Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 ✝ Viggó Már Ei-ríksson fæddist á Egilsstöðum 25. júlí árið 1965. Hann lést af slysförum á heimili sínu í Fögruhlíð 14. sept- ember 2017. Foreldrar hans voru Helgi Eiríkur Magnússon frá Másseli í Jökuls- árhlíð, sem lést árið 2012, og Gunnþórunn Jónsdóttir frá Möðrudal, sem lifir yngsta son sinn. Systkini Viggós eru í ald- ursröð: Jón Brynjar, fæddur 1958, Helga Magna, fædd 1961, Jóhanna Sjöfn, fædd 1962, og ig starfaði hann í sláturhúsum og vann við smíðavinnu. Árið 2000 hófu Viggó og Hulda sauð- fjárbúskap í Fögruhlíð í Jökuls- árhlíð. Sambýliskona Viggós um tíma var María Sjöfn Árnadóttir frá Vopnafirði. Dóttir þeirra er a) Helga Björk, f. 27. febrúar 1991. Hennar sambýlismaður er Kristmann Jónsson. Kristmann á tvær dætur. Síðar var sambýliskona Vig- gós Hulda Sædís Bryngeirs- dóttir frá Akureyri. Þau slitu samvistum. Synir þeirra eru: a) Hörður Gauti, fæddur 19. apríl 2000. b) Sindri Freyr, fæddur 2. desember 2002. c) Bryngeir Óli, fæddur 6. október 2005. Unnusta Viggós þegar hann lést var Guðrún Friðriksdóttir frá Fáskrúðsfirði. Viggó verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju í dag, 13. októ- ber 2017, og hefst athöfnin klukkan 14. Magnús Snær, fæddur 1963. Viggó Már ólst upp í Hólmatungu í Jökulsárhlíð og gekk í barnaskóla á Háafelli, í Brúarási og á Eiðum. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Alþýðu- skólanum á Eiðum og stundaði síðar nám í húsasmíða- iðn. Viggó stundaði ýmis störf til sjós og lands frá 16 ára aldri, m.a. sjómennsku á uppsjávar- skipum og netabátum, einnig gerði hann út bát með félaga sínum og síðar eigin trillu. Einn- Í dag verður faðir barnanna minna og fyrrverandi sambýlis- maður, Viggó Már, borinn til graf- ar. Það er óraunverulegt að sitja hér og skrifa þessi orð. Þessi snjalli, stóri og sterki maður sem gat allt, hvort sem það var að hugsa um búið, gera við og græja vélar, draga blautan hrút upp úr skurði og kasta honum upp á skurðbakkann, nota vogarafl til að koma þungum hlutum einn upp á kerru, reka naut eins og rollur á undan sér, keyra á bremsulitlum vörubíl yfir Hellisheiðina með hlass af rúllum, smíða, skipta um bleyjur, annast börnin, elda mat. Það hreinlega lék allt í höndunum á honum. Hetja barnanna minna, maðurinn sem okkur fannst vera ódauðlegur og ósnertanlegur, far- inn frá okkur eftir hörmulegt slys. Hann sem var svo samviskusam- ur, fékk ekki einu sinni að klára haustverkin. Ég veit að hann er ekki sáttur við það að hafa þurft að fara og „allt eftir“ eins og hann hefði orðað það. Hann var ekki maður sem lét aðra um að vinna verkin sín. Ég dáðist oft að því hversu óþreytandi hann var að hafa börnin með sér í bústörfunum allt frá því að þau voru pínulítil, hvernig hann fræddi þau og kenndi þeim til verka þótt hann hefði mikið að gera. Hann talaði mikið við þau og það leyndi sér ekki að hann naut félagsskapar þeirra og spurninga. Sérstaklega hafði hann gaman af því að segja þeim hetjusögur úr Íslendinga- sögunum og kenna þeim „gamal- dags“ orðalag, t.d. töluðu börnin ekki um að „horfa á veðurfréttir“ heldur að „taka skeytin“. Hann kenndi þeim líka ýmsar vísur sem ekki væru endilega samþykktar í útgefnum