Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Öldungaráð Suð- urnesja hélt aðalfund 23. september 2017. Þjónustu við Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja hefur farið aft- ur. Öldungaráð Suðurnesja krefst þess að að þjónusta fyrir sjúklinga við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja verði færð í sama horf og hún var fyrir um 12 árum og í það þjónustustig sem ætl- að var frá upphafi. Aukið verði við þjónustuna frá því sem nú er við íbúa í Sandgerði, Garði og Vogum með viðveru heimilislækna, hjúkr- unarfræðinga og sérfræðinga. Þá verði ráðnir heimilislæknar við heilsugæslustöð og skipulagi verði komið á viðveru þeirra. Auka verður við starfsemi fæð- ingardeildar og skurðdeildar og efla slysa- og bráðamóttöku sjúkrahúss- ins. Þjónusta við sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina verði eins og áætlað var við byggingu sjúkrahúss- ins, þar með talin fæðingardeild, skurðdeildir og sjúkradeildir. Sem dæmi um samdrátt í þjónustu sjúkrahússins hefur fæðingum fækkað mikið en voru 83 árið 2013 en á árunum fyrir 2004 voru fæð- ingar milli tvö og þrjú hundruð á ári á sjúkrahúsinu. Tryggja verður öryggi sjúkra á Suðurnesjum eins og áætlun um uppbyggingu á heilbrigðisþjónustu gerði ráð fyrir vegna aukinna um- svifa og mikillar fjölgunar íbúa og vaxandi umferðar á Keflavíkur- flugvelli. Hér hefur orðið mis- brestur á sem við verðum að fá jafn- aðan með auknu fjárframlagi til heil- brigðismála. Stöndum nú saman á rétti okkar til jafnaðar í heilbrigð- isþjónustu. Hér hefur lengi verið vitlaust gef- ið til okkar á Suður- nesjum. Landlæknir í skýrslu sinni um Heil- brigðisstofnun Suður- nesja segir meðal ann- ars svo: Embætti landlæknis hvetur stjórnendur heilsugæslu HSS til að fylgjast markvisst með aðgengi og biðtíma eftir læknisþjón- ustu og vinna skipulega að því að stytta biðtíma eftir þjónustu á dag- vinnutíma.  Skilgreina gæðavísa. Embætti landlæknis hvetur stjórnendur heilsugæslunnar til að skilgreina gæðavísa, s.s. biðtíma eftir þjón- ustu, niðurstöður þjónustukannana og árangur meðferðar og hafa sýni- lega starfsmönnum.  Ráða bót á mönnun lækna. Embætti landlæknis hvetur fram- kvæmdastjórn til að endurskoða mönnun lækna með það að leiðar- ljósi að minnka vaktabyrði og frí- tökurétt. Tryggja þarf að aukastörf lækna valdi ekki hagsmuna- árekstrum.  Ráða bót á mönnun hjúkr- unarfræðinga. Embætti landlæknis hvetur framkvæmdastjórn til að leita allra leiða til að fjölga stöðu- gildum hjúkrunarfræðinga svo hægt sé að manna sólarhringsvaktir með hjúkrunarfræðingum. Í skýrslu landlæknis segir að lok- um: Hluta af vanda heilsugæslu HSS má rekja til skorts á stefnumörkun og ósýnileika framkvæmdastjórnar. Ekki er skráð með sýnilegum hætti hver stefna heilsugæslunnar er, hvaða árangri heilsugæslan hyggst ná, né hvernig árangur er gerður sýnilegur sjúklingum og starfsfólki. Hvorki er um heildræna gæðastefnu né kerfisbundið umbótastarf að ræða á heilsugæslu HSS. Hér var sýnishorn af skýrslu landlæknis en hana er að finna í heild sinni hjá landlækni á netinu. Öldungaráð spyr hvort ekki sé komið nóg af misskiptingu fjár- magns og að nú sé komið að því að Suðurnesjamenn standi saman og krefjist réttlætis. Ég endurtek að tryggja verði öryggi sjúkra á Suð- urnesjum eins og áætlun um upp- byggingu heilbrigðisþjónustu á Suð- urnesjum gerði ráð fyrir. Hér hefur orðið misbrestur á sem við verðum að fá jafnaðan með auknu fjár- framlagi til heilbrigðismála. Er ekki komið að því að Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum tilnefni stjórn fyrir Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja