Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.2017, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. O K T Ó B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  245. tölublað  105. árgangur  BÓK ELÍSU ER UM HEITAR OG FLÓKNAR TILFINNINGAR BARÍTÓN OG PÍANÓ TÆKIFÆRI TIL AÐ KOMAST ÚT Á MEÐAL FÓLKS JÓHANN OG AMMIEL 49 TAUPOKAR SAUMAÐIR 12 Morgunblaðið/Golli Logi Einarsson, formaður Samfylkingar.  Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að kosning- arnar í haust snúist einkum um bætt lífskjör almennings og út- rýmingu fátæktar á Íslandi. Í því felist meðal annars stuðningur ríkisins við opinbert heilbrigðis- kerfi, heilbrigðan húsnæðis- markað og skólakerfi sem mæti þörfum hvers og eins. Þá þurfi einnig að huga að grunnþáttum fyrir byggðir landsins í heild sinni. Hann segir jafnframt að ekki verði litið framhjá þeirri stað- reynd að nú sé verið að kjósa í annað sinn á tveimur árum, með- al annars vegna þess að í síðustu ríkisstjórnum hafi skort á grunn- gildi eins og virðingu, heiðarleika og traust. » 14 Heilbrigði og hús- næði í fyrirrúmi hjá Samfylkingunni Mikil fjölgun » Árið 2009 greiddu 157.345 einstaklingar tekjuskatt. » Til samanburðar greiddu 199.697 einstaklingar tekju- skatt í fyrra. Það samsvarar 27% fjölgun greiðenda. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Þetta kemur fram í greiningu Ríkisskattstjóra fyrir Morgunblaðið. Þar kemur fram að lægsta þrepið í tekjuskattinum skilaði 150,3 millj- örðum í fyrra. Til samanburðar skil- aði milliþrepið 5,4 milljörðum og efsta þrepið 4,9 milljörðum. Hlutfall þessara tveggja þrepa var 3,3 og 3% af samanlögðum tekjuskatti í fyrra. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir þessar tölur í takt við þá niðurstöðu OECD að óvíða sé tekjujöfnuður meiri en á Ís- landi. Það birtist í því að tvö efstu skattþrepin skili ekki meira. Skatt- heimta sé ein sú mesta innan OECD. Páll Kolbeins, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra, segir tekjuskattinn fylgja hagsveiflunni. Af því leiðir að fjölgun starfa og söguleg kaupmátt- araukning hafa breikkað þennan skattstofn á síðustu árum. Skilar 70% meira en 2009  Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti voru 160 milljarðar í fyrra en 95 milljarðar 2009  Efsta skattþrepið skilaði um 3% af samanlögðum tekjuskatti einstaklinga í fyrra MSkilaði um 5 milljörðum … »10 Morgunblaðið/Eggert Í bann Lögbann var sett á frétta- flutning tengdan gögnum úr Glitni. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður- inn á höfuðborgarsvæðinu, segist bera fullt traust til lögfræðinga á fullnustusviði embættisins, sem samþykktu á dögunum lögbann á fréttaflutning Stundarinnar. Hann áréttar lagagrundvöll fyrir lög- banninu í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla í gær. Þór- ólfur segir að lögbann sé bráða- birgðaúrræði sem kveður á um heimild til bráðabirgðaverndar réttinda með því að tryggja tiltekið ástand meðan aflað er úrlausnar dómstóla um þau. Glitnir HoldCo kærði einnig gagnalekann sem Stundin notaði til fréttaflutnings til Fjármálaeftirlits- ins (FME) en lögregla getur ekki rannsakað gagnalekann fyrr en kæra frá FME berst. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að engin kæra hafi borist embætt- inu en segir að það kunni að vera að um sé að ræða sama gagnaleka og nú þegar er til rannsóknar hjá embættinu vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins á fjárhagslegum hagsmunum hæstaréttardómara gagnvart Glitni árið 2016. »6 Ber fullt traust til lögfræðinga  Sýslumaður áréttar grundvöll fyrir lögbanni á Stundina Vel hefur viðrað undanfarið til hvíldar undir berum himni og þessir ferðalangar nýttu sér það, þar sem þeir fengu sér kríu. Gera má ráð fyrir að blessað fólkið sé að nýta biðtíma til að láta líða úr sér, við komu eða brottför, þar sem þau eru með allt sitt hafurtask með sér. Ferðamenn fá sér lúr undir vegg í miðborginni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Formenn Barnageðlækna- félagsins og Barnalækna- félagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknis- embættisins um lyfja- og geð- lyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn og meiri notkun hérlendis en í nágrannalöndunum. Formanni Barnalæknafélagsins finnst ástæða til að kanna nánar hverju þetta sæti og jafnvel athuga með endurmenntun lækna. »2 Furða sig á lyfja- útgáfu til barna Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. „Það er ekki eins mikil lækkun í kortunum og verið hefur. Atvinnu- leysisprósentan fyrir þetta ár hefur lítið lækkað frá fyrra ári. Sjómanna- verkfallið í byrjun árs kann að hafa haft einhver áhrif en það virðist al- mennt vera að hægja á fjölgun starfa,“ segir Karl. Vinnumálastofnun tekur saman tölfræði yfir fjölda starfa sem eru auglýst hjá stofnuninni. Þær tölur eru gjarnan í öfugu hlutfalli við ganginn í hagkerfinu. Það vekur því athygli að starfafjöldinn er að verða svipaður og árið 2007. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræði- deildar Háskóla Íslands, tekur undir að hægt hafi á fjölgun starfa. „Vissir geirar kunna enn að vera að fjölga fólki. Almennt séð er þó byrjað að hægja á hagkerfinu. Hækkun gengisins og miklar launa- hækkanir setja mikla hagræðingar- kröfu á íslensk fyrirtæki,“ segir Ás- geir um stöðuna. »10 Vísbendingar um kólnun í hagkerfinu BARNABÓKAVERÐLAUN 47

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.