ljóðabókum s.s.: Við kýrrassa tók ég trú, hún trygg hefur reynst mér sú. Í flórnum fæ ég að standa, fyrir náð heilags anda. (Höfundur óþekktur) Grettir Ásmundarson og Kári Sölmundarson voru hluti af kjarnafjölskyldunni enda uppá- haldshetjur Viggós, auk Stubb- anna og Bubba byggir. Eins og sjá má af þessu var maðurinn snilling- ur. Þau eru þung sporin sem ég fylgi börnunum okkar í dag. Pabbi farinn, æskuheimilið horfið, lífs- stíllinn sem fylgdi sveitalífinu horfinn. Allt er breytt. Enginn fyr- irvari, enginn síðasti koss, engin síðustu kveðjuorð. Nema þessi. Elsku pabbi okkar, hafðu þökk fyrir samveruna, allar sögurnar og allt sem þú kenndir okkur um lífið og tilveruna. Það mun allt koma sér vel sem veganesti út í lífið. Þótt þú sért ekki lengur hér á jörðinni fyrir okkur til að leiðbeina okkur og styðja lifir þú áfram í hjarta okkar og huga. Þú varst klettur- inn. Elsku Viggó minn, takk fyrir ár- in okkar sautján, hjartagullin okkar fjögur, samfylgdina, minningarnar og lærdóminn sem ég dró af því lífi sem við áttum saman. Börnin okkar eru öll afar mannvænleg og ég mun gera mitt allra besta til að fylgja þeim og leiðbeina í lífinu fyrir hönd okkar beggja. Ég veit að þú fylgist stoltur með. Megi eilífðar sól á þig skína, kærleikur umlykja og þitt innra ljós þér lýsa, áfram þinn veg. (Írsk bæn) Þín Hulda Sædís, Helga Björk, Hörður Gauti, Sindri Freyr og Bryngeir Óli. Elsku Viggó minn. Þakka þér fyrir allt og allt, það er svo ótal margt að þakka sem of langt er upp að telja. Að fá þig í heimsókn með börnin þín og fá að hafa þau svona oft hjá mér, bæði úti í Hólmatungu og eftir að ég kom á Egilsstaði. Það veitti mér alltaf mikla gleði að fá ykkur. Ég hafði svo gaman af því þegar þið Lilla og krakkarnir komuð og borðuðuð hjá mér þegar þið áttuð leið um Egils- staði. Síðast þegar þið Sindri kom- uð til mín í mat óraði mig ekki fyrir að þetta væri í síðasta skipti sem þið kæmuð hingað saman. Ég á ekkert nema góðar minningar um þig, elsku Viggó minn, og ég vona að ég geti reynst börnunum þínum vel, nú eins og áður. Ég fæ seint fullþakkað hvað þau eru alltaf góð við ömmu. Ég bið um styrk og ljós fyrir elsku börnin þín, Helgu Björk, Hörð Gauta, Sindra Frey, Bryngeir Óla, fjölskyldur þeirra og ástvini. Líka Lillu þína og börnin mín öll. Ég læt fylgja með litla bæn sem ég bið á hverju kvöldi og hef gert frá því að þið systkinin fæddust. Augunum mæni ég upp til þín, andvarpa í hljóði. Bið þig fyrir börnin mín, blessaður Jesús góði. Þín mamma. Mikið getur lífið verið ósann- gjarnt þegar það tekur ástvini burt, daginn sem slysið varð þá var ég að hugsa um komandi göng- ur sem ég var að fara í með þér en svo allt í einu þá ertu farinn af þessari jörð og eftir standa brostið hjarta og mikill söknuður. Þegar ég hugsa til þín þá fyllist ég þakklæti, stolti og hlýhug. Hvernig er hægt að koma því frá sér í einni grein hversu mikill mað- ur þú varst í mínum augum? Hvar er hægt að byrja? Jú, blár vinnu- galli, stígvél og vinnulúnar hend- ur, þannig sá ég þig oftast og þannig mun ég minnast þín. Einn- ig mun ég aldrei gleyma hversu góðan mann þú hafðir að geyma og sá ég það best þegar þú hittir dæt- urnar mínar í fyrsta sinn, þú sýnd- ir þeim rollurnar