eins og var á árum áður? Að lokum legg ég til að við Suð- urnesjafólk höldum opinn fund um heilbrigðismál á Suðurnesjum. Vitlaust gefið til heilbrigðis- mála á Suðurnesjum Eftir Eyjólf Eysteinsson » Tryggja verður ör- yggi sjúkra á Suður- nesjum eins og áætlun um uppbyggingu á heil- brigðisþjónustu gerði ráð fyrir vegna aukinna umsvifa og fjölgunar íbúa. Eyjólfur Eysteinsson Höfundur er formaður Öldungaráðs Suðurnesja. Vissulega eru það tíðindi þegar hugs- anleg mengun er til umræðu og vart á slíkt bætandi fyrir íbúa Reykjanesbæjar sem búa í nágrenni við Helguvík. Bæj- arfulltrúar hafa haft stór orð um að nú sé þetta orðið ágætt, nú sé nóg komið o.fl. í þeim dúr þegar fréttir hafa borist af mengun frá Helgu- vík. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þegar fjármuni vantar í bæjarsjóð Reykjanesbæjar svo all- ar framtíðarspár efnahagsreikninga standist er öllu til tjaldað til að ná sem mestu fjármagni inn í svo til gjaldfallinn bæjarsjóð. Jafnvel þótt útkoman kunni að verða allt annað en framtíðarlausn fyrir sveitarfé- lagið. Nú stendur fyrir dyrum hugsan- leg sameining Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, og Sorpu, sorp- samlags höfuðborgarsvæðisins. Íbúar kunna margir hverjir að spyrja hvaða hagsmuni slík samein- ing muni hafa í för með sér fyrir íbúa Suðurnesja, sem og lands- menn alla sem leið eiga um fjöl- farnasta þjóðveg landsins, Reykja- nesbraut. Skoðum dæmið aðeins. Fyrir það fyrsta þarf einhvern veginn að koma þessum miklu hagsmunum til okkar eða frá okkur, þ.e.a.s. sorp- inu og þungmálmum. Fram að þessu hefur þessu verið ekið um Reykjanesbraut. Flestir ökumenn sem leið eiga um hana eru vel meðvitaðir um að brautin er komin að þolmörkum hvað þungaflutninga varðar og hafa Vegagerðin og fleiri aðilar bent á hættulegar rákir sem myndast hafa í braut- inni, rákir sem safna vatni og valda því að bifreiðar fljóta ofan á þeim og afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Það sem snýr að Kölku, sorpeyðing- arstöð Suðurnesja, er sú staðreynd Kalka er með 12.000 tonna brennslugetu á ári og í dag er hún komin að þolmörkum. Þess vegna er það óskiljanlegt með öllu að það standi hugsanlega til að auka það álag enn frekar! Nema þá að menn séu að hugsa til frekari stækkunar þar á bæ og ætli þá væntanlega að leggja út í enn frekari kostnað vegna urðunar á mengaðri flugösku sem í dag er geymd í húsnæði stutt frá íbúðarbyggð og síðan flutt út með skipum til Noregs með gríð- arlegum kostnaði eins og fram hef- ur komið í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að bæði Reykjanesbrautin og Kalka, Reykjanesbæ, eru komin að þol- mörkum. Ekki viljum við auka um- ferðarhættu á slysagildrunni Reykjanesbraut með því að auka þungaflutninga með sorp um hana. Ekki viljum við verða einhver söfn- unarstaður sorps fyrir íbúa í ná- grenni Álfsness, urðunarstaðar Sorpu, sem er á undanþágu um- hverfisráðuneytis til ársins 2018, en sú undanþága var gerð í kjölfar kvartana íbúa vegna ýldulyktar sem berst þaðan, rétt eins og fram hefur komið í fréttum RÚV. Því hlýt ég að spyrja ráðamenn hér í Reykjanesbæ sem fara með 70% eignarhlut í Kölku, Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesja, hvað þeim gangi til? Á að gera bakgarða íbúa í nágrenni við kísilverksmiðjuna í Helguvík að einum stærsta ýldu- lyktarruslahaug landsins og um leið láta þá ökumenn sem leið eiga um Reykjanesbraut gjalda fyrir með auknum þungaflutningum um einn hættulegasta og fjölfarnasta þjóð- veg landsmanna? Mín skoðun er nei takk, ég hafna öllum svona gylliboðum og skora jafnframt á bæjarfulltrúa, sem fara með 