Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 22

Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðastliðinnþriðjudagbirti Erla Björnsdóttir, sál- fræðingur og dokt- or í líf- og lækna- vísindum, grein hér í blaðinu. Hún ræddi um svefn, og þó helst um skort á honum. Hún benti á að mikilvægt væri að börn og unglingar á vaxtar- og þroskaskeiði fengju nægan svefn. Hún rakti margt af því sem verður til þess að æska samtímans er svikin um nauð- synlegan svefn, afleiðingar þess og það sem kemur í stað eðlilegs svefns. Erla tók málið saman í einni málsgrein: „Snjallsímar í skólum, of lítill svefn, gríðarleg aukning í notkun svefnlyfja (fyrir börn (innsk.)) og aukinn kvíði meðal barna – þetta er þróun sem við verðum að snúa við.“ Í grein- inni segir Erla Björnsdóttir einnig: „Þegar börn glíma við svefnvanda er margt sem ber að skoða áður en farið er að gefa þeim svefnlyf, s.s. lífsstíll, hreyfing, mataræði, neysla orkudrykkja, skjánotkun og fleira. Gífurleg aukning hefur orðið í notkun snjalltækja hjá börnum og eru þessi tæki jafn- vel farin að hafa truflandi áhrif á skólastarf hér á landi og skólastjórnendur hafa sagt það ómögulegt að banna þessi tæki í kennslustofum.“ Getur það verið? Er þá ekki of mikið sagt að þeir hinir sömu séu skólastjórnendur? Að vísu er þjóðfélagið allt, frá stjórnmál- unum og niður úr, eða eftir at- vikum upp úr, í mikilli upp- lausn. Það vafðist ekki fyrir góða dátanum Svejk að agi í herbúðunum væri meginregla. En eftir höfðinu dansa limirnir og því er ekki að undra þótt limirnir nemi sjaldan við jörð um þessar mundir. En svo vill til að þættir sem snerta svefninn sjálfan komust í kastljós í síðustu viku. Þá veitti nefnd Nóbels þremur vísindamönnum sameiginlega verðlaun í eðlis- og læknis- fræði. Við verðlaunaveit- inguna kom „lífsklukkan“ við sögu. Í tilefni hennar ræddi Ríkis- útvarpið við Heiðdísi Valdi- marsdóttur, prófessor í sál- fræði við H.R., sem hefur undanfarið unnið að rann- sóknum á dægursveiflunni í Bandaríkjunum: „Hún segir lengi hafa legið fyrir að lífs- klukka sem er úr takti geti haft mikil áhrif á líðan okkar og heilsu, meðal annars leitt til þunglyndis og svefnleysis. Rannsóknir hafi til dæmis sýnt að flugliðar eru í aukinni hættu á að fá krabbamein og það er talið vera vegna þess að tíðar flugferðir raski lífs- klukku þeirra. Næturvaktir hafa líka slæm áhrif. „Þannig að núna er farið að leggja áherslu á að þeir sem eru í vaktavinnu fái ljósameðferð yfir daginn til að hjálpa lífsklukkunni þeirra.“ Heiðdís segir uppgötvun vísindamannanna merkilega, enn sé þó rannsókna þörf, einkum á því hvernig megi stilla lífsklukkuna hjá þeim sem þess þurfa við, og draga þannig úr vanlíðan og hættu á sjúkdómum.“ Þá sagði: „Í Bandaríkjunum hafa vís- indamenn rannsakað áhrif þess að setja ljós sem líkja eft- ir náttúrulegu ljósi inn á her- bergi aldraðra á hjúkr- unarheimilum. Heiðdís segir að þetta fólk fari oft ekkert út og því sé lífsklukka þess van- stillt. Við þetta hafi líðan þess batnað og vitræn geta aukist. Sjálf er hún að gera rannsókn á áhrifum náttúrulegs ljóss sem líkir eftir dagsbirtu á krabbameinssjúklinga á spít- ölum. „Við berum það saman við ljós sem eru venjulega á spítölum og við erum að finna mun, þegar lífsklukkan er sett í gang á morgnana þá líður sjúklingum mun betur og þeir ná sér kannski aðeins fyrr.“ Hún telur að það gæti verið áhugavert að prófa svona ljós í skólum hér. Það þarf líka að huga að ýmsu í hversdagslífinu. Tölvu- og símanotkun á kvöldin rugl- ar lífsklukkuna í ríminu, veld- ur því að hún hægir ekki nógu mikið á sér og erfiðar svefn. Nú er verið að kanna hvort það er hægt að koma í veg fyr- ir þessi áhrif með sérstökum næturskjástillingum.