og nautin og kynntir þær fyrir hundunum í Fögruhlíð, þær töluðu lengi um þá upplifun á eftir og biðu spenntar að fá að koma aftur. En þær hafa minninguna og hún verður aldrei tekin burt, hvorki frá þeim né mér. Oft talaði ég við þig í síma og undantekningarlaust var talað um rollur og uppsjávarveiðar, en það sem mér er minnisstæðast í þess- um samtölum er hversu fróður þú varst um mitt fjölskyldufólk og ættingja og vissir um mun fleiri ættingja en ég sjálfur og í fyrsta símtali rann upp úr þér fróðleikur um fólkið frá Fagradal, sögur um hinn og þennan og allskyns fróð- leikur. Okkar símtöl geymi ég í huga mínum og brosi í hvert sinn sem ég hugsa um þau. Ég kveð þig að sinni, Viggó minn, með hlýhug, og í hjarta mínu muntu alltaf vera sama hvað dynur á. Kristmann Jónsson. Elsku vinur, það er svo margt sem kemur upp í hugann á svona stundu. Allar minningarnar. 14 ára gamall fékk ég að fara í sveit, var sendur þvert yfir landið á stað sem ég hafði ekki komið á áður. Í umhverfi sem ég þekkti ekki. Ég hafði aldrei komið í sveit nema þá helst Húsdýragarðinn í Reykjavík. Þú og fjölskyldan þín tókuð vel á móti mér og á næstu mánuðum var ég farinn að kalla heimilið þitt heimilið mitt. Allar spurningarnar sem ég hafði; þú gast alltaf svarað þeim. Man ég vel eftir því þegar þú varst að marka og merkja lömbin og sagðir mér að safna afskurð- inum, því það gæti náð í heila mál- tíð þegar við værum búnir að marka öll lömbin. Reykjavíkur- drengurinn fölnaði í framan og trúði auðvitað öllu sem þú sagðir, en svo fórstu bara að hlæja. Það var alltaf nóg að gera og þú leyfðir mér að taka þátt í öllu með þér. Eða þegar þú varst að kenna mér að keyra traktor og það fyrsta sem ég gerði var að keyra niður hliðið á túninu. Þú sýndir mér þolinmæði og gafst ekki upp, heldur sýndir mér og leyfðir mér að reyna aftur. Fyrir mér varstu algjör hetja og staðalímynd hins íslenska bónda, þú kunnir allt frá því að moka skít í að gera við vélar. Elsku Viggó, þú vildir mér alltaf það besta. Allir frasarnir, þessir gömlu góðu sem er best að hafa ekki eftir þér hérna, en ég nota marga þeirra enn í dag. Og sög- urnar, þær voru margar og skemmtilegar. Þegar ég hugsa til baka þá voru árin með þér þau ár sem mótuðu mig gríðarlega að þeim manni sem ég er í dag, þú kenndir mér að gera hlutina vel og vera duglegur í því sem ég geri. Þið tókuð mig sem ykkar eigin son. Þegar ég hélt honum Sindra Frey undir skírn, þá sá ég hvaða hug þið báruð til mín og ég bar sama hug til ykkar. Þið voruð fjöl- skyldan mín. Að vera vinnumaður í sveit er gott fyrir alla, en að vera vinnumaðurinn þinn var heiður. Heiður sem ég mun búa að alla ævi. Ég votta börnunum þínum fjór- um alla mína samúð, ásamt Huldu og systkinum þínum og mömmu, þar sem ég er alltaf velkominn eins og heima hjá mér og mér þyk- ir svo vænt um það. Elsku Viggó bóndi, þín minning mun lifa að ei- lífu. Þinn vinur, Gauti Fannar. Viggó Már Eiríksson ✝ GuðmundurÞór Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 29. apríl 1972. Hann lést á sjúkrahúsi á Spáni 27. september 2017. Foreldrar hans eru Auður Ragna Guðmundsdóttir, f. 11. janúar 1952, bankastarfsmaður, og Guðmundur Hermannsson, f. 28. mars 1947, fyrrv. sveit- arstjóri og fulltrúi hjá Ríkis- skattstjóra. Systkini Guðmundar eru: 1) Teitur, f. 3. apríl 1975, vél- stjóri. 