Þrír voru fluttir á sjúkrahús í Málmey og einn á sjúkrahúsíð í Lundi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Svíþjóð fékk lög- reglan nokkur símtöl um mögu- lega skotárás í miðborg Trelle- borg. Hófst strax stór lögregluaðgerð á vettvangi og leit- aði lögreglan eins eða fleiri árás- armanna. Svæðinu var lokað í gær á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir. Allir hinir særðu eru sagðir vera karlmenn. Skothljóð og öskur Aron Tydén, íbúi í bænum segir í samtali við Expressen, að hann hafi heyrt hávær skothljóð og síð- an öskur. „Ég heyrði bara skot- hljóð og mikil öskur,“ sagði Tydén. Skotárásin er sögð hafa átt sér stað í eldri hluta Trelleborg þar sem mestmegnis er íbúðarhúsnæði og verslanir af ýmsum toga. „Við fengum fjölda tilkynninga um skotárásina og þegar við mætt- um á svæðið voru fjórir slasaðir,“ sagði Fredrik Bratt, fjölmiðla- fulltrúi hjá lögreglunni í Svíþjóð, við Sydsvenskan. Bratt sagði að ekki væri hægt að veita frekari upplýsingar, en búið væri að girða af svæðið sem árásin fór fram á. Að sögn Dagens Nyheter rann- sakar sænska lögreglan árásina sem tilraun til manndráps. Árásarmaður hóf skothríð í verslun  Fjórir særðir eftir skotárás í Svíþjóð Ljósmynd/Riggwelter Lögreglan Árásin átti sér stað í Sví- þjóð, en mynd tengist efni óbeint. Sænskir saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hygðust ekki ákæra ítalska skurðlækninn Paolo Macchi- arini sem hefur verið sakaður um að hafa valdið dauða þriggja sjúk- linga með plastbarkaaðgerðum á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi. Sænska ríkisútvarpið sagði að saksóknararnir hefðu ákveðið þetta vegna þess að þeir teldu að ekki væri hægt að sanna að plastbarka- aðgerðirnar hefðu valdið dauða sjúklinganna eða að hann hefði gerst sekur um lögbrot. Macchiarini var vikið frá störfum hjá Karólínska sjúkrahúsinu á síð- asta ári og hann var sagður hafa skaðað orðspor sjúkrahússins með umdeildum barkaígræðslum. Umdeildur Læknirinn Paolo Macchiarini hefur alltaf neitað sök. Macchiarini verður ekki ákærður Klettháls 13 · hnb.is · 590 5040 VWGolf Trendline 1.6 TDI 2.590.0002015 43.000Ekinn 30 Raf / Bensín Ekinn þús. km. Myndir á vef Dísil Fjórhjóladrif Metan& bensín Sjálfskiptur Beinskiptur Rafmagnsbíll Fleiri bílar og myndir á netinu: hnb.is Tilboðsbílar í tugavís VWPolo Comfortline 1.4 1.290.0002012 103 Mitsubishi Outlander 4x4 Intense 2.4 3.890.0002015 56 1.050.000TILBOÐ 3.390.000TILBOÐ SkodaOctavia Ambiente 1.6 TDI 1.920.0002012 92 VWPoloComfortline 1.4 1.220.0002010 120 1.640.000TILBOÐ 890.000TILBOÐ VWGolf Variant Trendline 1.4 TSI 2.790.0002015 46 SkodaOctavia Ambition 1.6 TDI 2.890.0002015 36 2.470.000TILBOÐ 2.590.000TILBOÐ 2.290.000TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.