“ Og áfram segir: „Hér á landi hefur færst mjög í aukana að börnum sé gefið svefnlyf sem inniheldur melatónín-hormón þrátt fyrir að það sé sam- kvæmt lyfjaskrá einungis ætl- að 55 ára og eldri (og) ekki liggi fyrir rannsóknir á áhrif- um þess á börn. Þá segir í lyfjaskrá að ætlast sé til þess að það sé notað til skamms tíma. Heiðdís telur að betra væri að nota náttúrulegt ljós, láta börnin til dæmis fá gler- augu með appelsínugulu gleri á kvöldin, það ætti að auka melatónínframleiðsluna. „Birtan stjórnar klukkunni mest og þess vegna eigum við að nota mismunandi ljós, það er svo margt hægt að gera sem verður til þess að þetta verður náttúrulegt og eðlilegt.““ Í þessu samhengi hefur ver- ið rætt hvort rétt sé að seinka íslensku klukkunni um einn tíma í eitt skipti og festa hana þar, en taka ekki upp klukku- hringl á ný. Fróðlegt væri að fá umræðu um það. Fróðleg verðlaun og hagnýt hér á hjaranum} Hvað er lífsklukkan? N ú þegar ég stíg mín fyrstu skref sem formaður Viðreisnar þá verður mér hugsað til fyrstu daga okkar í fráfarandi ríkis- stjórn. Þegar stjórnin tók við stóð sjómannaverkfallið sem hæst og þrýsting- urinn á inngrip stjórnvalda fór stigvaxandi. Þá reyndi á nýjan flokk og nýskipaða ráðherra að standa í lappirnar og standa vörð um almanna- hagsmuni. Það tókst á endanum og takturinn var sleginn fyrir framgöngu Viðreisnar í ýms- um erfiðum málum sem framundan voru. Flokkurinn stendur traustur í báðar fætur þeg- ar kemur að nauðsynlegum kerfisbreytingum og baráttunni fyrir að ná þeim í gegn. Á síðastliðnum átta mánuðum hefur Viðreisn tekist að leiða fjölmörg góð mál til lykta og þannig sýnt í verki fyrir hvað flokkurinn stend- ur. Jafnlaunavottunin sem lögfest var á síðasta þingi hefur hlotið heimsathygli og er víða litið til Íslands fyrir þetta mikilvæga skref í þágu kynjajafnréttis. Fjár- veitingar til móttöku flóttamanna voru þrefaldaðar, enda einn af mikilvægustu liðunum í stefnu Viðreisnar að Ísland sýni ábyrgð í þeim flóttamannavanda sem heimurinn stendur frammi fyrir. Reikningar Stjórnarráðsins voru opnaðir til að auka gagnsæi í stjórnsýslunni því Viðreisn stundar ábyrga hagstjórn og vill stuðla að því að almenn- ingur geti fylgst með því hvernig skattgreiðslum hans er varið. Í þeim efnum er rétt að minnast þess að í tíð núver- andi fjármálaráðherra hækkaði lánshæfismat ríkisins í A í fyrsta skipti í áratug ásamt því að fjármagnshöft voru af- numin og aukin fjárfesting lífeyrissjóðanna er- lendis var undirbúin. Í landbúnaðarmálum hefur Viðreisn heldur ekki látið sitt eftir liggja og staðið vörð um hagsmuni bænda, neytenda og skattgreiðenda og lagt til langtímalausnir fyrir sauð- fjárbændur og afnám undanþágna frá almenn- um samkeppnislögum í mjólkuriðnaði. Jafn- framt hefur flokkurinn lagt ríka áherslu á að ná fram breytingum á hinum mjög svo um- deildu búvörusamningum sem því miður meitl- uðu núverandi kerfi enn frekar í stein á síðasta kjörtímabili. Hér eru einungis fáein dæmi nefnd af verk- um Viðreisnar síðustu mánuði og svo mikið er víst að þau verða mun fleiri á komandi kjör- tímabili. Á tímum þar sem er raunveruleg hætta á að öfgalausir, frjálslyndir og alþjóðasinnaðir flokkar þurrkist út af þingi er hlutverk Viðreisnar mik- ilvægara en nokkru sinni fyrr. Til að lífskjör allra á Íslandi standist samanburð við þær þjóðir sem við viljum bera okkar saman við þarf fólk á þing sem hefur þekkingu, þor og reynslu til að breyta því sem breyta þarf. Það gerist hinsvegar ekki sjálfkrafa. Viðreisn er frjálst og jafnréttis- sinnað stjórnmálaafl, skipað fólki sem þorir að taka slag- inn í þágu almannahagsmuna. Veitum þessu fólki brautar- gengi í komandi kosningum. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir Pistill Kjósum kerfisbreytingar Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Orkuskortur á Akureyri ogannars staðar við Eyja-fjörð hamlar atvinnu-uppbyggingu á svæðinu. Þá verða starfandi fyrirtæki þar fyrir tjóni vegna skerðingar á rafmagns- afhendingu og flökti í kerfinu. Vegna ágreinings um lagningu háspennulínu hefur ekki tekist að tengja Eyjafjarð- arsvæðið við Blönduvirkjun með nógu öflugum hætti og þar með virkj- anirnar á Suðurlandi og tenging við Kröflu og Austurland verður ekki tilbúin fyrr en eftir nokkur ár. „Staðan er vond og langt í úr- bætur,“ segir Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróun- arfélagi Eyjafjarðar. Hún segir að orkuskortur hamli uppbyggingu. „Við höfum verið að reyna að koma okkar svæði að, meðal annars hjá Ís- landsstofu, en þar hrista menn bara hausinn. Við erum ekki að ræða um stóriðju. En til að atvinnulífið geti haldið áfram að blómstra þarf orku sem er til í kerfinu. Það vantar bara leiðir til að koma henni til okkar,“ segir Elva. Framleiðslutjón og kostnaður Árni V. Friðriksson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Akureyri og nágrennis, segir að vegna þess hversu flutningsgetan er lítil til og frá Akureyri séu fyrirtækin eins og á enda kerfisins. Þegar önnur hvor leiðin lokast, sérstaklega austurlínan sem er öflugri en vesturlínan, skapist vandamál hjá notendum. Þeir sem séu við endann verði verr úti en aðrir þegar flökt verði á rafmagninu. Bil- anir sem verði langt í burtu geti bitn- að á þeim. Öflug fyrirtæki eru í matvæla- framleiðslu á Akureyri, eins og mjólkursamlag og bjórgerð. Einnig þjónustufyrirtæki og fyrirtæki í málmiðnaði. Þau þurfa að kaupa ótryggða orku og verða fyrir skerð- ingum. Þeim stendur ekki til boða að kaupa forgangsorku. Þau verða því fyrir framleiðslutjóni þegar skerð- ingar eru tilkynntar. Einnig verða bilanir í framleiðslukerfum þegar flökt er á rafmagni. Fyrirtækjum á svæðinu stendur ekki til boða að kaupa raforku til að stækka við sig. Tengingin frá Akureyri til Blöndu er veikari hlutinn í tengingu Eyjafjarðarsvæðisins. Landsnet vann lengi að undirbúningi háspennu- línu á þeirri leið með Blöndulínu 3 en vegna langvinnra deilna um línuleið- ina, sérstaklega í Skagafirði og Hörg- ársveit, tilkynnti fyrirtækið fyrr á þessu ári að framkvæmdinni hefði verið frestað um óákveðinn tíma á meðan umhverfismat yrði endur- skoðað. Málið er því aftur komið á byrjunarreit. Landsnet lýsti því jafn- framt yfir að lögð yrði áhersla á teng- ingu frá Akureyri og austur á land, með Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3. Báðar þessar línu eru í skipulags- og matsferli og ekki við því að búast að Hólasandslína komist í gagnið fyrr en á seinni hluta árs 2020, samkvæmt upplýsingum Landsnets. Miðað við ganginn í slíkum framkvæmdum má alveg eins búast við töfum. Keyra á olíu? Í bókun bæjarstjórnar Akur- eyrar um rafmagnsmálin kemur fram að ef ekki takist að leysa úr þessum málum sé ekki annar kostur en að reisa dís- ilrafstöðvar til að anna þörf íbúa og fyrirtækja. Árni segir slíkt úrræði ekki boð- legt. Eina varanlega lausnin sé að tengja Eyjafjörð við lands- kerfið, bæði vestur og aust- ur. Kreppir að um orku á Eyjafjarðarsvæðinu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Háspennulína lögð Áform Landsnets um endurnýjun byggðalínunnar frá Blönduvirkjun til Akureyrar hafa ekki náð fram að ganga. „Starfsemin er hátækniiðnaður að miklu leyti. Tölvubúnaðurinn er viðkvæmur fyrir spennuflökti og straumrofi. Örlítið sving í spennu – maður sér ljósin dofna örlítið – getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir starfsemina,“ segir Kristín Halldórsdóttir, mjólkurbússtjóri MS á Akureyri. Mjólkurbúið notar mikla orku við gerilsneyðingu og vinnslu mjólkurafurða og við þvotta. Fyrirtækið verður stundum fyrir erfiðleikum og tjóni vegna raf- magnstruflana. Kristín segir að þegar trufl- un verður í framleiðslunni geti afurðirnar skemmst. Nefnir hún sem dæmi að ef hræra í einum ostatanki skemmist þurfi að handmoka 1,5 tonn- um af ónýtum osti út um lítið op á tankinum. Það kalli á erfiða vinnu og langa vinnudaga. Afdrifaríkar afleiðingar OSTURINN SKEMMIST Kristín Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.