2) Rúna, f. 4. desember 1980, svæfingahjúkrunarfræð- ingur. Maki Teitur Ingi Val- mundsson, f. 11. júní 1978, að- stoðarfram- kvæmdastjóri, og eiga þau fjögur börn. 3) Benedikt, f. 5. júlí 1987, húsasmiður og á hann eitt barn. Guðmundur ólst upp í Reykjavík, Bíldudal og Þor- lákshöfn. Eftir grunnskólanám stundaði hann nám við Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Sel- fossi og síðar Fiskvinnsluskól- ann. Guðmundur vann ýmis störf bæði til sjós og lands. Útför Guðmundar Þórs fer fram frá Langholtskirkju í dag, 13. október 2017, og hefst at- höfnin klukkan 13. Nú kveð ég í hinsta sinn Guð- mund Þór bróðurson minn, elsta son Gumma bróður og Auðar mágkonu minnar, aðeins 45 ára gamlan. Hann lést eftir stutt veikindi þegar hann var í fríi með fjöl- skyldunni sinni á Spáni. Á örstutt- um tíma breyttist ánægjuleg fjöl- skylduferð í verstu martröð hverra foreldra. Foreldar hans og systkini vöktu yfir honum á sjúkrahúsinu en við ekkert varð ráðið og kveðjustund rann upp. Þeirra missir er mikill og hugur minn er sífellt hjá þeim. Guðmundur Þór ólst upp í góð- um og samhentum hópi fjögurra systkina, þeirra Teits, Rúnu og Benedikts, hjá ástríkum foreldr- um. Æskuárin voru í Vesturbæn- um, á Bíldudal og í Þorlákshöfn. Á milli okkar var alltaf sterkur strengur. Hann var fyrsta barna- barnið í fjölskyldunni og ég, eins og margir í fjölskyldunni, beið spennt eftir því að hann fæddist. Ég skoppaði niður Hofsvallgötuna á hverjum degi þegar hann var lít- ill til að kíkja á hann og fá að passa smá. Í brúðkaupi foreldra hans hélt ég honum undir skírn og sleppti ekki af honum hendinni. Síðan hnoðast ég með hann í vagni og seinna í strætó um bæinn til að fara á róló eða bara hitta vinkonur mínar. Fljótlega bætist í barna- hópinn hjá Gumma og Auði en hann var samt alltaf kúturinn minn. Seinna þegar hann var kominn með bílpróf og kom í skóla hér í Reykjavík bjó hann hjá okkur Frikka í tvo vetur. Hann var bón- góður og þægilegur í sambúð. Hann sótti oft Rúnu dóttur okkar í leikskólann og nú var það hann sem leiddi hana á Hofsvallgötunni og kenndi henni öll bílaheitin og merkin líka. Föðursystur sinni reyndist hann alltaf vel. Kom í öll boð hjá okkur, oftast fyrstur og ef þurfti var hann alltaf tilbúinn að sækja gesti eða keyra heim. Hann var mikill fjölskyldumaður og náinn foreldrum sínum. Lífið var ekki alltaf auðvelt hjá honum Gumma mínum en hann hélt sínu striki og lét það ekki slá sig út af laginu. Í sorginni er gott að hugga sig við að hann hafði átt góðan tíma í fríi með foreldrum sínum, systk- inum og systkinabörnum, öllum þeim sem stóðu honum næst. Nú er kúturinn minn farinn í ferðina miklu og það með nokkr- um stæl. Ég veit að á móti honum taka ömmur hans báðar sem vak- að hafa yfir honum og afi hans og nafni sem var honum kær. Farðu í friði, Gummi minn, og Guð geymi þig. Rúna frænka. Lífið kastar stundum snúnings- boltum. Kær mágur minn, Guð- mundur Þór, Gummi, er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Þetta gerð- ist mjög óvænt og mjög hratt. Ég kynntist Gumma fyrir rúmlega 20 árum þegar ég var svo heppinn að