Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 37

Morgunblaðið - 13.10.2017, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2017 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þótt þér finnist gaman að láta sjá verka þinna stað, skaltu hafa hugfast að magn er ekki sama og gæði. Hafðu enga eft- irsjá því þú munt fljótt finna frelsi og frið. 20. apríl - 20. maí  Naut Flutningar eða breytingar á starfs- högum eru líklegar á næstu árum. Alls ekki taka að þér fleiri verk. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð tækifæri til að skipta á hæfileikum þínum og beinhörðum pen- ingum. Viðurkenndu staðreyndir mála og freistaðu þess að ná samkomulagi sem allir geta sætt sig við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það getur oft verið erfiðara að ákveða hlutina en framkvæma þá. Lexía dagsins er sú að vera samúðarfullur og skilja sjónarmið hins aðilans. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu heima og slappaðu af í dag ef þú mögulega getur. Ef þú beitir ekki þving- unum munu orð þín hafa tilætluð áhrif. En í guðsbænum láttu þau ekki bitna á öðrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er langt því frá að allt sé úti þótt þú þurfir að breyta um áherslur í starfi. Að- eins nýjar staðreyndir eiga að koma þér á aðra skoðun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er ekki rétti tíminn til að efast um sköpunarverkin. Hann vill hafa eitthvað spennandi og nýstárlegt fyrir stafni og helst vera á ferðalagi á ókunnum slóðum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ekki láta hugfallast þó að hindranir séu til staðar í vinnunni. Treystu eigin ratvísi. Mundu að hægt er að gera við flesta hluti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki auðvelt að neita þegar einhver vill að maður sé sammála honum. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru við höndina. Gefðu þér góðan tíma og rasaðu ekki um ráð fram. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mikilvægt að þú haldir áfram að einfalda hlutina í lífi þínu. Stund- um verða aðrir að fá að ráða för. Beittu eðl- islægri þolinmæði. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Stilltu þig um að reyna hið sama við aðra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert fullur af rausnarskap, hvatvísi og hreinskilni þessa dagana, sem gæti end- að í bræðiskasti. Ef þú lætur aðra halda að þeir stjórni, stjórnar þú þeim. Helgi R. Einarsson yrkir þrjárlimrur, þar sem tíkur koma við sögu. Fyrst er „Fyrirmyndir í pólitíkinni?“: Nú kosninga- hafið er -harkið og á HM við komnir í sparkið. Vert er að kjósa og köppum að hrósa sem miða og hitta í markið. Síðan eru það annars konar tík- ur sem koma við sögu: – Ég fékk póst frá Vopnafirði með limru eftir tíkina Ronju. Bragi bóndi á Bustarfelli var að skera mör og hraut einn og einn biti á gólfið sem hvarf í hundskjaft, en jafnvel hundar geta fengið nóg því henni varð að orði: Hunda má hafa að fíflum að hendast á eftir hnýflum, en dónalegt það drengur minn að þá drepa úr kransæðastíflum. Og að síðustu segir Helgi: Tátu minni barst þetta til eyrna og gerðist hrokafull, enda þétt- býlistík og það hreinræktuð!: Hér ruslfæði ekkert við etum því einstigi hógværðar fetum og með öðrum hundum við hreyfingu stundum, þó mörinn að sjálfsögðu metum. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um nýjustu tíðindi í pólitík- inni: Ráðsnjall og fær, með harðan hupp, heiðvirður, knár og þrekinn: Benedikt sagði eldsnöggt upp áður en hann var rekinn. Ármann Þorgrímsson skrifar í Leirinn: „Nýbýlið að fara í eyði“: Bóndinn flæmdur burtu var breytast lítið væntingar þó Bjarnastaðabeljurnar bauli fyrir kosningar. Ingólfur Ómar segir frá því, að á miðvikudagsmorgun hafi verið héla á grasi er hann fór út og farið að kólna smá og Esjan fengið snjó á kollinn: Nú er jörðin bleik á brá blöð af greinum falla. Hæðardrögin hélugrá og hvítar strýtur fjalla. Og Sigrún Haraldsdóttir segir frá sinni reynslu: Súr var ég og samanskroppin, svip með lítið fínum, er kroppa þurfti köld og loppin klaka af bílnum mínum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af tíkum og Bjarnastaðabeljunum „ÁÐUR EN ÞÚ FERÐ YFIR ÞETTA SKALTU SPYRJA ÞIG HVER TEKUR SKELLINN VERÐI EINKUNNINÓFULLNÆGJANDI“ „TAKTU BARA AÐEINS AF HLIÐUNUMOG SMÁ AFTAN AF“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að koma henni til bjargar HEFURÐU EKKERT AÐ GERA? LÍTTU Á BJÖRTU HLIÐARNAR ORKUGJAFA JÚ! ÉG ER AÐ GLEYPIGLÁPA Á LOFTIÐ Í ÞAÐ MINNSTA NOTA ÞEIR ENDURNÝJANLEGA Víkverji er mikill aðdáandi okkarglæsilega borgarstjóra. Þess vegna tók það Víkverja skiljanlega sárt þegar fólk á Ingólfstorgi baul- aði á Dag Bergþóruson Eggertsson þegar árangri karlalandsliðsins í knattspyrnu var fagnað. x x x Víkverji sat heima í sófanum ogfylgdist með því sem fram fór þetta kvöld. Fagnaði ákaft úrslit- unum í landsleiknum og beið spennt- ur eftir því að stuðningsmennirnir myndu hylla landsliðsmennina okk- ar. x x x Víkverji átti sér einskis ills vonþegar fólk baulaði á borgar- stjórann sem var svo velviljaður að hann reif blað úr ávísanahefti borg- arinnar til að borga fyrir samkom- una, þrátt fyrir að fjárhagsstaðan sé ekkert of góð sökum einhverrar seinheppni sem Víkverji nennir ekki að setja sig inn í. x x x Þessir stuðningsmenn landsliðsinshljóta að vera harðsoðnir hægri menn. Við baulum ekki á sameining- artákn okkar borgarbúa á einum mesta dýrðardegi lýðveldisins. Ekki var baulað á Þorgerði Katrínu þegar hún stóð fremst á sviðinu þegar silf- urdrengirnir komu heim frá Ólymp- íuleikunum í Peking. Fjölmiðlar hafa ekki birt myndir af þessum hildar- leik í framhaldinu, sem betur fer. Ljósmyndarar blaðanna hafa nú hundelt borgarstjórann síðustu árin og varla gefið honum vinnufrið. x x x Laun heimsins eru vanþakklæti.Víkverji veit að hans maður mun koma sterkur inn í kosningabarátt- una þrátt fyrir þessi leiðindi. Enda er Dagur sérlega agaður eins og fram kom í máli Dags í Frétta- blaðinu í febrúar 2003: „Eftir að hafa lesið Vefarann mikla frá Kasmír greip ég þá hug- mynd mjög sterkt á lofti að það væri mjög dyggðum prýdd og góð leið að stæla viljann og verða að betri manni að stunda skírlífi. Þannig myndi ég feta í fótspor Steins Elliða, þessa höfuðsnillings.“ vikverji@mbl.is Víkverji Lát ekki hið vonda sigra þig en sigra þú illt með góðu. (Róm. 21:21) skornirthinir.is LYT NS 4 SEASONS OS LE FLORIA 25% af LYTOS útivistarskóm* LE FLORIANS 4 SEASONS 100% vatnsheldir Vibram sóli Tilboðsverð: 17.246 Verð áður: 22.995 Stærðir 36-47 6 litir * Gildir til 31. október

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.