70% eignarhlut í Kölku, að boða til borgarafundar um þetta stóra mál og gefa okkur íbúum tækifæri á að segja okkar skoðun, ekki síst í ljósi alls þess gagnsæis sem núverandi meirihluti boðaði fyrir bæjarstjórnarkosningar 2014. Hver veit nema við komumst kannski að samkomulagi um að fara t.d. sjóleiðina með sorpið og þungmálminn, eða hreinlega skoð- um aðra og betri kosti til að rétta af bága fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Reykjanesbæjar. Fyrir alla muni gerum það í sátt við umhverfið og íbúa Reykjanesbæjar. Á hvaða leið er Reykjanes- bær í umhverfismálum? Eftir Sigurjón Hafsteinsson » Staðreyndin er sú að bæði Reykjanes- brautin og Kalka eru komin að þolmörkum. Sigurjón Hafsteinsson Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ. molikarlinn@simnet.is Fasteignir VINNINGASKRÁ 24. útdráttur 12. október 2017 314 9762 16860 28420 38715 48271 58007 68905 453 9840 17208 28701 38925 48349 58245 69277 567 9863 17454 28774 38979 48745 58579 69349 603 9986 18113 29410 39711 48782 58711 69421 838 10104 18278 29596 41406 49463 59201 69717 1112 10790 18405 30095 41547 49756 59805 70286 1130 10798 18419 30465 41923 50214 59858 70701 1135 11357 18486 30793 42262 50269 61102 71810 1163 11429 18520 30798 42389 50402 61335 71942 1428 11591 18854 30953 42965 50672 61388 72084 1673 12197 18987 31078 43048 50843 61489 72141 1954 12427 19258 31190 43306 50900 61911 72150 2024 12558 19320 31349 43533 50915 61926 72177 2030 12711 19831 31791 43614 50948 62335 72527 2296 13095 19913 31890 44089 52263 62423 72966 3457 13390 20804 32146 44330 52903 62753 74198 3480 13459 21298 32180 44522 53216 62896 74642 3682 13499 22445 32478 44596 53449 63070 74987 3747 13621 22726 32680 44748 53552 63108 75081 3804 13725 23639 32939 44878 53963 63583 75520 3957 14064 24035 33131 45611 54430 63963 77024 4089 14216 24239 33150 45736 54452 64213 77170 4274 14316 24397 33243 45997 54561 65086 77386 4785 14589 24437 33343 46106 54626 65223 77513 5257 14606 24760 33838 46330 54705 65539 77816 5280 14708 25213 34028 46401 54877 66264 77871 5464 15248 25298 34252 46792 56003 66273 78874 5616 15393 26050 34256 47035 56123 66482 79020 5649 15450 26416 34910 47048 56393 66563 79233 7609 15845 26422 35314 47137 56436 66804 79389 7707 15862 26486 35681 47171 56512 67199 79618 7727 15987 27018 37891 47184 56579 67936 8201 16009 27185 37995 47445 56625 68473 8906 16054 27307 38363 47451 57376 68517 8956 16209 27935 38507 47501 57807 68518 9217 16568 28181 38545 47889 57811 68679 9376 16782 28365 38598 48215 57827 68722 252 10339 22481 30181 43083 51907 60955 72448 467 10958 22551 31341 45051 52946 62415 73355 896 11352 22668 32992 45378 53661 62682 73688 999 12017 24185 33537 46916 53804 62954 73957 1129 12394 24326 34041 46994 53937 62991 76923 1358 12742 25044 34492 47299 54575 64760 77138 1364 14245 25277 34935 48073 55912 65190 78538 2775 14957 25416 36502 48226 56831 67867 78552 3291 15534 25864 38438 48970 57211 69229 78836 4482 18304 27820 39966 49073 57680 69699 5843 20818 28256 40039 49878 57783 69889 6265 20923 28271 40957 49999 58628 70982 8380 22002 29664 41350 50897 60916 71245 Næstu útdrættir fara fram 19., 26. okt & 2. nóv 2017 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 46454 67966 76893 79598 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3974 14387 35606 41715 48004 61813 7672 17308 37516 43708 49280 65133 11418 19635 40771 46291 49527 66065 12706 24286 41578 47669 52102 75563 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 3.000.000 (tvöfaldur) 5 5 5 6 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.