eignast aðra fjölskyldu í gegnum eiginkonu mína í dag og systur hans. Við Gummi kynntumst enn bet- ur og öðruvísi þegar við fórum báðir til fjalla að byggja virkjun. Þar unnum við saman og bjuggum í vinnubúðum í talsverðan tíma. Við eigum heiðurinn af ansi mörg- um rúmmetrum af steypu þarna uppi á fjöllum. Gummi var alltaf harðduglegur til vinnu og dró hvergi af sér. Gummi var ekki allra og fór sínar eigin leiðir bæði í vinnu og einkalífinu. Gummi var drengur góður og gerði aldrei flugu mein. Alltaf voru systkinabörnin hans í uppá- haldi og Gummi mætti alltaf ef eitthvað var að gerast í fjölskyld- unni og hafði alltaf tíma fyrir fjöl- skylduna og sérstaklega systkina- börnin. Hann var ávallt tilbúinn til að hjálpa til. Hann var stríðinn, hafði gaman af því að espa upp náungann og var fljótur að finna þá sem voru viðkvæmir fyrir því. Húmorinn var ávallt skammt und- an og frásagnirnar þess eðlis að maður var aldrei viss um hvort hann var að segja manni satt eða sjá hvað hann kæmist langt með vitleysuna. Gummi var sífellt að benda okkur á eitthvað sniðugt sem hann var búinn að finna og skoða og var viss um að myndi létta okkur lífið eða í það minnsta gera það aðeins skemmtilegra. Við fórum margar frábærar ferðir um landið með fjölskyld- unni og bjuggum til minningar sem ég mun alltaf geyma. Síðasta ferðin okkar saman var eflaust sú besta þar til síðasta daginn. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa átt þessar tvær vikur með honum á Spáni fyrst svona átti að fara. Við áttum góðar og skemmtilegar stundir sem ég mun alltaf geyma og ræða oft við frændsystkin hans. Það á eflaust eftir að taka langan tíma að átta sig á því að hann er ekki væntanlegur í næstu afmælisveislu eða matarboð. Elsku Auður, Gummi, Teitur, Rúna og Benni. Þið eigið alla mína samúð, ég veit það er sárt að kveðja bróður og enginn ætti að þurfa að kveðja barnið sitt í blóma lífsins. Ég vona að þið getið yljað ykkur við góðar minningar. Hvíldu í friði, kæri Gummi. Teitur Ingi Valmundsson. Guðmundur Þór Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HÓLM ÞORSTEINSSON málarameistari, áður Dalseli 17, lést í faðmi ástvina á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, þriðjudaginn 10. október. Erna Sigurbaldursdóttir Hólmfríður S. Sigurðardóttir Ragnar Stefánsson Pétur Örn Sigurðsson Sigurður Örn Ragnarsson Helena Ríkey Leifsdóttir Stefán Orri Ragnarsson Davíð Fannar Ragnarsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA DAVÍÐSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eiri 28. september. Útförin fer fram í kyrrþey. Elínborg Einarsdóttir Karl S. Hallgrímsson Matthías Einarsson Aðalheiður Magnúsdóttir Guðmundur Einarsson Hrefna Einarsdóttir Halla Eiríksdóttir Sigvaldi Ragnarsson Davíð Pálsson Sigrún Ágústsdóttir Páll S. Pálsson Hildur Gunnarsdóttir og fjölskyldur Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT SIGURÐSSON lyfjafræðingur, lést miðvikudaginn 11. október á líknardeild Landspítalans. Útför verður auglýst síðar. Heiðrún Þorgeirsdóttir Jón Benediktsson Rafn Benediktsson Hildur Kristjánsdóttir Halla Benediktsdóttir Hafsteinn Lárusson Sigurður Benediktsson og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.